Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 9
Þá var fjallað um íþróttaað- stöðu félaganna í USVS, en þar er mikið vandamál á ferðinni sem þarfnast skjótrar úrlausnar ef starfið innan sambandsins og samstarf þess við önnur héraðs- sambönd á að geta verið með eðlilegum hætti í framtíðinni. Gestur þingsins var Sigurður Geirdal framkv.stj. UMFÍ og flutti hann kveðjur UMFÍ og greindi frá því helsta í starfi landssamtakanna og verkefnum framundan auk þess að ræða sérstaklega málefni USVS. Vigfús Helgason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku og var Olafur Helga- son kosinn formaður USVS. SG Frá þingi HSH. Magndís Alexandersdóttir í ræðustól. Þing HSH. Þing HSH var haldið í Röst Hellissandi 7. maí s.l. Frá UMFÍ mætti Pálmi Gíslason og frá ISI Hannes Þ. Sigurðsson. Þingið var fremur fámennt en fór vel fram og var starfsamt. Þingforseti var Jónas Gestsson. Formaóur sambandsins Jó- hanna Leopoldsdóttir flutti skýrslu stjórnar. S.l. sumar var rekstur sumarbúða tekinn upp að nýju. HSH tók á móti 40 dönum frá AAG sem voru hér á ferðinni á vegum UMFI. Bjartsýni ríkti með vaxandi starf og voru margar sam- þykktir gerðar m.a. að ráða starfsmann til Sambandsins. Jóhanna Leopoldsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formaður var kjörinn Magndís Alexandersdóttir. Ritari Þóra Kr. Magnúsdóttir. Gjaldk. Páll Ingólfsson. Meðstj. Sigurbjörg Jóhanns- dóttir og Sveinn Arnórsson. PG Frá Landsmótsnefnd. Raðað hefur verið í riðla vegna forkeppni 18. Landsmótsins í Knattspyrnu. Riðlaskipunin verður þannig: A ridill: UDN, UMSK, UMSB, UMFB, HSH, UMSK sér um framkvæmd keppninnar í riðlinum. B riðill: UMSS, uíó, USVH, HSS, USAH, UMSS sér um framkvæmdina. C riðill: usvs, HSÞ, UÍA, UMSE, UÍA sér um framkvæmdina. D riðill: UMFK, UMFN, UMFG, HSK, UV. UMFK sér um framkvæmdina. Forkeppni á að vera lokið fyrir 1. sept. Við minnum á að keppnin skal framkvæmd samkvæmt Landsmótsreglugerðinni. Um- sjónarmaður knattspymu 18. Landsmótsins er Hafsteinn Guðmundsson í Keflavík sími 92 - 1561. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.