Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 19
Köst Sem fyrr er árangur kastara frekar góður. Sérlega er árangur spjótkastara góður með Einar í fararbroddi. Bæði Sigurður Matthíasson og Unnar Garðarsson köstuðu yfir 70 m. í sumar og geta báðir náð langt ef þeir halda sig við efnið. Árangur í kringlukasti og kúluvarpi var svipaður og í fyrra og lítið um stórar bætingar. Árangur í sleggjukasti Var hins vegar frekar lélegur. Aðalsteinn Bemharðsson UMSE nú KR Stökk Líklega er best að segja sem minnst um þessar greinar. Einna helst er þó hægt að geta árangurs í langstökki, þar eru nokkrir ein- staklingar sem án efa eiga eftir að bæta sig verulega. Um hástökkið og þrístökkið gildir hins vegar reglan um að fæstir bæta sig eitthvað að ráði án þess að æfa. Svo enn um stund verðum við líklega að búa við það ástand að eiga í þeim greinum (hást.-þríst.) nokkra unga og efnilega sem síðan ekkert verður úr. Þó vonar maður alltaf að einn slíkur taki sig til og fari að hugsa og síðan í framhaldi af því að æfa. Tugþraut Eftir því sem ég kemst næst var Auðunn sá eini sem lauk einni slíkri á úrinu. Er vonandi að hann láti engan bilbug á sér finnast og haldi ótrauður áfram. KONUR Spretthlaup Svanhildur hafði algera yfirburði í spretthlaupunum á árinu. Náði hún að bæta sig verulega í 100 m. 200 m. og 400 m. hlaupum. Þó aðrar standi nokkuð langt að baki um þessar mundir eru þó nokkrar sem munu án efa láta frekar að sér kveða á næsta ári. Tel ég að í þessum greinum kunni að leynast hvað mestur vaxtarbroddur um þessar mundir. Millivegalengdir Hér var Unnur áberandi best. Að öðru leyti er lítið um athyglisverða hluti nema ef vera skildi góður árangur þeirra Ingibjargar og Birgittu í 800 m. Grindahlaup Árangur í þessum greinum er fremur dapur en þó líklega eitthvað á uppleið. Boðhlaup Sveit UMSK náði viðunandi árangri í boðhlaupum, svo og sveit HSK. Önnur félög stóðu þeim langt að baki. Köst Nokkuð þokkalegur árangur náðist í köstum. En sem fyrr ber mest á íris Grönfeld sem stefnir ótrauð á 60 m. markið. Soffía er best í kúlu og Guðbjörg Gylfadóttir bætti sig mikið og sækir stíft á. Már Hallgrímsson UMFK Birgitta Guðjónsdóttir HSK Stökk Ekki er hægt að segja annað en að mjög góður árangur hafi náðst í langstökki. Kom þar aðallega til stórmikil bæting þeirra Ingibjargar og Birgittu. Ef heldur sem horfir gætu 6 m. stökk verið á færi nokkurra þessara stúlkna strax á næsta ári. Inga ölfarsdóttir náði bestum árangri í hástökki. Annars var árangur þar ekki nógu góður. En eins og annars staðar nóg af efnum sem þarf að skóla til. Unnur Stefánsdóttir HSK 7þraut Enn sem fyrr voru það þær Ingibjörg og Birgitta sem bestum árangri náðu. Árangur þeirrar síðamefndu er nokkuð góður og báðar geta þær meira. NIÐURLAG Eins og í upphafi sagði, er mikið um sömu nöfn og svipaðan árangur frá einu ári til þess næsta. Hvað seinni hluta fullyrðingarinnar varðar er einungis hægt að ráðleggja íþróttafólkinu að setja sér hærri takmörk og æfa síðan í samræmi við það. Er vonandi að þeir sem eru á listanum er fylgir þessum ráðleggingum, og einnig þeir sem ekki komust þar á síðastliðnu ári, verði þar á því næsta. Skinfaxi 2. tbl. 1986 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.