Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1986, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.04.1986, Qupperneq 7
Knellan á Eskifirði Textí: Rósa Björg Jónsdóttir Myndir: Eiríkur Kristjánsson Knellan, hvað er nú það? Það er von að menn spyrji, en til að upplýsa menn um það þá er Knellan afdrep fyrir unglinga í 6-9 bekk á Eskifirði og er til húsa íkjallara gamla skólahússins á staðnum. Bæjarstjóm úthlutaði félagsmálaráði Eskifjarðarþessu húsnæði þegar skólinn flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði á síðasta ári. Um leið og félagsmálaráð hafði fengið þetta húsnæði til umráða var hafist handa við að gera það í stand fyrir félagsmiðstöð, og voru unglingamir nyög áhugasamir og duglegir við að gera þetta sem glæsilegast og best úr garði. Voru geymslur og bílskúrar margra heimila svo til breinsaðirþví margtfannstþarsem mátti nota íKnellunni. Starfsemin hófst svo með dansi, borðtennis, bobbi, pílukasti, skák, hljómsveitaræfingum og fleiru. Til að fræðast nánar um Knelluna þá skrifaði Rósa Björg Jónsdóttir nemandi í 8. bekk Grunnskóla Eskifjarðar stutta grein um það sem gert er í Knellunni, og fer hún hér á eftir. 22. febrúar var félagsmiðstöðin okkar tekin í notkun, eftir eins mánaðar vinnu við að andlitslyfta staðnum. Þar tókst okkur að gera drauminn um athvarf fyrir unglinga að veruleika. Knellan heitir eftir íbúðarhúsi og verslun sem stóð þama í Klifinu ffam á miðja öldina. Við opnun voru til 2 borðtennisborð, fótboltaspil og nokkur töfl. En núna erum við búin að safna með frjálsum framlögum fyrir skáktölvu og ballskákborði (sem okkur var gefið nokkuð í , og gátum því notað hluta Peninganna til að kaupa hljómkerfi til að auka tónlistaráhuga unglinga). Núna starfar Knelluhljómsveit sem heitir Appolon. Hana skipa: Helgi Georgsson söngur og hljómborð, Halldór Svansson §ítar, Óskar Jónsson trommur og Elvar Rúnarsson söngur og bassi. Knellan er opin frá kl. 17-19 alla daga nema föstudaga, en þá em diskótek og er oft alveg feikna stuð (með rándýru ljósadóti). Við lánum síðan skólanum staðinn einu sinni í mánuði til að halda skóladiskótek fyrir 6-10 ára, 11-13 ára og 14-16 ára. Aðgangseyrir að Knellunni er enginn, en ágóði af sælgætissölunni er notaður til kaupa á ýmsum leiktækjum. Þegar við vissum að við ættum að skrifa um Knelluna í Skinfaxa fórum við á stúfana og spurðum nokkra krakka um álit þeirra á staðnum. Hér koma nokkur svör: "Mér persónulega finnst þetta þrælgóð félagsmiðstöð, þó sérstaklega borðtennisið og það mætti vera borðtennismót á næstunni eins og í fyrra" Þetta hafði ein stúlka að segja. Heyrum álit næsta. "Knellan er frábær!! Ég kæmist ekki af án hennar, maður myndi drepast yfir skólabókunum og uppvaskinu, maður kemst yfirleitt í gott skap að koma hingað. En það mættu fleiri sækja staðinn á kvöldin, það sést greinilega hvaða áhrif hann hefur og ef Knellan hætti myndu allir krakkamir þyrpast í hópum á sjoppuna AFTUR". Og síðasta manneskjan sagði: "Ballskákin er best, hún hefur mikið batnað síðan við fengum nýja borðið. Þessi félagsmiðstöð hefur mikið bætt staðinn og mér finnst miklu skemmtilegra að búa hér síðan hún kom". Það er auðheyrt að krakkamir eru ánægðir yfir félagsmiðstöðinni. Við Knelluna eru 2 fastráðnir starfsmenn þeir Guðmann og Þórhallur, sem varla geta sest niður fyrir annríki. Þessi félagsmiðstöð á þeim mikið að þakka. Við gætum ekki fengið betri umsjónarmenn. Þá vinna 8 krakkar við hana líka, tveir plötusnúðar þau Þómnn Hrefna og Óskar, fjórir afgreiðslumenn í sjoppunni þau Rósa Björg, Helgi, Björgvin og Fjóla og svo tveir ritstjórar til málamynda, þeir Jón Símon og Jóhann (en á næsta ári ætlum við að gefa út blað). Ef Knellan væri ekki þá væri þetta dauður bær. Lengi lifi KNELLAN OKKAR!! Rósa Björg Jónsdóttir nemandi í 8. bekk 7 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.