Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 11
gleðjumst yfir glæsilegri sögu sem mótað hefur ríkulega íþróttalíf, menningu og þjóðhætti íslendinga. Það var í rauninni kraftaverk hve miklu var áorkað hér á árum áður þegar aðstæður allar til keppni og leiks voru næsta frumstæðar í samanburði við það sem við nú teljum sjálfsagt og eðlilegt. Sú glæsilega umgjörð sem Austfirðingar hafa hér skapað landsmótinu hefði á liðinni öld verið talin sæma þjóðarleikvangi í gæðaflokki. Það sýnir í reynd virðingu og Þökk í garð ungmennafélaganna að heima- menn skuli hafa kosið að fagna landsmótinu með þessum hætti, með mannvirkjum sem helguð eru íþróttum og heilbrigði æskufólksins. Hún er fjölmenn sveitin sem á landsmótum hefur skarað framúr og mörg eru metin sem sett hafa verið á keppnisvöllum ungmenna- félaganna um landið allt. Það segir líka mikla sögu um uppeldi og þjálfun sem hreyfingin veitir að tveir þeirra íslendinga sem staðið hafa á verðlaunapalli Olympíuleika fyrir afrek í frjálsum íþróttum hafa átt því láni að fagna að vera fóstraðir af ungmennafélögunum á fyrstu árum síns keppnisferlis. Ánægjulegt er að hafa þau Vilhjálm og Völu bæði á landsmótinu nú, í reynd heimamenn á gömlum slóðum, sönnun þess að ungmennahreyfingin hefur yerið og er enn sá vettvangur sem færir Islendingum afreksfólk í sérflokki á mælikvarða heimsins alls og veitir Þúsundum um leið tækifæri til þjálfunar og Þátttöku f þroskandi starfi. ^að er þróttmikil og sókndjörf hreyfing sem þér gengur til móts við nýja tíma, hreykin af sögu sinni og staðráðin í að vera áfram öflugur gerandi á framtíðarbraut íslenskrar Þjóðar, hreyfing sem er í senn samgróin mannlífi byggðanna og burðarás í íþróttalífi Islendinga. hreyfingin veitir enn á okkar tíð byggðunum tækifæri til að sýna í verki aflið og samstöðuna sem í þeim búa, vitnisburð um að hugsjónin sem í árdaga var frum- herjunum leiðarljós heldur áfram að vera hvatning til dáða. Megi gæfa og farsæld fylgja Ungmenna- félagi íslands um ókomna tíð. úrval af myndum frá Landsmótinu á góðu verði. Myndir frá flestum atburðum, keppnum, sýningum og verðlaunaafhendingum. Mynd er góð minning Myndasmiðjan ehf Dynskógum 4 Egilsstöðum Ég færi Ungmennafélagi íslands alúðar- þakkir íslenskrar þjóðar og ber fram þá einlægu ósk að ný öld færir hreyfingunni árangur og sóknarfæri sem samboðin verði þeirri merku sögu sem við heiðrum nú. Ykkur öllum sem hingað eruð komin til keppni og leiks óska ég heilla og gleði, að ánægjan verði veganesti þegar heim skal halda, hver svo sem úrslitin verða í einstak- ri grein. Austfirðingum færi ég heillaóskir í tilefni þess að hafa hér sýnt í verki metnað og atorku fólk- sins sem í fjórðung- num býr og óska ég jafnframt Vestfirðing- um velfarðar við að hefja undirbúning að landsmótinu sem þar verður haldið. Við sjá- um hér svo sannarlega hvernig ungmenna- Landsmótsmyndir til sölu á www.mynd.is A www.mynd.is er hægt að fá mikið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.