Skinfaxi - 01.04.1986, Side 17
Fréttir frá Umf. Skafta
Texti: Ragnheiður G. Júlíusdóttir
Umf. Skafti er sameiginlegt félaga íbúa
í Álftaveri og Skaftártungu. Félagið var
stofnað árið 1971. Lengst af var starf-
semi þess með ágætum og á tímabili
var mikill áhugi hér fyrir íþróttum og
félagar voru mjög virkir í þeim. En svo
var eins og botninn dytti úr starfsemi
Skafta fyrir 4 árum eða svo. Má segja
að síðan hafi lítil sem engin starfsemi
verið hjá Umf. Skafta. Því var brugðið
á það ráð að reyna að endur- vekja
félagið með formlegum endurreisnar-
fundi 22. feb. s.l. Á þeim fundi var m.a.
kosin ný stjóm í félagið og um leið var
stjómarmönnum fjölgað úr 3 í 5.
Fyrsta verkefni stjómarinnar var
samning nýrra laga fyrir félagið, því
einhverra hluta vegna höfðu upphafleg
lög félagsins tapast. Hin nýju lög vom
síðan lögð fyrir félagsfund sem haldinn
var fimmtudaginn 27. mars s.l. og
samþykkt þar.
Á félagsfundinum var að sjálfsögðu sitt-
hvað rætt um starfsemina í sumar, svo
sem eins og íþróttamál, aðstöðu o.m.fl.
í þeim dúr. Á sínum tíma hafði félagið
smá aðstöðu til íþróttaæfinga en nú er
sú aðstaða ekki fyrir hendi lengur og því
ekki bjart útlit í þeim efnum fyrsta
kastið. En aftur á móti er nú komið í
gagnið nýtt og stórglæsilegt félags-
heimili, staðsett við Hemm í Skaftár-
tungu. Er það engin spuming að sú
aðstaða sem þar er fyrir hendi mun verða
rnikil lyftistöng fyrir starfsemi allra
þeirra félaga sem starfandi eru hér á
þessu svæði og þar á meðal Skafta, og
þá ekki síst yfir vetrarmánuðina.
Félagatala Umf. Skafta er ekki vitað um
með vissu þar sem endurskoða þarf
félagaskránna, en á sínum tíma voru
félagar á milli 40 og 50 þegar flest var.
Félagið stóð fyrir fjölskyldubingói 29.
mars s.l. þar sem margir góðir vinn-
ingar vom. Má til gamans geta þess að
Kaupfélögin í Vík og á Kirkjubæjar-
klaustri, verslunin Nýland h.f. í Vík og
svo bankarnir er hér þjóna í sýslunni,
gáfu flesta vinninganna og kunnum við
þeim bestu þakkir fyrir sýndan velvilja í
garð Umf. Skafta.
Helgina 7.-9. mars s.l. var haldið félags-
málanámskeið á vegum Umf. Skafta og
fréttabréfsins "Tungutals" sem er nýtt
fréttabréf í Skaftártungu og jafnframt
einkaframtak ungs bónda þar í sveit,
Brands Guðjónssonar í Hvammi. Þátt-
taka á námskeiðinu var ágæt miðað við
fólksfjölda hér í sveitum, þ.e. 13 þátt-
takendur. Leiðbeinandi var Sæmundur
Runólfsson frá Vík. Námskeiðið tókst
í alla staði vel, að mestum hluta var
farið í starfsemi félaga og uppbyggingu
þeirra, fundarsköp, ræðumennsku og
hópstarf. Síðasta dag námskeiðisins var
bryddað upp á nýjung þar sem allir
þátttakendur fluttu mál sitt fyrir framan
myndbandsupptökutæki og í lok nám-
skeiðisins var það síðan skoðað í
sjónvarpi, flestum til óblandinnar
ánægju. Kunnum við Sæmundi Run-
ólfssyni bestu þakkir fyrir gagnlegt og
skemmtilegt námskeið.
Stjórn Umf. Skafta skipa
nú:
Ragnheiður G. Júlíusdóttir form.
Róbert Siguijónsson ritari
Brandur Guðjónsson gjaldkeri
Jóhannes Gissurarson meðstj.
Sigfús Sigurjónsson meðstj.
F.h. Umf. Skafta
Ragnheiður G. Júlíusdóttir
Félagsvinurinn
í Öræfum var gefið út blað í 25 ár eða frá 1937 til 1962 sem
hét Félagsvinurinn. Blað þetta var handskrifað í stílabækur
og kom út þrisvar sinnum á ári. Komu alls út 67 blöð á
þessum árum, en Páll Þorsteinsson alþm. byrjaði útgáfu
þessa og sá um hana fyrstu 5 árin. Þorsteinn Jóhannsson
kennari tók við af Páli og sá um hana það sem eftir var eða
í 20 ár. Þessir tveir menn sáu að mestu um að rita í blaðið
jafnframt því sem þeir fengu sent efni í það, og var
Sigurður Bjömsson á Kvískerjum duglegur við að skrifa í
það.
Skinfaxi 2. thl. 1986
17