Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 4
"Hef aldrei
stundað íþróttir"
Spjallað við Helga Seljan alþingismann
Texti og myndir. Guðmundur Gíslason
Eins og þeir vita sem fylgst hafa með starfi
ungmennafélagshreyfingarinnar í gegnum árin, þá er og
hefur leiklist verið stór þáttur í starfi þeirra. Einn þeirra
fjölmörgu sem tekið hafa þátt í þeirri starfsemi í sinni
heimabyggð er Helgi Seljan alþingismaður. Hann hefur
leikið í mörgum leikritum bæði með ungmennafélaginu
og svo leikfélagi Reyðarfjarðar, en Helgi á einmitt heima
á Reyðarfirði. Til þess að fræðast nánar um leikferil hans
og svo viðhorftil ungmennafélagshreyfingarinnar, ræddi
ég stuttlega við hann fyrir skömmu.
- Hefurðu lagt stund á íþróttir?
Nei það hef ég ekki gert. Nema þá sem
unglingur, þá gerði ég allt sem ég gat
til að þjálfa mig í hlaupum og stökkum
og öðru slíku. En almennar íþróttir hef
ég aldrei stundað. Ég fékk alveg nóg að
hlaupa þann tíma er ég fékkst við
búskap, en ég hef verið í því alveg fram
til síðustu ára. í dag stunda ég engar
íþróttir, það er helst að ég geng en því
miður geri ég alltof lítið af því.
- Þú hefur þá verið í ungmenr.a-
félaginu?
Já, ég var bara félagi eins og svo margir
þama heima. En ég starfaði eftir því
sem ég var tilkallaður.
- Ertu ennþá félagi í Umf. Val?
Já það vona ég, og það hlýtur eiginlega
að vera því það er svo stutt síðan ég var
rukkaður um félagsgjaldið.
- Þú komst eitthvað nálægt leiklist, var
það ekki?
Jú! En að mestu var það á vegum
leikfélagsins. En að vísu voru það
ungmennafélagið og kirkjukórinn sem
urðu kveikjan að leikfélaginu heima.
Þau settu upp sameiginlega árið 1959
leikritið Delerium Bubonis, og það varð
til þess að vekja upp áhuga á leiklist á
Reyðarfirði, sem hafði ekki verið
stunduð fram að þeim tíma. Upp úr
þessu varð svo til Leikfélag Reyðar-
fjarðar sem starfaði mikið þá, og starfar
ennþá.
- Lékstu mikið?
Já! Ég var með í flestum leikritum fram
til 1970. Ég gæti trúað að þau hafi
verið 8 talsins. Við vorum með verk af
öllu tagi bæði innlend og svo þýdd
erlend verk.
- Hvert er efdrminnilegasta hlutverkið ?
Ætli það sé ekki fyrsta hlutverkið, sem
var forstjórinn í Delerium Bubonis, en
eldraunin er alltaf eftirminnilegust og
skemmtilegust. Annað hlutverk sem ég
kunni ákaflega vel að meta var Andrés
ofskomi í "Allra meina bót", þá var ég
svo horaður að ég gekk inn í hlutverkið
alveg fullskapaður.
- Manstu eftir einhverjum skemmti-
legum atvikum úr leiklistinni?
Jú, það er sjálfsagt hægt að tína saman
ýmislegt í sambandi við það. Þvi atviki
sem ég man einna best eftir úr þessu, er
sú skelfing sem greip um sig í einu
leikriti. Þannig var að það átti að fara
fram mikið uppgjör í fjölskyldu milli
hjóna og barna við matborðið. Og er
allir voru sestir og farið að nálgast
uppgjörið stóð þá ungi maðurinn í
fjölskyldunni upp, en það var kannski
aðalatriðið að hann væri með í
uppgjörinu því hann var svona
uppreisnarmaðurinn í öllu saman, og
segir "Verði ykkur að góðu" og labbar
síðan út. En þessa setningu átti hann að
segja heilum 5 blaðsíðum síðar. Þannig
að uppgjörið fór aldrei fram við
matborðið, og við hin sátum eftir eins
og illa gerðir hlutir. Eftir þetta botnuðu
áhorfendur ekkert í leikritinu og öllum
þeim miklu átökum sem fóru fram eftir
þetta, og kannski ekki nema von því
þau áttu að fara fram 5 bls. fyrr.
Þetta er eitthvert það aleftirminnilegast
úr þessu.
"kom þá inn á sviðið á
vitlausum tíma"
- Eitthvað fleira sem þú manst eftir í
þessu sambandi?
Ég hef aðeins einu sinni komið inn á
sviðið á röngum tímapunkti, og var
bæði mín sök og þeirra á sviðinu.
Þannig var að ég átti að gæta alls
velsæmis í leikridnu, og koma inn á
sviðið og spyrja fólkið þar hvað það
væri eiginlega að aðhafast, en það átti
4
Skinfaxi 2. tbl. 1986