Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 10
SETNINGARAVARP FORSETA ÍSLANDS Á LANDSMÓTINU Ávarp forseta íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við setn- ingu landsmóts UMFÍ á Egils- stöðum 13. júlí 2001 Kæru landsmótsgestir,og allir sem komnir eru víða að til að gleðjast og keppa í þessu fagra héraði Við hefjum nú fyrsta landsmót ungmenna- félaganna á nýrri öld og heilsum þátt- takendum á glæsilegum velli sem Aust- firðingar hafa með metnaði og atorku tileinkað þessari miklu íþróttahátíð. Þegar Ungmennafélag íslands fagnar nýrri öld á svo glæsilegan og þróttmikinn hátt leitar hugur okkar aftur til þroskaára kynslóðarinnar sem reisti merki hreyfingar- innar í fyrsta sinn og gerði hugsjón hennar að leiðarljósi lífs síns. Þá laut ísland enn erlendu valdi og fátækt og harðræði voru hlutskipti margra sem til sjávar og sveita glímdu við erfiði daglegs lífs. Héruðin bjuggu flest við fábrotnar samgöngur, atvinnulífið var einhæft og hvíldi víða á ótraustum grunni. Fjarlægur var sá draumur að ísland yrði í framtíðinni sjálfstætt og frjálst og þjóðin fullráða í öllum málum, hæfist af eigin rammleik í virðingarsess í samfélagi þjóða heims. Samt var hugsjón þeirra sem ungmenna- félögin stofnuðu víða um landið allt helguð þeirri lífssýn að heilladísirnar væru á bandi íslands og innan tíðar yrðu framfarir í frjálsu landi til að gera þjóðina fullvalda í raun og sann. Draumurinn rættist, reyndar gott betur, og ungmennafélögin voru burðarás í sókninni til betra lífs, fjöldahreyfing sem átti rætur í ættjarðarást og áherslum á heilbrigði og hollustu í daglegri breytni, hreyfing sem sótti sífellt nýjan þrótt í keppni og leik þar sem markmiðið var ekki fyrst og fremst að bera sigur úr býtum heldur að taka þátt, að sem flestir væru með. Á fyrsta landsmóti nýrrar aldar hugsum við með þakklæti til þeirra þúsunda sem helgað hafa hreyfingunni krafta sína og 10 I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.