Skinfaxi - 01.04.1986, Side 14
[p CD [p [p ÍT © 33 a
"Spilum ánægjunnar vegna"
Spjallað við meðlimi Bítlavinafélagsins
Texti: Krístján Krístjánsson
Bítlavinafélagið!! Það eru eflaust margir sem hafa heyrtþað nefnt, en
kannski ekki allir sem vita hvað það er. Poppfaxi ákvað að upplýsa
málið og boðaði meðlimi "Bítlavinafélagsins" á Borgina, og undir 5
lítrum afkaffi upplýstu þeir fyrir lesendur "Skinfaxa" hverjir þeir
væru og hvað þeir ætla að gera.
BÍTLA VINAFÉLA GIÐ
í Bítlavinafélaginu eru fimm
meðlimir. Það eru: Rafn Jónsson sem
lemur á húðir í gríð og erg. Jón
Ólafsson sem slær á svartar nótur og
hvítar auk þess sem hann þenur
raddböndin (og tekur áhorfendur stundum
í danskenn- slu). Stefán Hjörleifsson
sem spilar á gítar og syngur. Eyjólfur
Kristjánsson sem spilar líka á gítar og
syngur (og þeir deildu um hvor væri
betri). Og síðast en ekki síst, Haraldur
Þorsteinsson sem plokkar á bassa og er
aldursforseti félagsins, og gerir allt sem
hann getur til að passa að strákamir fari
sér ekki að voða. Allt eru þetta
landskunnir menn að eigin sögn.
- Afhveiju var Bítlavinafélagið stoíhað?
Stefán: Ja, þetta byijaði með því að
Jón hringdi í mig einn góðan veðurdag
og sagði að það vantaði hljómsveit til
að spila undir hjá kór Verslunarskólans,
og við söfnuðum saman þessum mætu
mönnum hér við borðið og stofnuðum
hljómsveit til að spila undir hjá
kórnum. Næsta skref vað að hann
Eyjólfur hringdi, og var þá kominn með
annað verkefni sem var "Lennon-kvöld"
á Gauk á Stöng. Og þannig hlóð þetta
allt saman utan á sig, og það endaði
með að við vorum komnir með 70 laga
prógram, og hreinlega neyddumst til að
halda áfram. (stunur við borðið)
- Hvað ætlið þið að spila lengi saman ?
Jón: Við ætlum að spila saman í
sumar, og þá aðallega út á lands-
byggðinni.
Stefán: Já, við erum búnir að spila á
flestum stöðum hér í borginni, og
finnst kominn tími til að landsbyggðin
fái að njóta okkar.
Jón: Við hættum svo í haust, þá fer ég
út að læra.
Allir: Og við bíðum spenntir eftir
þeim degi.
Jón: Ég verð nú að lýsa aðdáun rninni
yfír því að strákamir þora að spila með
mér. Og svo seinna í sumar ætlum við
að gefa út fjögurra laga "Mono" plötu.
TÓNLISTARFERILLINN
Svo við snúum okkur að öðru,
hvemig stóð áþví að þið leiddust inná
tónlistarbrautina?
Jón: Ég er kominn af tónlistar-
fjölskyldu. Pabbi spilaði á gítar og
mamma á píanó, þannig að það gaf
augaleið að ég myndi byrja að fikta á
hljóðfæri fyrr eða síðar. Og ég byijaði
að fikta á píanó, og fór svo að læra fyrst
hjá Þorsteini Haukssyni sem var í hinni
landsfrægu hljómsveit "Töturum".
Síðan lá leiðin í Tónlistarskóla Kópa-
vogs, og loks tvö ár í F.Í.H. Svo er ég
á leiðinni til Hollands í haust að læra.
Ég byijaði ekki að spila í hljómsveitum
fyrr en ég var 17 ára. Þá spilaði ég með
"Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar" á
Hótel Sögu. Hann kenndi mér ýmislegt
sem ég hef reynt að komast hjá því að
nota. Síðan stofnuðum við Stefán
hljómsveit í Versló, sem hét "Fjórir
strákar af Grundarstíg". Síðan komu
"Bringuhárin, Toppmenn, Töfraflautan,
Possibilles" og loks Bítlavinafélagið.
Eyjólfur: Ja, ég kann nú bara ekkert
að spila. Mér hefur alltaf dreymt um að
verða poppstjama. Og ég er alveg viss
um að ég á eftir að verða það einhvem
daginn. Það er bara verst hvað ég er
hóvær. Ég er sennilega hógværasti
maðurinn á íslandi. En ég byijaði fyrst
að spila á gítar í sveitinni. Þá kenndi
frændi minn mér tvö grip á gítar, og ég
hefþróaðþau grip með mér síðan.
Þá var Eyjólfur spurður um það
hvenær hann spilaði fyrst opinberlega,
og viti menn, allir hinir meðlimir
Bítlavinafélagsins lögðust undir borð af
hlátri.
Eyjólfur: Manstu eftir "Texas-tríó-
inu"? Þegar að kúrekabylgjan lagðist
sem mest yfir landið í kjölfar
kvikmyndarinnar "Urban Cowboy", þá
var stofnað í Óðali "Texas-trfóið". Það
var kallað "Stund í stiganum". Þá
stóðum við í stiganum í Óðali með
kúrekahatta og í röndóttum skyrtum, og
spiluðum fyrir fólk. Ha ha ha, það var
nú meiri vitleysan. Síðan var "Hálft í
hvom" stofnað og ég spilaði með þeim
í fimm ár. Og nú er það Bítla-
vinafélagið. Og ég vil gjaman láta það
koma fram að ég er stoltur að spila með
þessum strákum. (Lesendur geta
ímyndað sér viðbrögð hinna)
14
Skinfaxi 2. tbl. 1986