Skinfaxi - 01.04.1986, Síða 38
Hvaða fiagl er þama?
Hugleiðing um fugla fyrir göngufólk
Þorsteinn Einarsson
Allt árið hérlendis ber fugla fyrir augu og
raddir þeirra til eyrna, en um þennan tíma
árs verður návist þeirra á jörðu og í lofti
fjölbrey tilegri. Inn í hópinn, sem
nefnast íslenskir varpfuglar bætast
árvissir umferðafuglar á leið til norð-
lægari varpstöðva til að mynda
rauðbrystingur, tildrur, sanderlur í fjörur
og helsingjar, blesgæsir í varplendi og
nýrækt, en margæsir sjást á sjávarfitjum
eða á sundi á grunnsævi. Slæðingjar geta
bæst í hópinn, svo sem landsvölur,
bæjarsvölur og fjallafinkur. Fyrir nokkru
kom ég í trjágarð í Fossvogi og heyrði
úr garðinum berast einhverja unaðs-
legustu fuglsrödd, sem til eyma berst að
vorlagi í skógum meginlands Evrópu.
Söngur svartþrastar. Fuglinn sat á toppi
barrtrés. Svartur en goggur ljósgulur. Hér
varp hann í fyrra. Voru þeir komnir aftur
til varps?
í síðasta hefti Skinfaxa varð eigi komið
fyrir öllu lesmáli og myndum af öndum.
Hér kemur framhaldið og til viðbótar
lýsingar á tegundum, sem halda sig á
vötnum og tjömum.
Húsönd (gjallönd): Höfuðlag
sérkennilegt, enni bratt, frá ávölum nær
flötum kolli gúlpast út vangarnir. Goggur
stuttur, svartur. Fætur svartir. Blikinn
hefur hálfmánalaga hvítan blett aftan
goggróta og axlafjöðrum hallandi hvítar
rákir. Bláleitum gljáa slær á höfuð. Á
höfuðfiður kollunnar slær roðagljáa.
Hingað út berast oft Hvinendur frá
norðanverðri Evrópu. Hvítur blettur aftan
goggs blikans hringlaga, rákir á
axlafjöðrum samfelldari. Kollan með
hálsband hvítt og hvítur vængreitur.
Æðarfugl: Stærst anda, gildvaxin,
höfuð ílangt og framlágt. Goggur fölgrár,
eins fætur. Frá skoltum goggs teygjast 4
vik í átt til ennis og kverkar. Á vetrum
halda bæði kynin sig í stórum flotum nærri
ströndum. Verpa í misstómm vörpum. Af
öndum er blikinn sú eina svört á kvið og
hvít á baki. Bringa hefur roðablæ. Um enni
og aftur fyrir augu er svört hetta sem
klofnar um hvítt vik í kollinn. Á hnakka
mosagrænir blettir. Stél, handflugfjaðrir og
armfjaðrir svartar. Kollan er einlit, gulbrún
og eina öndin sem er sett þéttum
Æðarkóngur: Sést hérlendis á vetmm
í flotum æðarfugls og á summm í vörpum.
Blikinn með háan gulrauðan goggkamb.
Skutulond: Fágæt, goggur svartur
settur hringljósbláum þverrákum. í væng
grátt vængbelti. Bliki dökkrauðbrúnn um
höfuð og háls. Bringa svört. Kollan brún á
höfði, háls og bringu. Kemur í ætisleit á
land í ljósaskiptum, annars úti á vatni.
Ljóshöfðaönd: Ber hér fyrir augu,
amerískur flækingur. Skild rauðhöfða.
Goggur blýgrár, nögl áberandi svört.
Fætur dökkir. Spegill grænn, með svörtum
jöðrum. Neðanverðir vangar og háls grátt,
bogadreginn grænn geiri aftur frá augum,
hvítur í kollinn. Rauðbrúnar síður. Kollan
svipuð rauðhöfðakollu, en verður greind á
gráu höfði.
Fiskiendur: Toppönd og Gulönd
Fljúga með tíðu vængjablaki í beinni
línu, ekkert svif, háls og goggur teygðir
stífir fram af mjóslegnum bol; stél
bogadregið. Goggur rauður, langur og
hvass, nögl krókbeygð, skoltrendur
brúnar afturhöllum göddum. Djúpsyntir.
Fætur rauðir. Sft*
V '' \
Toppönd v
Hefur áberandi tvíklofinn topp aftur frá
hnakka. Höfuð blikans er dökkgrænt. Um
háls hvítur kragi, en frá hálsgróp
breiðist ljósbrún svunta niður um bringu.
Kviður ljós, síður og stélþökur blýgráar,
bak dökkt. Um axlastaði hvítar doppur.
Handflugfjaðrir dökkbrúnar og frá þeim
tvær dökkar rákir inn á hvítt væng-
mynstur. Kollan er brúngrá, rauðbrún um
höfuð og niður á háls. Ofan á væng hvítt
vængmynstur með stutta svarta rák. Utan
varptíma sjófugl. Leitar með varp í
þéttan gróður, gjótur og holur í bökkum
Er stærri en toppönd Áberandi hvítur
litur með rjómagulum blæ einkennir blik-
ann. Svart fleygar sig niður bakið að
blýgráum stélþökum, en stél dökkbrúnt.
Sama brúnleita lit hafa fleyg lit hafa
flugfjaðrir en andflugfjaðrir hvítt mynst-
ur. Höfuð án topps úr hnakka það og
niður á miðjan háls er dökkgrænt. Koll-
una prýðir rauður litur á höfði og niður á
háls og aftur úr hnakka samlitur óklofinn
toppur. Um bak og síður er hún blýgrá
en kviður ljós. Áberandi á flugi er hvítur
reitur armflugfjaðra. Leitar með varp í
fylgsni klettaskúta og hola í vatns- og
árbökkum. Á vetn m heldur hún sig á ám
og vökum stöðuvatna. Er ekki á sjó sem
frænkan.
Skinfaxi 2. tbl. 1986
38