Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 15
Sundbikarinn á Hvammstanga afhentur í fyrsta skipti. Fimm efstu í keppninni um sundbikarinn talið frá vinstri: Hrafnhildur, Sigurbjörg, Björgvin, Guðbjörg og Gunnar. íþróttamadur USVH 1982. Á vígsludegi Sundlaugar Hvammstanga sl. haust, af- henti Guðjón Ingimundarson varaformaður UMFÍ Sundlaug Hvammstanga bikar að gjöf frá UMFI. I reglugerð segir m.a. að um hann skal keppt á sund- mótum í Sundlaug Hvamms- tanga, næstu tíu árin. Keppnis- grein er 100 m skriðsund karla og kvenna og hlýtur sá kepp- andi bikarinn sem bestum árangri nær samkvæmt alþjóða stigatöflu í sundi á almanaks- árinu. Ungmennasambandið hélt tvö mót síðastliðið haust sem voru Norðurlandsmeist- aramót 1982 sem haldið var í samvinnu við USAH og Æsku- sund 1982, sem er keppni milli USAH, USVH og UMSB í ald- ursflokkum 14 ára og yngri. Sunnudaginn 13. febrúar sl. var bikarinn afhentur og hlaut hann Gunnar Sveinsson til varðveislu. Árangurfimm efstu þátttakenda varsem hér segir: 1. Gunnar Sveinsson Konnáki 1.25,6 mtn 192 stig 2. Guðbjörg Ragnarsdóttir Gretti 1.38,5 — 172 — 3. Sigurbjörg Jóhannesd. Gretti 1.42,9 — 151 — 4. Björgvin Þorsteinsson Konnáki 1.33,6 — 147 — 5. Hrafnhildur Brynjólfsd. Konnáki 1.52,8 — 115 — Guðrún Magnúsdóttir, íþrótta- maður USVH 1982, er félagi í Umf. Víði. Hún hefur sýnt miklar framfarir á undanföm- um ámm og þó sérstaklega á síðastliðnu ári. Hún setti þá héraðsmet í kringlukasti og er mjög nærri metinu í kúluvarpi. Hún keppti fyrst á héraðsmóti 16 ára og hefur sigrað í kringlu- kasti á undanfömum þremur héraðsmótum. Guðrún er tvítug og starfar í Sparisjóði V. Húnavatnssýslu, Hvamms- tanga. IS Guðrún Magnúsdóttir. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.