Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 13
NSU 40 ára frá afmælisþingi NSU í apríl s.l. Texti og myndir: Guðmundur Gíslason Hvað er NSU spyija eflaust margir, en því er til að svara að NSU eru heild- arsamtök ungmennafélaga á Norður- löndum. Þessi samtök voru 40 ára nú í aprfl s.l. en þau voru stofnuð 1946 í Sanga-Saby sem er nálægt Stokkhólmi, þar var haldið upp á 40 ára afmælið um daginn. Þau lönd sem eiga aðild að NSU eru nú ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og svo bættust Færeyjar í hópinn á þessu afmælis- þingi, auk þess eru Álandseyjar með óbeina aðild. Alls eru í þessum sam- tökum um 1,5 milljón félaga, en þar munar mest um DDGU í Danmörku sem hefur um 900.ooo félaga. Eftir að afmælisþinginu lauk var hátíð- ardagskrá þar sem fluttar voru ræður og bók með 40 ára sögu NSU var kynnt. Þá afhentu fulltrúar aðildarsamtakanna HSU gjafir og afhenti Pálmi Gíslason formaður UMFÍ formanni NSU Svend Aage Hansen fánastöng með fána UMFÍ og gestabók. Að þessu loknu var boðið til kvöld- verðar þar sem einnig voru fluttar ræður og afhentar gjafir. Eeir sem vilja eignast afmælisbók NSU geta haft samband við skrifstofu UMFÍ. Pálmi Gíslason form. UMFÍ afhendir Svend Aage Hansen formanni NSU gjöf frá UMFÍ. Þátttakendumir á námskeiðinu og afmæli NSU. Henry hættir Pálmi Gíslason form. UMFÍ afhendir Hertry Gustafsson smá gjöf frá UMFÍ Á afmælisþingi NSU tilkynnti Henry Gustavsson að hann myndi nú hætta sem forystumaður í sínu sambandi þ.e. 4H í Finnlandi. Að því tilefni voru honum þökkuð mikil og góð störf innan NSU með ósk um gæfu og gengi. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ afhenti Henry smá gjöf frá UMFÍ fyrir mjög gott samstarf, en Henry hefur alltaf verið mjög hjálplegur og vinveittur UMFÍ í gegnum tíðina. Hann getur meira að segja lesið smávegis í íslensku, og les hann stundum Skinfaxa. Skinfaxi 2. tbl. 1986 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.