Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 9
Björn Ármann Ólafsson, formaður UÍA, er hræddur um að félögin muni tapa tekjum komi til sameiningar ÍSÍ og UMFÍ. Á að sameina UMFÍ og ÍSÍ ? Eins og mál standa í dag er ekkert sem mælir með sameiningu þessara aðila eins og það horfir við mér sem formanns UÍA. Það kemur heldur ekkert fram í þeirri skýrslu sem liggur fyrir frá ÍSÍ sem bendir til þess að þetta sé vænn kostur fyrir mitt samband. Af hverju ekki ? Allar aðstæður benda til þess að sameining rnuni skaða UÍA félagslega og fjárhagslega. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig eigi að halda uppi því starfi sem UMFI heldu uppi. Hvaða áhrif þetta mundi hafa á sjálfboðastarf er líka óljóst. Og síðast en ekki síst þá liggur fyrir að helmingur af þeim tekjum sem UIA hefur frá hreyfingunni kemur frá UMFI og ekki hefur verið sýnt fram á að sá reikningur verði jafnaðar eða skilað með plús ef sameina ætti UMFÍ og ÍSÍ. mynd Hildur Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar, telur það geta orðið endalok grasrótarinnar sameinist UMFÍ og ÍSÍ. Það er skoðun mín að ef til sameingar UMFÍ og ÍSÍ kemur verði það endalok grasrótarinnar. Astæður eru margar en til dæmis má nefna að mörg smærri ungmennafélög myndu lognast út af ef sá styrkur sem lottótekjur eru hyrfu. Mér finnst umræðan fyrst og fremst snúast um það að ná þeim lottótekjum sem UMFÍ úthlutar og nota þær í eitthvað „gáfulegra" en gert er í dag að mati sameiningarsinna. Enda er það eitt atriði sem kemur fram í skýrslu Deloitte & Touch um rök með sameiningu samtakanna að lottópeningarnir dreifist of víða og verði að litlu gagni. Eru þessi skilaboð ekki nokkuð skýr eða hvað? Að peningunum sé betur varið í annað en að styrkja og styðja lítil félög eins og UMFI er m.a. að gera. Megi UMFI hafa frið til að starfa áfram í óbreyttri mynd að ræktun lýðs og lands.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.