Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1986, Blaðsíða 32
Jafnrétti eða hvað? Myndir Myndasafh Skinfaxa Eitt af megin markmiðum ungmenna- félagshreyfingarinnar hefur verið frá upphafi, að rækta mannfólkið til átaka og góðra verka fyrir samfélagið. Ýmsir leiðtogar hreyfingarinnar hafa kallað þetta "Aleflingu einstaklingsins" þ.e.a.s. að starfið innan hreyfingarinnar og öll þjálfun hefur miðast við það að ná sem mestu, og bestu út úr hvetjum og einum, enda verkefnaskráin fjölþætt, og sömuleiðis störfin sem viðkomandi einstaklingar koma síðar til með að vinna fyrir þjóðfélagið. —0— Með hliðsjón af framansögðu veldur það ýmsum vonbrigðum, að jafnréttisbarátta síðustu ára hefur verið að taka á sig hinar furðulegustu myndir, og virðist nú helst stefna að því að draga þjóðina niður á algjört meðalmennskustig á ýmsum sviðum. Nú stendur baráttan ekki fyrst og fremst um jafnrétti kynjanna, sem var mjög tímabær og þörf umræða. Baráttan virðist snúast um það, að jafna allt út í eina flatneskju, engin má helst vera öðrum fremri, þrátt fyrir skýlausa verðleika, og eða aðstöðu á ýmsum sviðum. —0— Ýmsir halda því fram, að skólakerfið í landinu fari hér í fylkingarbrjósti, og vinni markvisst að því að steypa alla einstaklinga í sama mótið, og að því er virðist búa þannig til eina allsherjar hópsál, sem síðar mætti ef til vill stjóma eftir númerakerfi frá einu og sama tölvuborðinu. Þegar þetta er skrifað ríkir raunar hálfgert upplausnar- ástand í sumum skólum landsins, því megin orka kennarastéttarinnar virðist fara í þeirra eigin kjarabaráttu, að sjálfsögðu til þess að freista þess að ná fram einhverskonar jöfnuði við aðrar stéttir, en þó fyrst og fremst innan fagfélaga stéttarinnar. Kennarastörfin eru jafnvel lögð til hliðar með skipulögðum hætti í vissum landshlutum, en baráttuaðferðin sem er umdeild, bitnar fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi, nemendum viðkomandi skóla. Kennarar mæta í skólann, en ekki til þess að vinna (kenna) heldur eins og sagt er, til þess að hugleiða eigin stöðu og funda um sín mál. Aðstandendur nemenda leyfa sér stund- um að hugsa til skólans sem vinnu- staðar, sem hann og raunar er fyrir nemendur jafnt sem kennara. Hvaða áhrif hafa þessar síendurteknu vinnustöðvanir hluta starfshópsins (þ.s. kennaranna) á þann hlutann sem verður að vinna, nemendur sem meiga ekkert missa úr, til þess að fylgja áfanga- kerfum, og eða til þess að ná settum markmiðum á menntabrautinni? Dæmi munu vera til um það, að röskun að þessu tagi hafi valdið því, að nemendur hafi gefist upp og hætt námi. Þá eru einnig dæmi um það, að nemendur hafi verið hvattir til þess að gefa opinberlega út stuðningsyfirlýs- ingar um bætt kjör kennurum til handa. Ekki er mér kunnugt um hversu ígrund- aðar slíkar yfirlýsingar hafa verið, en veit að margir nemendur una því illa að kennarar sitji í einskonar mótmæla- aðgerðum innan veggja skólans. Launa- Hafsteinn Þorvaldsson kjörin eru svo sjálfsagt ekki í neinu samræmi við álag og ábyrgð, frekar en hjá öðrum launastéttum í þessu blessaða landi. Það fer auðvitað ekki á milli mála, að vegna nálægðar nemenda við slíkar bar- áttuaðferðir, verða þeir oft fyrir ýmsum hápólitískum áhrifum, sem hlutdrægnis- laust gæti auðvitað verið hluti af þeirra námi, en vill miklu oftar valda veru- legum ruglingi og töfum á mennta- brautinni. —0— Eftir jákvæðar viljayfirlýsingar nemenda um bætt kjör kennara, eru þeir þ.e. nemendumir óspart studdir til magnaðra kröfugerða á samfélagið, sem á að heita jöfnuður til náms, án tillits til efnahags. Þar er eins og flestir vita, nr. 1 réttur á ódýru lánsfé, og jafnvel styrkjum, til vissra námshópa, að sjálfsögðu sam- kvæmt lögum, en í litlu samhengi við önnur efnahagsmál í landinu hverju sinni, þrátt fyrir stöðuga endurskoðun á lögum og reglugerðum. Maður skyldi nú ætla, að 50% til 70% hlutfall af sannanlegum framfærslukostnaði lán- þega væri talinn góður stuðningur, en svo er ekki. Það skal vera 90% til 100% ýmist í formi lána eða styrkja, og stundum fá námsmenn hvoru tveggja. Jafnréttið á þessum lánsfjármarkaði, felst svo auðvitað í því að allir fá lán, sem á annað borð eiga rétt á því vegna sinnar skólagöngu, burt séð frá efnahag foreldra, eða aðstöðu sem viðkomandi kynni að hafa útlátalítið hjá aðstand- endum í heimahúsum. Það eru hlutir sem tekur ekki að tala um, því jafnt skal það vera. Allt ætlar svo vitlaust að verða, ef forráðamenn þjóðarinnar leyfa sér að tala um spamað í þessu dæma- lausa kerfi. Menn setja upp spekings- svip og segja, menntun er það besta sem þjóðin getur fjárfest í, jafnvel þótt viðskiptafræðinemar og aðrir háskóla- nemar leiki sér að því að ráðskast með þetta fé í verðbréfa- og fasteignabraski, 32 Skinfaxi 2. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.