Skinfaxi - 01.04.1986, Side 33
eins og fullyrt er í fjölmiðlum og af
alþingismönnum á hinu háa Alþingi.
Óheilindi hinna pólitísku-afla í þjóð-
félaginu róa svo undir öllu saman, og
koma jafnvel í veg fyrir að hægt sé að
ná fram breytingum á kerfinu, bæði
rekstri þess, og útlánareglum.
—0—
Byggðastefna er áhugaverð hugsjón, en
hún segir ekki að öll landsvæði í okkar
stóra og söjálbýla landi skuli endilega
setin búandi fólki á líðandi stund.
Fjárhagslegar forsendur einar meiga þó
ekki ráða ferðinni, horfa verður til
félagslegra aðstæðna einnig, og ekki
verður komist hjá því að beina orkunni
að hagkvæmustu kostunum fyrst, enda
þótt aðrir kynnu að þurfa að bíða um
sinn. Framleiðslustjómun t.d. í land-
búnaði hlýtur að þurfa að draga mið af
landkostum, vegna hinna ýmsu fram-
leiðsluþátta, og sömuleiðis nálægðar
við helstu markaðssvæðin. Þannig
jafnrétti styð ég milli landshluta.
—0—
"Lífið býr í dölunum" segir gamalt
norskt málstæki. Auðvitað verður
engum meinað að búa á afskektum
stöðum við frumstæðar aðstæður, ef
menn kjósa endilega slíka búsetu. En
slík ákvörðun á að vera á ábyrgð
viðkomandi, bæði fjárhagslega og
félagslega, nema hún sé liður í
áformaðri og áður samþykktri byggða-
stefnu, og búsetuþróun, til þess að
koma í veg fyrir eyðingu byggða, sem
bíður upp á nýtingu auðlinda og góða
landkosti. Samtök áhugamanna um
jafnrétti milli landshluta styð ég, þau
eiga fullan rétt á sér, sem byggist m.a. á
því, að byggðastefna stjómvalda nú er
óskýr, tilviljanakennd, og nálgast beint
ráðleysi á stundum. Ég er sammála
þessum áhugamönnum um að þessar
línur þarf að skerpa, enn vara við
ofstæki, sem fengið gæti fólk uppá
móti félagsskapnum.
Trúlega verða sjónarmiðin margvísleg,
þegar kemur að því að forgangsraða
verkefnum, og beinum stuðningi við
einstök byggðarlög. Ofstæki gegn aðal-
stjómsýslumiðstöð Iandsins, höfuðborg-
inni Reykjavík, er álíka fáránlegt og að
vera á móti stjómsýslumiðstöðvum
héraðanna, það virkar á mig sem öfund,
skammsýni, og héraðarígur. Við
skulum í lengstu lög trúa því að við
getum byggt upp á einum stað, án þess
að rífa niður á öðmm. Þá skulum við
allavega að hluta til láta hagsýnis-
viðhorf njóta sín varðandi dreyfingu á
þjónustu, þannig verður hún mark-
vissari og betri.
—0—
Að sinni læt ég lokið þessum
hugleiðingum mínum um jafnrétti o.fl.
Ég veit raunar að margir eru mér
ósammála, það verður hinsvegar að hafa
það, þótt ég nái ekki allsherjar jöfnuði
við samborgara mína á þessum sviðum.
Ég mun alla tíð styðja sanna jafnaðar-
mennsku, en mun áfram verða á móti
alhæfingu meðalmennskunnar.
Hifsteinn Þorvildsson
Til að forðast misskilning skal það tekið fram að
greinarhöfundur setur bér fram persónuleg sjónarmið
sín, en ekki stefnu blaðsins, né stjómar UMFÍ.
Ritstjóri
FERÐAFOLK ATHUGIÐ
Verslum með allar
avörur í
nauð synj
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga
sími: 97-5240
Skinfaxi 2. tbl. 1986
33