Skinfaxi - 01.04.1986, Side 35
Þing U.D.N.
Héraðsþing U.D.N. var haldið í
Búðardal sunnudaginn 27. apríl s.l.
Þetta var fjölmennt þing og starfssamt,
mörg mikilvæg mál rædd og margar
samþykktir gerðar bæði vegna sumar-
starfsins og einnig hugað að undirbún-
ingi fyrir Landsmótið á Húsavík sem er
á næsta ári.
Helstu samþykktir voru: Að halda for-
mannafund minnst þrisvar á ári. -
Samstaða um og samþykkt var að gera
átak í skíðalyftumáli svæðisins. Tekið
skal upp skráningargjald í íþróttum. -
Samþykkt var að skipa starfsíþrótta-
nefnd til að undirbúa starfsíþróttir fyrir
Landsmótið. - Samþykkt að gera Lauga
að aðalíþróttavettvangi sambandsins og
að ná samstöðu við heimamenn um
það.
Þá voru fjölmargar tillögur um íþróttir,
fjármál, reglugerðir, hreinlæti/snyrti-
mennsku innan héraðs, lagabreytingar,
útgáfustarf o.fl.
Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri í
sumar Heiðar Gíslason. Forðmaðurinn
Sveinn K. Gestsson var endurkjörinn og
aðrir í stjóm eru: Bryndís Karlsdóttir
varaform. Karl Sigurðsson ritari, Sigrún
Halldórsdóttir gjaldkeri og Sigríður
Kristjánsdóttir meðstj.
Gestir frá U.M.F.Í. voru þeir Pálmi
Gíslason form. sem tílkynnti um bikar-
gjöf til sundíþróttarinnar innan U.D.N.
en vaxandi áhugi er nú fyrir sundi. Þá
mættu einnig Þórir Jónsson gjaldk.
U.M.F.Í. og Hörður S. Óskarsson
starfsmaður U.M.F.Í.
Þing USAH
Ársþing USAH var haldið 15. feb. s.l.
að Húnavöllum. Var mjög góð mætíng
á þingið eða 100% og mættu önnur
sambönd taka þetta sér til fyrirmyndar.
Þingið var mjög starfsamt og gott,
mörg mál voru rædd og margar tillögur
afgreiddar. Samþykkt var að starfrækja
ungmennabúðir í sumar í samvinnu við
USVH og HSS og yrðu þær að
Reykjum við Hrútafjörð. Þá urðu
umræður um fjármál, framkvæmda-
stjóra, þjálfara og mótahald. Stefán
Hafsteinsson er áfram formaður USAH.
Af hálfu UMFÍ sóttu þingið Pálmi
Gíslason formaður, Dóra Gunnarsdóttir,
Guðmundur Haukur Sigurðsson
stjómarmenn og Guðmundur Gísalson
ritstjóri Skinfaxa.
Þing UMSE
Ársþing UMSE var haldið í Þelamerkur
skóla 1. og 2. mars s.l. Daníel Bjöms-
son fráfarandi formaður UMSE settí
þingið og flutti skýrslu stjómar. Gestir
þingsins voru Pálmi Gíslason formaður
UMFÍ, Þóroddur Jóhannsson varaform.
UMFÍ, Sigurður Magnússon framkv-
æmdast. ÍSÍ og nokkrir fulltrúar sveit-
astjóma á sambandssvæðinu, sem var
sérstaklega boðið á þingið. Forsetar
þingsins vom Ari Jósavinsson og Þór-
oddur Jóhannsson en ritarar Bjöm
Friðþjófsson, Helga Níelsdóttir og Vík-
ingur Guðmundsson. öll sambands-
félögin sendu fulltrúa á þingið.
Miklar umræður urðu á þinginu og
margar tillögur voru samþykktar
varðandi framtíðarstarf UMSE. Mikill
áhugi og ágæt þátttaka fulltrúa í
þinghaldinu setti góðan svip á þetta
sambandsþing.
Eitt félag bættist í UMSE á þinginu.
Var það íþróttadeild Hestamannafélags-
ins Hrings á Dalvík. Innan UMSE em
nú 14 félög.
Daníel Bjömsson gaf ekki kost á sér tíl
endurkjörs í formannssæti og Bjöm
Friðþjófsson ritari baðst undan endur-
kjöri. í stjórn voru kosnir: Bjöm
Ingimarsson formaður, Pétur Þórarins-
son ritari, Helgi Steinsson gjaldkeri,
Klængur Stefánsson varaformaður og
Valgeir Anton Þórisson meðst. í vara-
stjóm vom kosin: Guðrún Lárusdóttir,
Stefán Ámason og Kristínn Kristinsson.
í lok þingsins bauð Umf. öxndæla til
glæsilegs kaffisamsætis. Þar var
tilkynnt um kjör íþróttamanns UMSE
1985. Fyrir valinu varð Aðalsteinn
Bemharðsson hinn kunni landsliðs-
maður í fr. íþróttum. Einnig var Umf.
Svarfdæla afíientur "Sjóvábikarinn",
en félagið fékk flest stig úr mótum
UMSE á s.l. ári, Skíðafélagi Dalvíkur
"Félagsmálabikar UMSE" fyrir
mikið starf á s.l. ári og Umf. Möðru-
vallarsóknar var afhent 20.000 kr.
styrkur úr Menningarsjóði UMSE vegna
leikstarfsemi 1985.
Þ.J.
Þing UÍA
Þing UÍA það 43. í röðinni var haldið á
Egilsstöðum dagana 25. og 26. apríl s.l.
Var það mjög vel sótt að þessu sinni
eða um 70 fulltrúar frá 21 félagi, og er
það óvenju góð mætíng því undanfarin
Verið að ræða málin á þingi USÚ
Ljósmynd: Skinfaxi/P.G.
þing hafa verið frekar illa sótt. Þá var
öll umgjörð og aðstaða hin glæsilegasta
á þinginu. Þetta þing var frekar
óvenjulegt að þvi leiti að það em ekki
nema 7 mánuðir frá síðasta þingi, en þá
var ákveðið að hafa þingin framvegis á
vorin en ekki haustín eins og verið
hafði. Miklar og góðar umræður urðu
um hin ýmsu mál sambandsins og bar
þar einna hæst umræða um samkomuna
í Atlavík. Að kvöldi föstudags var
úrslitakeppnin í spumingakeppni UÍA
og var hún mjög spennandi og
skemmtíleg, en að þessu sinni vom það
kvennfélögin sem kepptu og sigruðu
konumar úr Kvennfélaginu öskju á
Jökuldal.
Gestir þingsins voru þeir Pálmi
Gíslason og Guðmundur Gíslason frá
UMFÍ, Sigurður Magnússon frá ÍSÍ og
Erlendur Kristjánsson Æskulýðsfulltrúi
ríkisins.
Adólf Guðmundsson var kosinn
formaður UÍA áfram. Ákveðið var að
næsta þing UÍA yrði á Fáskrúðsfirði.
Þing UMSS
Ársþing UMSS var haldið að Héðins-
minni í mars s.l. Var þingið sæmilega
vel sótt og urðu nokkrar umræður um
hin ýmsu mál.sambandsins. Þar á meðal
íjármál, íþróttír og margt annað. Af
hálfu UMFÍ sóttu þingið Sigurður Geir-
dal framkvst. Diðrik Haraldsson stjóm-
armaður og Guðmundur Gíslason rit-
stjóri Skinfaxa. öm Þórarinsson var
kosinn áfram formaður UMSS.
Skinfaxi 2. tbl. 1986
35