Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1986, Side 36
Krýsuvíkursamtökin spjallað við Sr. Birgi Ásgeirsson og Ragnar Lárusson N ú fyrir skemmstu voru stofnuð samtök er nefnast Krýsuvíkursamtökin, þessi samtök hafa það að markmiði að koma á fót meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 14-20 ára. Hafa samtökin nú þegar eignast húsnæði en það er hinn marg umræddi Krýsuvíkurskóli sem hefurstaðið ónotaður fráþvíhann var byggður, en byrjað var að byggja hann 1967. Skólinn er mjög illa farinn og þarf mikið að gera við hann áður en hægt er að hefja starfsemi í honum. Meðferðin sem samtökin ætla að reka miðast við langan tíma frá 6 mánuðum úl tveggja ára og byggist áþví að hjálpa unglingum að komastyfir neysluvandamál sín með sérstakri dagskrá sem felurísér m.a. Fræðslu um vímuefnamál - hópmeðferð - andlega uppbyggingu og sálgæslu - dagleg heimilisstörf - sérstök vinnuverkefni utanhúss sem innan - afmarkað skólastarf- líkamleg þjálfun og heilsurækt. Tilþess að fræðast nánar um þessi samtök spjallaði ritstjóri Skinfaxa við þá Sr. Birgi Ásgeirsson formann þeirra og Ragnar Lárusson ráðgjafa. Hvert er upphafið að stofnun þessara samtaka? Birgir: Fyrir um það bil 2 árum voru menn famir að gera sér grein fyrir því að vímuefnaneysla fór vaxandi meðal unglinga og vandinn óx stöðugt. Þá tóku sig saman nokkrir einstaklingar, sem vildu sinna þessu vandamáli, og ákváðu að koma á fót meðferðaheimili fyrir þessa unglinga. Á sama tíma var Krýsuvíkurskólinn auglýstur til sölu. Ragnar: Upphaf samtakanna var 12 manna hópur, sem unnið hefur að undirbúningi þessa máls þ.e.a.s. kaupunum á skólanum og formlegri stofnun samtakanna á sumardaginn fyrsta 1986. Sverrír Hermannsson menntamálaráðherra afhendir Valgeiri Ástráðssyni fundar- stjóra afsalið fyrír Krýsuvíkurskóla. Er mikil þörf fyrir slíkt heimili sem þetta? Ragnar: Já þörfin er örugglega mjög mikil og fer því miður vaxandi einsog fram hefur komið" í allri umræðu um þetta vandamál. Á þetta að vera eingöngu fyrir 14-20 ára unglinga? Ragnar: Þessi rammi er mjög sveigjanlegur, því vandamálið er til staðar nú þegar hjá miklu yngri krökkum. Ég var t.d. spurður að því um daginn hvort við tækjum 11 ára, en viðmælandi minn sagðist þekkja dreng á þessum aldri sem væri búinn að vera í stöðugum hassreykingum síðan hann var 7 ára gamall, og þá með foreldrum sínum. Birgir: Þetta vandamál virðist fara alveg ótrúlega langt niður í aldri, en þó held ég að flest þeirra séu á þessum aldri þ.e. frá 14-20. Hitt er líka að fólk á aldrinum 26-30 ára er mjög oft að þroska eins og i4 ára, bæði andlega og líkamlega. Hvernig hafa viðbrögðin verið hjá hinu opinbera þ.e. ríki og sveitarfélögum? Birgir: Þau hafa verið mjög góð, sveitafélög sem áttu hlut í Krýsuvíkurskólanum gáfu sum okkur sinn hluta í honum. Þá hefur menntamálaráðherra sýnt þessu máli mikinn áhuga og vilja til að styðja við bakið á okkur. Sr. Birgir Ásgehsson form. Krýsuvíkur- samtakanna í ræðustól á stofnfundinum. Hvemig ætlið þið að fjármagna þetta? Ragnar: Stjóm Krýsuvíkursamtakanna hefur leitað eftir fyrirgreiðslu hjá Byggingasjóði ríkisins og er verið að kanna þar alla lánamöguleika nánar. Jafnframt er í athugun ýmsar mjög raunhæfar hugmyndir um fjáröflun, en allar nýjar hugmyndir eru vel þegnar. Birgir: Krýsuvíkursamtökin hafa verið kynnt á fundum hjá ýmsum líknarfélögum og fengið mjög jákvæðar undirtektir. En stærsti sjóður samtakanna eru hinar mörgu vinnufúsu hendur félaganna, sem með framlögum sínum, jákvæðum anda og bjartsýni, vinna létt og mikið verk.Sá sjóður er ómældur og verður aldrei metinn til fjár. Jæja að lokum, hvenær búist þið við að geta hafið starfsemi? Ragnar: Við höfum þegar hafist handa við skráning'u nýrra félaga og munum taka á móti umsóknum í síma 91-621005 milli 17.oo og 19.oo alla virka daga til að byrja með. Guðmundur Gíslason KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN 36 Skinfaxi 2. töi. 1986

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.