Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 7
Þatt í þjóðmálabaráttunni með nýjum hætti og þannig varð verkefnið "Eflum íslenskt" til. Þegar ungmennafélagar efndu til Þjóðarátaks til eflingar íslenskrar framleiðslu og vöktu menn til vitundar um það að allir hafa áhrif ef þeir vilja, og samtakamátturinn getur flutt fjöll. í þessu tilefni var efnt til hjólreiðaferðar hringinn í kring um landið og tóku þátt í henni ef ég man rétt á fjórða þúsund ungmennafélagar. Þetta átak vakti verulega athygli og hafði áhrif í þá átt sem ætlast var til. Þetta vakti einnig athygli á ungmennafélagshreyfingunni, samtakamætti hennar og afli. Pálmi hafði mikinn áhuga á erlendum vinafélögum UMFÍ og samskiptum við þau. Þetta eru fyrst og fremst hngmennafélögin á hinum Norðurlöndunum og önnur skyld æsku- iýðsfélög, en þau hafa með sér samtök NSU sem kalla má Ungmennasamband Norðurlandanna. Pálmi var atkvæðamikill á Þessum vettvangi og sat lengi í stjórn NSU. Mest hafa þessi samskipti verið við dönsku félögin, Hafsteinn Þorvaldsson hratt af stað uppstokkun á þessu með nýju starfsliði fljótlega eftir að hann tók við stjórnartaumunum 1969. Pálmi kom hins vegar með nýjan tón í þessi samskipti og naut þar m.a. góðrar kunnáttu í norður- iandamálunum. Þannig urðu samskipti Pálma við þessa aðila að Persónulegri vináttu og tengslum milli fjölskyldna á annan hátt en aður. Á þessum vettvangi var hann einmitt að vinna fyrir UMFÍ ásamt Stellu, síðustu dagana sem hann lifði. Síðasta stóra málið sem Pálmi beitti sér fyrir var að skipuleggja starf eldri ungmenna- félaga til þátttöku í ýmsum íþróttagreinum bæði hefðbundnum og eins ýmsum sem hann vildi bæta við svo allir fyndu eitthvað við sitt hæfi og getu. Hann gekk ötull til verks eins og jafnan áður og var einmitt að kynna þessa starfssemi á 23. landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 12. til 15 júlí sl. Þar fór hann fyrir myndarlegum hóp eldri ungmennafélaga í hópgöngu íþróttafólksins inn á hinn fagra leikvang þeirra austanmanna og hefði þá engann grunað að skammt væri til kveðjustundar. ^itt af megináhugamálum Pálma var landið, fegurð þess og háttúra og vilji hans og ásetningur að njóta alls þessa og gefa óðrum hlutdeild í því með sér. Þrastaskógur, landgræðslan og háttúruvernd hverskonar var angi af þessu. Þau hjónin stunduðu hiikið útiveru og fjallgöngur og ég held að þaðan hafi sprottið ^e9mynd sem Pálmi kynnti og kom í framkvæmd, en það verkefni ^ólluðum við "Göngudag fjölskyldunnar" stórmerkilegt verkefni þar Sem ungmennafélögin víðs vegar um landið völdu gönguleiðir, °ku saman um þær upplýsingar s.s. örnefni, þjóðsögur tengdar Peim, eitthvað um náttúruna o.s.frv. Úr þessu varð til safn hherkilegra leiðarlýsinga sem vel þarf að gæta og safna saman, ef Það hefur ekki verið gert nú þegar. . etta eru fá orð um mikið starf og merkan mann, en svo verður man í stuttum minningar og kveðjuskrifum. Það verða heldur ekki 'k skrif sem halda minningu Pálma á lofti, það verða verk hans, Þersónuleiki og hlýtt viðmót sem verða varanleg í hugum okkar . aa hans. Með Pálma er genginn einn merkasti forustumaður ensku ungmennafélaganna á seinni hluta tuttugust aldarinnar. ait mi var a|drei mikið fyrir einleik í sínu félagsstarfi og því var það af liðið hans, hópurinn hans, sem vann afrekin þegar hann sagði frá. Þeir sem næst honum stóðu og með honum unnu, ungmennafélagarnir og margir fleiri sáu þetta þó e.t.v. í öðru Ijósi. Þannig var Pálma margvíslegur sómi sýndur fyrir störf sín, heiðursfélagaorða UMFÍ ásamt fjölmörgum öðrum viðurkenn- ingum af vettvangi ungmennafélaganna og landssamtökum íþrótt- amanna, hina íslensku fálkaorðu og markvíslegar viðurkenningar erlendis frá og svo mætti lengi telja. Þetta mun þó ekki vera það sem Pálma þykir mest um vert, þegar hann lítur yfir sviðið og metur hlutina. Hann mun telja helstu afrek sín í því að hafa gefið þúsundum ungmenna um allt land tækifæri til að taka þátt í hollu uppbyggilegu tómstundastarfi, og þannig stuðlað að heilbrigðara og betra samfélagi. Hann mun gleðjast yfir því að hans hjartans mál í lífinu, ungmennagélagsstarfið hefur eflst og dafnað síðustu áratugina og að hann á stóran þátt í þeirri þróun. Við ungmennafélagarnir, vinir hans og samstarfsmenn og líka allir hinir sem ekki þekktu Pálma, en njóta verka hans á einn eða anna hátt, munum því sýna minningu hans mestan sóma með því að standa vörð um það sem honum var helgast, með því að efla UMFÍ og ungmennafélagsstarfið um allt land, með því að svara hverri árás á þetta starf með nýrri sókn. Ungmennafélag íslands, Skinfaxi, samstarfsmenn og vinir Pálma senda Stellu og hugheilar samúðarkveðjur og þakka Stellu fjölskyldunni fyrir þáttöku og stuðning í öllu því sem Pálmi vann að fyrir ungmennafélagshugsjónina. Sigurður Geirdal Kveðjuorð Að rnorgni 22. júlí sl. barst sú harmfregn að um nóttina hefði Pálmi Gíslason f.v. formaður UMFÍ látist af slysförum. Pálmi fór snemma að vinna að málefnum Ungmennafélags- hreyfingarinnar, fyrst í sinni heimabyggð og síðan að málefnum landssamtakanna sem hann vann að allt til dánardags. Pálmi var alla tíð mikill áhugamaður um Landsmót UMFI og nú síöast vann hann að eflingu starfs eldri ungmennafélaga og var einn af aðalhvatamönnum um þátttöku þeirra á 23. Landmóti UMFÍ sem haldið var á Égilsstöðum nú í sumar. Pálmi var formaður UMFÍ frá 1979 ti! 1993 eða í 14 ár og var sá tírni mikið blómaskeið í sögu samtakanna. Pálmi gegndi for- mennskunni af mikilli alúö og trúmennsku, sem og öðrum þeim trúnarðarstörfuni sem honum voru falin fyrir hönd UMFI. Of langt máli yrði að telja upp öll þau trúnaðarstörf sem Pálmi gegndi fyrir UMFI en ég nefni hér tvennt. Arið 1977 var Pálmi fenginn til að gegna formennsku í húsakaupanefnd UMFI og tókst þeirri nefnd undir hans forystu að fjármagna húsakaupin að Mjölnisholti 14 á ótrúlega skömmum tíma, en það var þá fyrst sem UMFÍ eignaðist húsnæði undir starfsemi sína. Fljótlega eftir að Pálmi tók við formennsku UMFÍ var hann kosinn í stjórn NSU sem eru samtök norrænna ungmennafélaga og sat hann í þeirri stjórn fyrir UMFÍ allt til dánardags, Það er ekki síst fyrir hans tilstilli hve góð sambönd UMFÍ hefur við systursamtök sín á hinum Norðurlöndunum. Pálmi var kjörinn heiðursfélagi og sæmdur heiðursfélagakrossi UMFÍ árið 1997 í 90 ára afmælishófi samtakanna. Fyrir hönd Ungmennafélags Islands þakka ég Pálma fyrir hans óeigingjörnu störf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Þá votta ég eftirlifandi eiginkonu Pálma, Stellu Guðmundsdóttur og öðrum aðstandendum innilegrar samúðar. Þórir Jónsson formaður UMFÍ 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.