Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.06.1983, Blaðsíða 19
Nýir formenn Kristján Gíslason, Laugavöll- um, kennari á Laugum, tók við formennsku hjá UDN á þingi sambandsins 7. maí s.l. Kristján er félagi í Umf. Æsk- unni. Kristján er27 ára, kvænt- ur Rannveigu Finnsdóttur og eiga þau tvö böm. Jóhann Geirdal kennari í Keflavík tók við formennsku hjá UMFK í febrúar. Meðan hann var í námi var hann um tíma formaður Sambands íslenskra kennaraskólanema. A þeim tíma var hann í stjórn ÆRR í sex ár og varaformaður tvö síðustu árin. Flann hefur kennt á mörgum námskeiðum á vegum Félags- málaskóla UMFÍ. Jóhann er bæjarfulltrúi í Keflavík. Hann er 30 ára kvæntur Huldu Bjama- dóttur og eiga þau 3 böm. Magndís Alexandersdóttir tók við formennsku hjá HSH á héraðsþingi 7. maí s.l. Hún hefur verið í stjórn sambandsins af og til síðan 1970. Var ritari í stjórninni áður en hún tók við formennsku. Hún er í varastjórn UMFÍ. Hún hefur áður verið framkvæmdastjóri HSH í tvö sumur. Magndís er skrifstofu- maður hjá Rafmagnsveitum rík- isins í Stykkishólmi. Hún er gift Sigurþóri Hjörleifssyni og eiga þau 3 syni. Eins og sagt var frá í síðasta blaði var Þórir Jónsson í Reyk- holti kosinn formaður UMSB á þingi sambandsins í febrúar. Pórir er 36 ára húsasmiður, kvæntur Huldu Olgeirsdóttur og eiga þau þrjá syni. Hann hefur ekki fyrr verið í stjóm UMSB. Hann hefur starfað tölu- vert með Umf. Reykdæla, verið í ýmsum nefndum þar og m.a. verið formaður leiknefndar. Mest hefur hann starfað að leiklistarmálum á undan- fömum árum, en félagið er þekkt fyrir öflugt leiklistarstarf. * SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.