Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.07.1967, Blaðsíða 6
ÚR EINU í ANNAÐ Rykmekkir enn — Skrií um „flöskuhálsinn" — Óþrifamenn og nývöknuð blöð — Öskjuhlíð og glerhúsið — Möguleikar að Laugarvatni — Val- höll og vínveitingar. Lítið virðist nú fara fyrir rykbindingu á vegum í nágrenni Reykjavíkur, svo ekki sé talað um þjóðvegina. Sólardagana í síðustu viku var rykmökkur óþolandi alla leið að Þingvöll- um svo og austur í sveitir. Það hljóta að vera einhverjar sáiir, sem beinlínis koma í veg fyrir þetta verk, því vel má binda rykið hér í næsta nágrenninu þar sem umferð er \ þéttust. Það er mikil ánægja hve vel blöðin hafa nú tekið „flösku- hálsmálið"! við Elliðaár, sem hið opinbera hefur þverskall- ast við að lagfæra. Nú er þegar komið í ljós, að vandræðin ve'rða aldrei meiri en í sumar og viðkomandi aðilum alls- endis óstætt á þessari fáránlegu afstöðu sinni. Bráðabirgða- brú er í senn ódýr, miðað við allt annað, og allir sem af- skipti hafa haft af umferð þarna hafa krafizt úrlausnar. Og viti menn — þetta er þjóðvegur og hlýtur þá að falla und- ir verksvið vegamálastjóra — og við þekkjum öll vega- málastjóra — hann er ennþá á haka og skóflustiginu — ansar ekki alþýðunni — enda langt upp yfir hana hafinn. Og talandi um vakningu blaðamanna, þá er ekki ónýtt, að nú hafa opnast augu hinna viðlesnustu um óþrifalýðinn, sem hingað hefur flækzt og stundar, vægast sagt, viðbjóðslega hegðan hér á landi, flökkulýður frá N-Afríku, alræmd vand- ræðakvikindi, sem flæða hingað vegna þeirra afspurna af skandinövum almennt og íslendingum sérstaklega, sem fá- fróðu naive fólki, með fullar hendur fjár, sem gjarna vilja „imdirhalda“ þessa útlendinga. Þetta er sami skríllinn sem íslendingar í siglingum í N-Afríku sér liggjandi á götunum, betlandi eða seljandi kvennalið ættingja sinna fyrir dálítinn skilding eða tóbaksbita. Nú reyna þeir að fá smástelpuóvita hér til að afla „sér“ fjár á sama hátt. Þá hefur þjó^in kom- ið sér upp útlendum „alfonsum" — Nokkuð fleira? Þetta er gömul lumma, en hve oft dettur manni ekki 1 hug á sólbjörtum dögum hve skemmtilegt væri ef að ofan við hitaveitugeymana á Öskjuhlíð væri stór matsalur með glerveggjum og útsýni í allar áttir. Menn geta ímyndað sér hve tilkomumikið það yrði, bara borið saman við útsýni frá Grillinu á Hótel Sögu. Á sumrum sést yfir allt nágrenni Reykjavíkur og langt vestur á Snæfellsnes, fjallgarðurinn, Suðurnesin, en á vetrum í skammdegi ljósadýrðin suður á nes og upp á Akranes, Hvalfjarðarkjafturinn og svo höfuðborg- in sjálf. Þetta yrði á borð við slíkar „útsýnisresturasjónir“ sem stórborgir bjóða upp á. Heilbrigðisyfirvöldin ku hafa sett sig upp á móti þessari hugmynd af hreinlætisástæðum og sýnir það gleggst hve langt á eftir þau eru í þessum efn- um en furðu langt á undan í bönnum. Jónas Jónsson frá Hriflu hefur marga ágæta grein ritað um Laugarvatn og möguleika þess á 2., síðu hér í blaðinu. Við hér í snakkdálknum viljum meina eftir stutta heimsókn þangað nýlega, að Jónas gangi einum of skammt. Möguleik- ar Laugarvatns eru óþrjótandi og nálega synd, að ekki skuli nú þegar hafa verið gerðar margfaldar ráðstafanir til að nýta þá til fulls. Nútímatækni gæti bókstaflega framið galdra í sambandi við aðstöðuna þar. Kaupmaður skrifar: „Ég kom til Þingvalla s.L þriðjudag ásamt tveim Bretum. Sól skein í heiði, Þingvellir skörtuðu sínu bezta, nokkrir hestamenn voru kornnir þangað til að matast og áðu hestum sínum í nesinu við vatnið. Alli það sérstæða á íslandi sýndi sig þar í hinni beztu mynd, fegurð, kátína og fyrirtaks móttökur. Gestir mínir eru heimsborgar- ar og vel kunnir íslandi. Þeir eru ekki vínmenn, en kunna illa öllu banni, ekki síður heima en heiman. Báðir höfðu þeir orð á því, að það væri fáránlegt, að staður eins og Val- höll skyldi ekki heimilt að selja hressingu með mat — þótt ekki væri til annars en ná rykinu úr kyerkunum. Valhöll hefur tekið stakkaskiptum og sjálfsagt að leyfa hótelinu að veita sömu fyrirgreiðslu og aðalhótelin í Reykjavík". Keffavíkur sjónvarpið Sunnudagur 1400 This Is the Answer .1430 This Is the Life 1500 Sports Greatest Fights 1630 Leningrad 1730 Navy Film 1800 G.E. College Bowl. 1830 Crossroads 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 Ted Mack 2000 Ed Sullivan Duke Ellington, Peggy Lee, Jim Nabors 2100 Bonanza 2200 New’s Special 2230 What's My Line 2300 News 1 2315 „Blondie Brings Up Baby“. Peggy Singelton, Arthur Lake Mánudagur 1600 Coronado 9 1630 Dennis Day 1700 Sjá sunnudag kl. 11.15. 1830 Andy Griffith 1955 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 My.Favorite Martian 2000 Daniel Boone Lolyd Nolan, Myra Fakey 2100 Official Detective 2130 Password 2200 12 O’Clock High 2300 News 2315 Tonight Show Liza Minnelli, Rich Little, Chris og Peter Allen Þriðjudagur 1600 Odyssey 1630 Joey Bishop 1700 „Dante’s Infemo“ Spencer Tracy, Claire Trevor. 1830 Dupont Cavalcade of America 1855 Clutch Cargo 1900 News 1930 My Favorite Martian 1930 News Special 2000 Lost in Space 2100 Green Acres 2130 Hollywood Palace 2230 Fractured Flickers 2300 News 2315 „Heartaches“ Miðvikudagur 1600 Colonel Flack 1630 Peter Gunn 1700 Sjá þriðjudag kl. 11. 1830 Pat Boone 1855 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 Untouchables 2030 Smothers Brothers Nancy og Frank Sinatra, yngri 2130 To Tell the Truth 2200 Texaco Star Parade Robert Preston, Sergio Franchi, Caterina Valenta 2300 News 2315 „„Dark Corner" Lucille Ball, Clifton Webb, Mark Stevens (Headline), William Bendix Fimiptudagur 1600 The Third Man 1630 My Little Margie 1700 Sjá miðvikudag kl. 11.15 1830 Social Security 1855 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 Beverly Hillbillies 2000 21st Century 2030 Dick Van Dyke Special Dans, látbragðsleikiur, gam anþættir 2130 News Special 2200 Coliseum Donald O’Connor kynnir Dinah Shore kynnir ríkis- sirkusinn í Moskvu. Tekin í Minsk. 2300 News 2315 „Claudia & David“ Dorothy McGuire, Robert Young, Mary Astor, John Sutton, Gail Patrick Föstudagur 1600 Wanted Dead or Alive 1630 Danny Thomas 1700 Sjá miðvikudag kl. 1115. 1830 Roy Acuff’s Open House 1855 Clutch Cargo Mánudagur 17. júlí 1967 Sjónvarp Keflavík Frábær sýning rússneska ríkissirkussins — Bæði fyrir börn og fullorðna — Keflavíkursjónvarpið — Fá kommar líka að eyðileggja þetta? — Sagan um þjóðvegina endurtekin? S.l. fimmtudag sýndi Kefla- víkursjónvarpið fyrri hluta þátt- arins „Rússneski ríkis-sirkusinn“ en sirkus þessi er sennilegast langfærasti sirkus í heimi og nýtur, á sínu sviði, sömu virð- ingar og Bolshoi-ballettinn. Bandaríska söng- og leikkonan Dinah Shore skýrir atriðin, en en hún var á ferð í Minsk, þar sem þau eru tekin á venjulegri sýningu, og rómar mjög, ekki aðeins listamennina, heldur alla ar móttökur Rússanna. Atriðin voru fjölmörg og með allt öðrúm svip, en menn og börn eiga að venjast í vestrænum löndum. Fyrsta atriðið, kúnstir á hestum, var frábærlega vel unnið, og ekki lét hinn heims- frægi rússneski trúður (Pablov, að mig minnir) á sér standa, því trúðatriði hans eru hrein listaverk, allt önnur en hinn grátbroslegi standard vestræni trúður, málaður og skoplega ýktur. Fjórar stúlkur sýndu eins- konar loftballett á snúrum langt frá jörðu og síðan var sýnt at- riði með síberískum tígrisdýr- um. Þá voru hrikaleg atriði, jafn- vægisatriði, hátt í lofti, og afl- raunamaðurinn Atlas lék sér að þungum kúlum og öðrum afl- raunatækjum eins og fislétt væru. Nokkur önnur atriði voru sýnd, sem öll vöktu athygli. Þetta var fyrri hluti, en sá seinni verður á sama tíma nú í þessari viku, en þáttur þessi nefnist Coliseum og er kl. 10 á fimmtudagskvöld. íslenzk börn hafa lítið af sirk- us að segja og ættu foreldrar gjaman að leyfa þeim að skoða þessa góðu skemmtun n.k. fimmtudagskvöld. 1900 News 1925 Moments of Reflection 1930 The Addams Family 2000 Voyage to the Bottom o£ the Sea 2100 Andy Griffith Uptown- Downtown Andy Griffith, Don Knotts (Barney), Tennessee Ernie Ford 2200 Rawhide 2300 News 2315 „Academy Awards“ Veiting Oscarverðlauna Laugardagur 1030 Animal Secrets 1100 Captain Kangaroo Cartoon Camival. 1330 Sports' 1700 Dick Van Dyke 1730 Profile Þátur um jazz 1800 Town Hall Party 1855 Chaplain’s Comer 1900 News 1915Jungle 1930 Away We Go. Gamanmynd Sheila MacRae o.fl. 2030 Perry Mason 2130 Gunsmoke 2230 Get Smart 2300 News 2315 Sjá þriðjudag kl. 5. Það er skrítið — ekki sízt fyrir öfgamennina hér, — ^ð „erkióvinimir" Bandaríkjamenn, skuli ekki hika við að sýna rússneska listamenn — eflaust vakir ekki fyrir þeim að láta „rússnesk áhrif“ ná yfirtökum hér. Margsinnis hefur verið bent á þag hér — í umræðum um sjónvarp og frjálst val' í þeim Fyrirsögn vikunnar Ekkert lýsir þrá þjóðarinnar til meira sólskms en fyrirsögn Alþýðublaðsins s.l .fimmtudag: „SKEMMTIFERÐASKIP FÉKK SÓLSKIN HÉR“. Tækniorg eru nú óðum að vaxa í íslenzkri tungu ,og notar íslenzka pressan þau nú meira en áður. Nýjar uppfinningar, ný tæki af ýmsum tegundum bera nöfn framandi íslenzku og mála- menn okkar eru í óðaönn að smíða orð — og oft ný orð- skrípi — til að fylgjast með. En einna sízt gengur blöðun- um að nýta orð yfir hina ýmsu fyrirliða í herjum, tignargráður hermanna virðast íslenzku blöð- unum mjög framandi og gætir þar oft barnalegrar orðabókar- þýðingar. Verst sett allra blaða er þó Alþýðublaðið, sem aldrei virðist viðurkenna r.ema tvær tignarstöður innan hersins þ.e. hershöfðingjar og liðsforingjar. Það virðist sem orðið offi- cier gildi aðeins um liðsforingja, alls ekki ofursta eða önnur millistig upp til hershöfðingjans. Síðast bauð Dayan hinn ísraelski „hóp liðsforingja" til Suez og geta allir ímyndað sér hve sennilegt er, að varnarmálaráð- herrann hafi aðeins kallað í nokkra „leautinants" — lautin- anta, en sleppt öllum öðrum til að sýna landvinninga sína. Geta má þess, að lautinantar eru lægsta virðingargráða meðal svokallaðra „commissioned offi- ciers", þ.e. næst ofan liðþjálfans, sem ekki er „commissioned“. Það er síður en svo, að Al- þýðublaðið sé eitt um hituna í þessum efnum. Þetta hefur ver- ið vandræðamál síðan Stab generáll sá fyrst dagsins ljós á síðum Morgunblaðsins og margn ar aðrar fjólur hafa verið ritað- efnum — að Keflavikursjón- varpið, sem mjög oft sýnir lé- lega og algjörlega máttlausa þætti, sýnir líka listaverk, svo sem Bolshoi-ballettinn og bæði þá dönskiu og brezku kollega hans, ýms Shakespeare-verk með beztú brezku og bandarísku leikkröftum, ágteta franska lista- menn o.s.frv., svo ekki sé talað um þeirra eigið listafóik. Menn gera sér almennt ekki Ijóst, að í raun og veru er sjónvarp þetta aðeins ætlað mönnum í bandaríska hernum, og er sumt Framhald á 5. síðu. ar um hermenn og tignarheiti þeirra. Það er tími til kominn að, ef notast á við þýðingar á íslenzku, að einhver nafngift verði samin svo þessi sífelldi ruglingur sé ekki prentaður ár eftir ár, auk þess hve-heirriskúl legur hann er. Orðfræðingar okkar ættu að hkrapa- undir þagga með blöðunum og gefa okkur nöfn á þessa karla, eða blöð neyðast til að notast við erlendu, alþjóðlegu nöfnin, sem sennilega eru bezta lausnin. Og enn gerir pressan okkar stundum voðalega vitleysu þeg- ar hún er að apa borga- og landanöfn, jafnvel nöfn á höf- um upp úr Heimskringlu eða öðrum fornum ágætisritum. Nú- tíminn býður ekki upp á þær aðstæður, sem tíðkuðust á tím- um Snorra Sturlusonar eða þeg- ar ritöld hófst almennt á ís- landi. Nú eru þessi nöfn næst- um öll alþjóðleg, en gömlu fornritanöfnin algjörlega úrelt og óskiljanleg miklum hluta lesenda. Þýðing á borgarnöfnum er jafn fáránleg og eltingurinn vig ritaldarnafngifimar og hafa flestar siðmenntaðar þjóðir látið af þeim. Rembingsháttur og sér- vizka ásamt vissum menntunar- hroka er ærið úrelt fyrirbrigði í nútíma blaðamennsku, því blöðin eru fyrst og fremst flytj- endur frétta af daglegum at- burðum, en ekki einskonar éft- iröpun á gullaldarmáli, sem blaðamenn hvorki kunna né hafa í rauninni tíma til að elt- ast við. En þetta þýðir alls ekki, að íslenzk blöð eigi að temja sér lélegt málfar né held- ur hætta að nota sum eldri orð, sem enn eru í fullu gildi og oft miklu heppilegri og fallegri en orðskrípin, sem oft skreyta síð- urnar. Liðsforingjar og titlalýður — Gullaldar-nöfnin, vonlaus eltingarleikur — Borgar- og landanöfn — Kjarnyrt ritmál.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.