Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Side 2

Mánudagsblaðið - 23.01.1967, Side 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 23. ’anúair 1967 JONAS JONSSON FRA HRIFLU: Nýjar gróðalindir og stjórn gæzla á Laugarvatni Menn hafa lengi vitað að Laugarvatn hefur á áratugum breytzt frá því að vera frið- samt og fallegt sveitaheimili í dálítið skólahreiður, þar sem ríki og sveitarfélög starfrækja fimm sjálfstæðar kennslustofn- anir. Þar er héraðsskóli, hús- mæðraskóli, íþróttaskóli, Skál- holtsskóli endurrisinn og stór barnaskóli fyrir sveitina. Allar þessar stofnanir hafa risið fyr- ir aðgerðir áhugamanna í hér- aðinu og þjóðfélagsins, af vaxt- arþörf héraðs og lands en ekki með óeðlilegum áróðri. Undir- staða þessarar þróunar er feg- urð og náttúrugæði staðarins. Þar kemur úr einni lind 30 lítr ar af sjóðandi heitu vatni. Sú lind rennur út í vatnið. Mikið er notað af þessari náttúruorku og lítið eitt af gufunni en þó sér ekki högg á vatni. Enn er ymprað á að nýjar stofnanir bætist í hópinn. Böðvar bóndi skaut því að mér við síðustu samfundi að þar þyrfli að reisa nokkur smáhúg fyrir eldri kyn slóðina og hann benti á falleg- an stað nærri nýja kvennaskól- anum skammt frá Vatninu. Á Laugarvatni hefur í mörg ár verið stunduð iðnkennsla í ung mennaskólanum og margir Laugarvatnspiltar hafa endur- byggt heimili foreldranna og jafnvel komið upp rafstöðvum við bæjarlækinn. Sú kennsla mun vaxa eftir þörf fólksins. Á Laugarvatni er sem stendur aðalheimili vaxandi hrossarækt ar í landinu og þatf ekki nema litla viðbót á þeim stað til þess að þar verði miðstöð hinnar ungu en hratt vaxandi hesta- mennsku í landinu. 1 sumar sem leið uppgötvuðu Laugvetn ingar skilyrði fyrir bílkeyrslu upp úr dalnum og leið fram hjá Hlöðufelli til Þingvalla og lengra um óbyggðir. Þar verður þjóðgata að sumarlagi og skíða hreiður um vetur. Þegar ég vissi að Böðvar og kona hans höfðu ákveðið að láta fegurstu og dýrustu jarð- eign landsins sem varanlegt menningaróðal í eign Árnes- sýslu og allrar þjóðarinnar, þá þótti mér þetta svo mikill við- burður að ég fékk tvo vini mína, mesta húsameistara þjóð arinnar og mesta lögmann sam tíðarinnar til að fara með mér t.il Laugarvatns vegna þjóðar- innar til að ganga vel og virðu lega frá sáttmála um þessa sögufrægu alþjóðareign sem var að skapast til gleði og gagns fyrir aldna og óborna í þúsundatali um ókomin ár. Það var mikið deilt fyrrum um þessar framkvæmdir. Orð féllu í hita dagsins um að ég mundi standa fyrir óleyfilegri fjáröflun til fremdar Laugar- vatni. Einn orðhagasti andans maður í Reykjavík neitaði að koma á almenna samkomu á Laugarvat.ni af því að þar væri hver steinn stolinn. Síðar féllu þær orðræður niður og hróður staðarins vex með ári hverju. Nú er Laugarvatn fjólsóltasli sumargististaður í sveit á Is- landi. Ríkissjóður lætur sjást á fjárlögum talsverðan arð af Laugarvatni. Hins vegar kemur engii stjórn til hugar að gera megi Menntaskólana á Akur- eyri og í Reykjavík að fastri peningalegri auðlind fyrir ríkis fjárhirsluna. Vöxtur Laugarvatns hefur orðið svo ör að forráðamenn landsins hafa ekki fylgst með þróuninni. Árnessýsla eignaðist Laugarvaln heldur auðveldlega. Síðar voru fyrstu byggingarnar reistar að nokkru með gjafafé. Pimmlíu þúsund krónum frá fimm hreppum í sýslunni, smá- gjöfum einstakra manna og að verulegu leyii með sjálfboða- vinnu Bjarna skólastjóra, nokk urra kennara og lærisveina.' Síð an bæt.ti rikið við á mörgum árum smáframlagi. Þegar Bjami skólastjóri hætti kennslu fyrir aldurs sakir gerði Aðal- steinn Eiríksson eftirlitsmaður skólamála úttekt á staðnum. Þá voru fullgerð héraðsskólabygg- ingin, nokkrar heimavistarbygg ingar fyrir 60 nemendur og fjóra kennara, gamli kvenna- skólinn fyrir 30 stúlkur, leik- fimihúsið, smíðastöðin, baðhús- ið, skólastjórahús og öll útihús. Túnið var í stækkun, svo að hafa mátti stórbú á jörðinni. Rikið hafði lagt fram í þessi verk öll þrjár milljónir króna, en Árnessýsla og innanhéraðs- menn fjórða hlutann, eina millj ón. Mestöll sú fjárhæð kom frá Bjarna skólastjóra, frá búskap og gistingum sumargesta á Laugarvatni: Fóru þar saman gæði staðarins og frábær bú- mennska og framsýni skóla- stjóra. Eru engin önnur dæmi til í sögu íslenzkrar skólaþró- unar að einn önnum kafinn skólastjóri hafi með atorku og stjórnarhæfileikum komið í verk slíku afreki. Framlag til Laugarvatns frá Bjama skóla- st.jóra er einstakt fordæmi í skólamálasögunni og hafa þó margir menn unnið þar með dyggð og trúmennsku. En nú gerist nýtt dýrtíðar- fyrirbæri. Hið nýja og glæsi- lega Laugarvatn hefur fallið í tvo hluta. Annarsvegar eru hin ir blómlegu fimm skólar. Til hinnar handar ferðamannaborg- in. Vöxturinn hefur verið svo ör og dýrtíðin svo ægileg og forsjárlaus að slys gela auð- veldlega borið að höndum hjá ráðsettu fólki. Allir skólamir eru vel hýstir, fjölsóttir og kennslustörfin í höndum iðju- samra og reglusamra kennara, sem uppfyllt hafa öll lögskilin próf. Nemendum er vel haldið til náms. Nálega aldrei falla nemendur í héraðsskólanum, stúdentaskólanum og íþrótta- skólanum., Þegar kennslu lýkur á vordögum hverfa nemendur til starfs og átthaga. Kennara- liðið lokar sínum húsum og hirð ir vel prýðilega skrúðgarða við hús sín. Gestur sem kom að Laugarvatni og kynnlist að- stöðu hinna ríkislaunuðu og vel hýstu kennara, lét þau orð falla að ef himnafaðirinn kæmi í heimsókn og byði einhverjum starfsmanni beint inn í himna- ríki til langdvalar mundi Laug vetningurinn biðja um nokk- urra ára frest hér á og síðan þiggja boðið, þegar kallið kæmi. Með vordögum koma hundr- uð eða jafnvel þúsundir gesta t.il lengri og skemmdri dvalar. Kennslustofurnar og nemenda- herbergin eru tekin handa gest um. Ferðamálaskrifstofan send ir menn til að sinna verkum. Það er golt og reglusamt fólk og gerir sitt starf heiðarlega. En hér er raunar dauður stað- ur. Kennararnir hafa lokið sínu starfi og horfið. Þjónar koma úr öllum áttum landsins og gera skyldu sína. En hér er eng inn húsbóndi eða allsherjar yfir sýn. Um stórhátíðir koma við og við yfirölvaðir unglingar, mest úr höfuðstaðnum og hreiðra um sig utanvert við sjálft skólalandið. Ofdrykkja og siðleysi droltnar í þessum herbúðum. Hér er engin fyrir- hyggja frá hálfu mannfélagsins. Engir skólasljórar eða kennar- ar geta rekið burtu 600 yfirölv aða og hálfklæðlausa gesti á hvítasunnuhátíð. En slík ódæmi mundu ekki bera að höndum ef nokkur persónuleg stjórn væri yfir staðnum. Á sumrin á að græða og jafnvel fyrir ríkis sjóð eða héraðið. En síðan Bjarni skólastjóri hvarf frá forystu á staðnum vantar alla yfirsýn um sumartímann. Fjar- an við hverina er sköpuð bað- strönd með umbótum og hirðu. En þar eru engir peningar. Fjaran er grýtt eftir veturinn og vissulega ekki bamaleikvöll- ur. Einn af ráðherrum landsins, Ingólfur Jónsson, stendur með sýslunefnd Árnesinga fyrir end urbyggingu húsmæðraskólans, þar er vel til vandað og allt gert með forsjá af forgöngu- mönnunum. Húsið mun kosta 25 miljónir eða meira en Ár- nessýsla greiðir f jórða hlutann. I þessu húsi verður fyrirmynd- ar kennsla og virðuleg gesta- móttaka á sumrin. Sú risna mun gefa tekjur. En ef engin stjórn er á þessum fagra skóla stað nema yfir veturinn duga ekki virðuleg hús og áratuga- velvild Árnesinga, gamalla nem enda og gestavinátta. Nú eru áhugamenn um sunn lenzk menningarmál farnir að brjóta heilann varðandi umbæt ur og úrlausnir um hvað megi kalla sæmilega meðferð á dýr- gripum Laugarvatnshjónanna og annarra stuðningsmanna. Menn gera tillögur um bjarg- ráð. Eg nefni dæmi um lífvæn- legar tillögur. Árnessýsla á Laugarvatn eins og Laugar- vatnshjónin afhentu mér jörð- ina sem umboðsmanni þjóðfé- lagsins. Yfir þessa eign þarf að setja þriggja manna nefnd. Sýslumann Árnesinga og tvo fulltrúa menntamála og land- búnaðarmála. Þessir aðilar koma fram fyrir ríkið og Ár- nessýslu, því að hún hefur lagt fram jarðeignina, með öllum hennar koslum, en ríkið fé úr ríkissjóði til bygginga og um- bóta. Nefndin velur sér staðar- haldara, til að stjórna málefn- um staðarins um alla stjórn- gæzlu nema sérmál skólanna og starfsmanna þeirra sem koma þeim einum við. Staðar- haldari innheitir allar tekjur, sem greiðast fyrir not lands og hlunninda samkvæmt settum fyrirmælum. Þessi staðgæslu- maður mun innheimta tekjur af eigninni og hlunnindum með svipuðum hætti og Bjarni Bjarnason, þegar honum tókst að leggja fram mestan hlut af umbótakostnaði staðarins móti þrem fjórðu frá ríkinu. Þesum tillögum hefur verið vel tekið af þeim sem þekkja bezt alla málavexti. Bernina verksmiðjurnar í Sviss hafa fram- leitt saumavélar í meir en 70 ár, og hin heimsfræga svissneska nákvæmni er höfð við smíði þeirra. Þetta tryggir að Bernina saumavélar eru beztu saumavélarnar á markaðnum í dag. FAST MEÐ KR. 1000 ÚTBORGUN. Ásbjörn Ólafsson Gréttisgötu 2 — Sími 24440. WVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWVAAAAAAVVWWVVVVWVVVVWVVVWWVWVWVVWWVWVVVVWVVVVVVVVWVWV’ VAAAAAAAAAAAAAAVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVAAAAAAAAAAAAA VAVA V TOYOTA :967 TOYOTA CORONA Japanskur bíll í gæðaflokki sem hvarvetna hefur hlotið frábæra dóma fyrir ökuhæfni og traustleika. Byggður á sterkri grir»' TOYOTA CORONA er með 74 hestafla vél Viðbragðsfljótur — Nær 80 km hraða á 12 sek. HAGSTÆTT VERÐ Innifalið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (alternator) — Toyota ryðvörn ■ Tvöföld afturljós — Þykkt teppi — Ný kraftmikil miðstöð — Bakkljós i 'i VWflf Rafmagnsrúðusprautur — Fóðrað mælaborð - Sjálfvirkt innsog — Aðskildir sófastólar. JAPANSKA RIFREIÐASALAN hf. Ármúla 7 — Sími 34470. Tryggiö yöur Toyota WVWWWVWWVWVVV VV V VV W WVWWVVWWVWVVAWVWWWAAAWAVWVVW lAAAAVWWWWWVWWWVWV V VWWVWWVWVWVVVAVWWWVVVVWWAWW AWWVWWVWWWWAVWWVWVAWWWWVWVVVVWWVVVWWAWVWVWW

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.