Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 23

Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 23
"Heilbrigt líf - hagur allra" fréttatilkynning frá Trímmnefnd ÍSÍ í tilefni af heilbrigðisári Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og átaki heilbrigðisráðuneytisins hér á landi gegn hreyfingarleysi, hefur trimmnefnd ÍSÍ ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og freista þess að sameina starf frjálsra félagasamtaka um að bjóða öllum lands- mönnum til hollrar hreyfingar dagana 20. 21. Og 22. júní n.k. undir kjör- orðunum "Heilbrigt líf - hagur allra" Föstudagurinn 20. júní verður tilein- kaður leikfimiiðkun og mun Fimleika- samband íslands annast allan undir- búning á því sérsviði. Laugardagurinn 21. júní verður síðan dagur sundsins í umsjón Sundsambands íslands hvað varðar faglegan undir- búning. Sunnudagurinn 22. júní verður svo auðvitað dagur gönguferða, skokks og útivistar. Allir geta fengið sér hressandi gönguferð í tilefni dagsins eða tekið þátt í skokki ákveðna vegalengd eftir getu, leiðbeinendur munu verða til aðstoðar á vegum Fijálsíþróttasambands íslands. Göngudagur fjölskyldunnar sem UMFÍ hefur gengist fyrir árlega fellur á þennan dag og ungmennafélögin um land allt drífa fólk til fjalla. Þá munu Ferðafélag íslands og Útivist bjóða upp á fjölbreytt úrval skoðunar- ferða í nágrenni Reykjavíkur án endur- gjalds. Því er beint til allra félaga, klúbba og samtaka í landinu að þau skipuleggi þátttöku í einhverri mynd eða í það minnsta taki undir kjörorð Sameinu- þjóðanna og hvetji sína félaga til að vera með í hollri hreyfingu dagana 20. 21. og 22. júní n.k. Því er einnig beint til allra trimmara í landinu að þeir bjóði með sér a.m.k. einum sem væri hreyfingar þörf einhvem fyrmefiidra daga. Trimmdagar "86 Holl hreyfing er öllum nauðsynleg, hún er ekki aðeins lykill að betri heilbrigði líkamlega heldur jafnframt mjög mikil- væg fyrir andlegt jafnvægi og vellíðan. Fjöldi fólks stundar íþróttir í einhverri mynd og hreyfir sig reglulega, annar stór hópur hreyfir sig stundum en tilviljanakennt og köflótt, er sú hreyfing oft bundin við árstíma en stærsti hópurinn hreyfir sig alltof lítið og sjaldan á reglubundinn hátt. Það eru engin forréttindi að stunda holla hreyfingu því allir geta fundið sér aðferð sem hvorki útheimtir mikinn tíma, kostnað né mikið álag. Besti kosturinn er t.d. ganga eða sund með miðlungs- álagi. Kröfur um betri tíma eða röð svo sem gildir í keppni eiga lítið skylt við þá hollu hreyfingu sem nægir til að bæta heilsuna og finna til aukins þreks. Fólk á miðjum aldri og eldri borgarar ættu sjálfgefið að tryggja líkama sínum reglubundna hreyfingu og tengja hana hollum matarvenjum og heilsusamlegu lífemi. Það er engin afsökun að segjast ekki hafa tíma því ein vika hefur að geyma 336 hálftíma svo það sér hver maður að þrátt fyrir 30 mínútur til hollrar hreyf- ingar fjórum sinnum í viku verða samt 334 hálftímar eftir. Það þýðir heldur ekki að segjast vera of gamall eða of gömul því þess meiri er ástæðan til að stunda holla hreyfingu, seinka öldrun og skapa sér ánægju og vellíðan. Sama má segja um þá sem telja sig of þreytta og stressaða þegar heim kemur úr vinnunni. Ekkert er betra til að losa um andlega og sálræna spennu en einmitt líkamleg útrás að ekki sé talað um líkamlega endumæringu. Ef um bakverki er að ræða eða annað sem hindrað getur þátttöku einstaklings í t.d. ákveðinni íþróttagrein er um að gera að leita til lækna og sjúkraþjálfara og fá leiðbeiningar um æskilegustu aðferðina til þjálfunar. Ungmennahreyfingin á íslandi er Qöldahreyfing sem setur hag lands og lýðs í öndvegi. Þess vegna er það verðugt verkefini að starfa myndarlega að undirbúningi og framkvæmd Þjóðar- átaks gegn hreyfingarleysi á Jónsmess- unni undir kjörorðunum "Heilbrigt líf - haguralka". Islandi allt Hermann Níelsson Frá göngudegi fjölskyldunnar í Bitrufirði 13. júní 1983 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.