Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 7
Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður UMSB .»■ Á að seima UMFI ig ISI? „Nei." Af hverju ekki? Miða við þau rök sem færð hafa verið með og á móti, þá sýnist mér rökin með sameiningu ekki vera nógu góð til að ráðast í slíkt. Ungmennafélagshreyfingin og sá andi sem ríkir í félagsskapnum sem og þau fjölmörgu skemmtilegu verkefni sem unnið er að eru eftirsóknarverð, það vitum við. Aftur á móti er mikilvægt að vinna betur saman að ýmsum verk- efnum og einfalda framkvæmd og ábyrgð þeirra. Búið er að einfalda flutning starfsskýrslna til þessara samtaka en næsta skrefið, sem er mjög stórt og viðkvæmt, er að leggja vinnu í að einfalda lottó úthlutunarreglurnar. Fjármagnið þarf að renna á greiðari og réttlátari hátt til aðildarsamtaka þessara tveggja félaga. Góður félagsandi og góð samvinna er það sem "bífur” í dag og á morgun. % m"- • íjem Einar Haraldsson er formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur sem hefur beina aðild að Ungmennafélagi íslands. Hvað finnst Einari um þann möguleika að sameina UMFÍ og ÍSÍ? Ég vil ekki sameiningu. Ungmennafélagshreyfingin er búin að vera til síðan 1907 og staðið sig hreint með ágætum. Ekki er einungis lögð áhersla á íþróttaþáttinn heldur er umhverfisþátturinn og mannrækt stór liður í starfinu. I dag tala menn mikið um að sameina UMFI og ISI og á sú sameining að vera fjárhagslega hagkvæmari í rekstri og þar af leiðandi að skila meira fjármagni til grasrótarinnar. Ég hef ekki þá trú að svo verði þegar upp er staðið. Sameining er Ásdís Helga er formaður UMSB og hún hefur ákveðnar skoðanir á því hvort sameina eigi UMFÍ og ÍSÍ. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur Vil ekki ssmeiningu ekki alltaf til góðs og í þessu tilfelli tel ég hana ekki vera til góðs. Mín trú er sú að það sé holt fyrir íþróttahreyfinguna í heild að UMFÍ og ÍSÍ starfi í þeirri mynd sem þau starfa í dag.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.