Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1986, Page 29
Hvað er til ráða? Aukin fræðsla meðal unglinga er nauðsynleg. Viðhorf til reykinga þurfa að breytast enn meira en orðið er. Koma þarf þeim hugmyndum inn hjá unglingum, einkum stúlkum, að það er ekki fínt að reykja. Réttur þeirra sem ekki reykja verður að aukast, nú þegar hættan af óbeinum reykingum hefur orðið ljós. Kvennasamtök verða að vakna og sjá þennan skaðvald í réttu ljósi, ósið sem veldur konum, bömum þeirra, fjölskyldum og vinnufélögum óþægindum, sjúkdómum og mörgum þeirra dauða um aldur fram, verði ekkert að gert. Sveinn Magnússon læknir er sérfræð- ingur í heimilislækningum og starfar á Heilsugæslunni í Garðabæ. Hann er í stjórn Læknafélags íslands og formaður RÍS 2000 Heitirhann ekki.... í úrslitakeppni spurningakeppni UÍA þar sem kvenn- félögin kepptu, var ein spurningin þessi "Hvað heitir ritstjóri Skinfaxa málgagns UMFÍ?" Er spyrjandi var búinn að spyrja eitt liðið þessarar spurningar og konurnar urðu mjög hugsi bætti hann við " hann er mikið glæsimenni" stóð ekki á svarinu "Er það ekki Pálmi Gíslason" því er við að bæta að Pálmi hafði flutt gamanmál í hlé og konumar því munað vel eftir honum. Knattraksleikur strákar í Umf. Austra á Eskifirði rekja bolta frá Reyðarfirði til Eskifjarðar Nú fyrir skömmu efndi knattspymuráð Umf. Austra á Eskifirði til knattraks frá Reyðarfirði til Eskifjarðar en það er um 15 km. Fór þetta fram á sumardaginn fyrsta í blíðskapar veðri og tókst með miklum ágætum. Vom það piltar í 4. fl. sem röktu knöttinn á milli sín þessa leið og voru ekki nema eina kls. og tuttugu mínútur að því. Tilgangurinn með þessu var að safna peningum fyrir knattspymuráð, en bæjarbúum var gefinn kostur á að heita á piltana með ákveðinni upphæð fyrir hvem km. Tóku bæjarbúar vel í þetta og hétu margir á piltana. Myndina hér fyrir ofan af piltunum tók Emil Thorarensen fréttaritari DV á Eskifirði eftir að þeir komu í mark. Ritnefnd UMFJ þingar Eftirfarandi vísa varð til er ritnefnd afmælisblaðs Umf. Jökuldælinga var á ritnefndarfundi. Þriggja manna nefndin þingar þrautir ýmsar vinnur. Fylgdarliðið, fáráðlingar flatmagar og spinnur. Gréta og Kidda Sundþjálfari Umf. Afturelding Mosfells- sveit leitar nú eftir sund- þjálfara til starfa við sund- laugina að Varmá í sumar og fram að Landsmóti UMFÍ á Húsavík 1986. Þeir sem áhuga hafa á þessu tali við Hafstein Pálsson í símum 91-83200 eða 91-6661247 Skinfaxi 2. tbl. 1986 29

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.