Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 8
"Lét hann æfa í sturtu"
Spjallað við Atla Eðvaldsson knattspymumann
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Það hefur lengi tíðkast á íslandi að fara í víking til
annarra landa, en nú á seinni öldum ekki til að gera
strandhögg að fornum sið heldur gera það gott á
ýmsum sviðum eins og í tónlist og svo íþróttum. í dag
eigum við íslendingar marga íþróttamenn sem búa á
erlendri grund og keppa með liðum þar í hinum ýmsu
íþróttagreinum, þó eru flestir í knattspyrnu og
handknattleik. Einn þeirra er knattspyrnumaðurinn
Atli Eðvaldsson sem er fyrsti íslendingurinn sem
spilaði í V-Þýsku Bundesligunni, hann hefurleikið með
þremur liðum á þeim sex árum sem hann hefur verið í
Þýskalandi. Ritstjóri Skinfaxa heimsótti Atla og
fjölskyldu nú fyrir skömmu þar sem þau búa í
Dusseldorf og spjallaði stuttlega við hann um
knattspymuferil hans.
- Hvenær byrjaðirðu að stunda íþróttir?
Það má segja að ég hafi fæðst inni í þær,
því bæði pabbi og mamma voru mjög
mikið í íþróttum og svo var Búbbi
bróðir í Val. Þannig að það kom ekkert
annað til greina en að ég færi í
íþróttimar.
- Gekkstu þá strax í Val?
Nei! þegar við fluttum í Miðtúnið gekk
ég í Ármann og var með þeim í eitt og
hálft ár, ég held ég hafi verið um 11 ára.
Síðan fór ég í Val þegar ég var kominn
upp í 4. fl. og var með þeim þangað til
ég fór hingað út.
- Þú vannst marga titla með Val íyngri
flokkunum.
Já! yfirleitt unnum við íslandsmótið
þegar ég var á seinna ári í hverjum flokk.
En við unnum nú flest mót á þessum
árum því við vorum með mjög gott lið
gegnum alla yngri flokkana. í því voru
m.a. Guðmundur Þorbjömsson, Albert
Guðmundsson, Pétur Ormslev og svo
náttúrlega ég. Þannig að þetta var mjög
sigursælt lið og mjög sterkt, því þessir
sem ég nefndi áðan hafa allir farið í
atvinnumennsku um lengri eða skemmri
tíma.
- Hvenær knýrðu svo dyra hjá mfl. ?
Sumarið 1973 er ég var á seinna ári í 3.
fl. unnum við öll mót hér heima bæði
innan húss og utan, og svo alþjóðlegt
mót í Danmörku. Svo árið eftir er ég var
kominn upp í 2. fl. tók Youri Ilitchev
okkur nokkra inni í hópinn hjá mfl. og
við Gummi Þorbjörns komum inná í
fyrsta leik á móti KR.
- Var ekki fyrsta snerting þín við boltann
íleik með mfl. eftirminnileg?
Jú heldur betur því ég skoraði með
þrumuskoti upp í vinkilinn og jafnaði
leikinn 2-2. Eftir að ég skoraði þetta
mark var léttara fyrir mig að halda mér í
liðinu, en Gumrni Þorbjörns komst ekki
alveg inni í þetta strax. Svo árið eftir
1975 verða kynslóðaskipti í mfl. og þá
koma fleiri strákar inn eins og Albert
Guðmundsson, Maggi Bergs og svo
Gummi, og eftir það einn og tveir á
hverju ári.
- Þú lendir þá strax er þú kemur í mfl.
undir handleiðslu Youri?
Já það má eiginlega segja það.
- Var það ekki mjög gott?
Jú! því kallinn er klassi. Hann kann
mikið og er með ódrepandi áhuga á
knattspyrnu, en hann þarf tvö til þrjú
Atli ásamt syni sínum Agli.
tímabil til að ná öllu út úr þeim
mannskap er hann hefur. Hann var á
mjög góðum tíma hjá Val því hann var
með rétta fólkið þ.e. 17-19 ára stráka,
t.d. var hann yfirleitt með okkur á 3ja
tfma æfingum á hverjum degi. Það þurfti
að stoppa hann af annars hefði hann
haldið áfram til miðnættis með
æfingamar frá kl. 18.oo, hann hafði svo
mikinn áhuga á þessu og gaman.
- Er hann kannski með þeim betri er þú
hefurhaft?
Já það má eiginlega segja það, fyrir
svona félag eins og Val er hann mjög
góður að vinna með bæði fyrir mfl. og
ekki síður þá yngri, en hann þarf langan
undirbúning. T.d. eftir að hann var búinn
á æfingu hjá mfl. keyrði hann upp á
Laugarvatn og þjálfaði 4. og 5. fl. sem
voru þar í æfingabúðum.
- Þú lærðir meir af Youry en knattspymu
er það ekki, kenndi hann þér ekki
eitthvað írússnesku?
Jú hann kenndi mér eina setningu í
8
Skinfaxi 2. tbl. 1986