Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 9

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 9
níssnesku, svo einhverju sinni er við vorum að keppa austan tjalds ætlaði ég að fara að kalla þetta upp, en þá bað kallinn mig í guðanna bænum að gera það ekki. Því þessi setning var eintóm blótsyrði og hann vildi nú ekki að við lentum í fangelsi fyrir þessa tungumálakennslu sína. - Þú lékst einhverja unglingalandsleiki. Jú ég lék nokkra, í fyrsta skipti á móti írum, en við töpuðum bæði hér heima (2-0 ) og úti (3-1). Og var það synd því þetta lið var mjög sterkt, og ég hugsa að ísland hafi aldrei átt eins sterkt lið á pappírunum, en undirbúningur var mjög stuttur og lítill. Stór hluti leikmanna í þessu liði fór svo í atvinnumennskuna. - Upp úr þessu kemstu svo í A-landsliðið. Já! þegar ég var 19 ára, við Janus komum báðir inn í liðið á móti Noregi. - Hver varþá þjálfarí? Það var Tony Knapp. • Hvemig var hann? Mér líkaði vel við Tony, hann hafði mjög gott lag á að rífa lið upp og koma hlutum í lag á stuttum tíma. En ég hef ekki haft hann sem þjálfara í lengri tíma þ.e. heilt tímabil samfellt. Hann kom utönnum í skilning um að vinna rétt og skapaði mikla stemmningu fyrir leiki. ' Þú ertþá búinn að vera ílandsliðinu í 10-11 ár. Já! maður er orðinn svo mikill kall, orðinn hundgamall. En ég hef síðustu 5-6 árin bara spilað svokallaða stigaleiki þ.e. í Evrópu- og Heimsmeistarakeppni. ' Þú varst í fleirí íþróttum hér áður en bara knattspymunni. Jú maður snerti á sem flestu, t.d. fórum við Gummi Þorbjöms á æfingu hjá 2. fl. { leíknum við Atletico Madrid í Evrópu bikarkeppninni. Skinfaxi 2. tbl. 1986 í handbolta til að stríða Sigga Dags sem var þjálfari, en vorum það góðir að við komumst í liðið, enda sýndum við snilldartakta. í þeim flokki var þá t.d. Pétur Guðmundsson körfuknattleiks- maður, þannig að meðalhæðin var nokkuð há en Bjami Guðmundsson dró hana aðeins niður. Hann lék þá líka með mfl. en við Gummi fórum aldrei svo langt í þessu. - En þú ferð svo að stunda blak er þú hefurnám við íþróttakennaraskólann. Já þá byrjaði ég að læra blak. - Er það þá ekki nokkuð skjótur frami og miklar framfarir að verða svo meistarí strax næsta vor? Jú jú! ég held að ég hafi stysta og skjótasta frama sem nokkur hefur náð í blaki á íslandi. Leifur Harðar hafði mikla þolinmæði í að kenna mér blak, og er ég viss um að ég hefði komist í landsliðið hefði ég ekki farið strax út eftir skólann, en þá var Leifur orðinn landsliðsþjálfari. f"Já ég varí ungmennafélagi” j - Þú hefur þá verið félagi í ungmennafélagi? Já já! ég lék með Umf. Laugdæla bæði í blaki og í körfu, þannig að ég hef verið í Ármanni, Val og Laugdælum fyrir utan félögin héma útí. - Svo kemur atvinnumennskan. Já eftir fyrstu landsleikina byrjaði maður að heyra um að félög væm að fylgjast með okkur. Það er þó ekki fyrr en 1980 að ég fer að hugsa alvarlega um það að komast í atvinnumennskuna, því það ár lauk ég námi á ÍKÍ, en ég hafði einsett mér að hugsa ekki um þetta fyrr. Þegar þú varst á ÍKÍ var oft veríð að hafa samband við ykkur Sigurlás. Já það var verið að hringja annað slagið og spyrjast fyrir um okkur og svo voru blöðin stundum að segja frá félögum er hefðu áhuga á okkur. Ég man einu sinni eftir að það var hringt á heimavistina og spurt eftir mér en þar sem ég var ekki inni var beðið um Sigurlás og fór hann í símann. Þá var í símanum einhver aðili sem sagðist vera frá þekktu félagi í Belgíu og vildi endilega fá okkur Lása út til að sjá okkur. Hann sagðist senda okkur farmiða eftir nokkra daga ásamt fleiri upplýsingum. Ef ég man rétt þá kom þetta í blöðunum heima, en ekki komu miðarnir né upplýsingarnar. Seinna frétti ég að þarna hafi verið þekktur blaðamaður að gera at í okkur Þrír fjórðu af fjölskyldunni þ.e. frá vinstri Steinunn Guðnadóttir kona Atla, Atli og Egill sonur þeirra. Á myndina vantar dótturina Sif. Hundurínn er í eigu Lárusar Guðmundssonar félaga Atla hjá Bayer Urdingen. Lása. Ég verð að segja að þetta er nú frekar lágkúrulegur húmor að vera að gera svona. - Þú ferð svo íjúni 1980 til Dortmund. Já! en áður hafði ég farið um páskana til að skoða aðstæður og sýna hvað ég gætí. Ég var í nokkuð góðu líkamlegu formi en hafði ekki spilað fótbolta í 7-8 mánuði, þannig að ég var ekki í neinni leikæfingu. En þetta gekk mjög vel á prufuæfingunni bæði í sprettum og svo á skotæfingunni þar sem allt gekk upp, því ég negldi boltanum hvað eftir annað í vinklana og bláhornin. í skallaæfing- unum hafði ég mikla yfirburði og hafa blakæfingamar eflaust hjálpað mér mikið því ég stökk miklu hærra en hinir og hirti alla bolta. Eftir þessa prufuæfingu skrifaði ég undir samning við Dortmund og fór svo alfarinn út í júni. Það var mjög gott að koma strax í byrjun tímabils og kynnast þessu öllu áður en sjálft keppnistímabilið hæfist. Nei ég lenti ekki í neinum sérstökum tungu- málaerfiðleikum í byrjun, ég hafði lært þýsku í tvo vetur í Versló og það var mesta furða hvað maður mundi af því. Svo kom þýskan mjög fljótt því ég varð að einbeita mér að henni til að geta skilið það sem átti að gera á æfingum og í leikjum. 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.