Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.12.2000, Blaðsíða 26
Ungmennafélaginn Eyjólfur Sverrisson er án efa einn sigursælasti atvinnumaður okkar Islendinga. Hann hefur aldrei leikið í efstu deild hér heima á íslandi en hann lék með 2. deildarliði Tindastóls árið áður en hann fór til Stuttgart. Frá þeim tíma hefur hann orðið meistari með tveimur liðum í tveimur löndum og á sama tíma verið lykilmaður í landsliði okkar íslendinga. Fjögur mörk... Þrátt fyrir að Eyjólfur hafi verið lykilmaður í liði 2. deildarliði Tindastóls var það líklega ekki árangur hans þar sem kveikti áhuga Þýska stórliðsins Stuttgart á honum. Það var árið 1989 sem Stuttgart buðu Eyjólfi að koma og leika með þeim en á þessum tíma lék Asgeir Sigurvinsson stórt hlutverk hjá liðinu. Eyjólfur skoraði þetta ár fjögur mörk í U-21 árs landsleik á móti Finnum og líklega hafa þau mörk átt stóran þátt í 11 ára glæsilegum ferli Eyjólfs í heimi atvinnumennsk- unnar. Byrjaði vel Eyjólfur fékk ekki mikið að spreyta sig til að byrja með hjá Stuttgart og margir voru á því að ferill hans í þessari sterku deild yrði ansi stuttur. A þessum tíma lék Eyjólfur í stöðu framherja og eins og menn vita eiga þeir að skora mörk. Þjálfari Stuttgart þurfti ekki að bíða lengi eftir því að Eyjólfur opnaði markareikning sinn hjá félaginu. Hann kom inn á sínum fyrsta leik, sem var á móti Nurnberg, þegar stutt var eftir af leiknum og með sinni fyrstu snertingu skallaði hann boltann í netið eftir hornspyrnu frá Asgeiri Sigurvinssyni. Ekki slæm byrjun það. Meistari Eyjólfur hefur náð þeim ótrúlega áfanga að verða meistari með tveimur liðum frá tveimur löndum. Eina sem þessir meistaratitlar eiga sameiginlegt er að Eyjóflur lék með liðinu undir stjórn sama þjálfarans. Christoph Daum var einmitt þjálfari Stuttgart árið 1992 þegar Eyjólfur og félagar urðu Þýskalandsmeistarar og hann fékk hann til liðs við Besiktas frá Tyrklandi og saman urðu þeir Tyrklandsmeistarar. Frá þeim tíma hefur Eyjólfur leikið með þýska liðinu Herthu Berlín sem hefur undanfarin ár komið sér fyrir meðal bestu liða Þýskalands. Landsliðið Eyjólfur hefur á undanförnum árum verið lykilmaður íslenska landsliðsins og er í dag fyrirliði liðsins. Hann hefur sýnt það að hann getur leikið nánast allar stöður á vellinum og hefur þar af leiðandi mikinn skilning á leiknum. Hann var einn af aðalmönnum liðs Guðjóns Þórðarsonar sem meðal annars náði jafntefli við Heimsmeistara Frakka hér á Laugardalsvelli. Eyjóflur hefur ekki hugsað sér að vera mikið lengur í atvinnu- mennskunni og hver veit nema hann komi þá heim og leiki loksins í efstu deild á fslandi. Ungmennafélaginn Eyjólfur hefur aldrei leikið með liði ■ efstu deild hér á íslandi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.