Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Blaðsíða 2
2 AAánudagsblaðið Mánnðagnr 4. september 1961 JONAS JONSSON FRA HRIFLU: Landfundafrægð, lýðstjórn, landvörn og viðskiptafrelsi Islendingar eru lítil þjóð í stóru landi með óvenju friðsama nábúa, en á upplausnartímum eru vandfarnar sumar siglinga- leiðir. íslendingar eiga landrð, unna því og kunna öðrum bet- ur að notfæra sér gæði þess og vera um ókomin ár eins og hingað til, ein af Hjósberum nins menntaða heims. Við búum að siglinga ogland- fundafrægð. Forfeður okkarupp- götvuðu með erfiðum siglingum, eitt hið bezta land í heimi jafnt um hnattstöðu, veðurfar og landgæði. Forfeður okikar gerðu tvennt í senn. Þeir uppgötvuðu r.ýja álfu og rituðu sögu þessa hreystiverks; aðalheimild um þennan atburð. Vestmenn mátu þetta afrek og sendu íslenzku þjóðinni táknmynd af landfunda- hetjunni á þúsund ára afmæli Alþingis. Þama er sagan um af- rek íslenzkra sjógarpa rituð í málm og fomgrýti. Fordæmi feðra og mæðra bregður frægð- arijóma yfir kynstofninn. Dag- lega bera íslenzk loftskip heitiog minningar vaskra íslenzkra land- fundamanna yfir lönd og álfur. Norðmenn vildu þákka íslenzku þjóðinni sagnaritun Snorra og réistu 'honum og samtið hans styttuna góðu í Reykholti.. Is- tendingar sendu Ingólf Arnar- son, mótaðan af Einari Jóns- syni, til Norðmanna með þökk tii norsku þjóðarinnar frá ts- landi fyrir landnámsfólkið og þá fjölþættu menningu sem þannig barst frá Noregi hingað til lands. Þá er enn eftir okkar hlutur í sambandi við hina vestrænu þjóðagjöf til Isiendinga 1930. Þar hefir verið borin fram ein tiMaga um framkvæmd sögulegs minningarverks sem væri í senn táknræn fyrir landfund Leifs heppna og sambúð okkar við Vestmenn. Við íslendingar eig- um með almennum samskotum og þjóðarstuðningi að reisa að Eiríksstöðum í Dalasýslu forn- islenzkari sveitabæ á æskuheirn- ili Leifs Eiríkssonar. Þetta er fremur auðvelt verk. Kristjár. Eldjám fomfræðingur og sam- verkamenn hans þekkja, frá Stöng í Þjórsárdal og frá öðr- um heimildum gerð híbýla ís- lendinga á þjóðveldistimanum og þarf til þess að mestu alíslenzkt efni. Rekaviður berst enn til landsins eins og á söguöld og heimafengin efni eru hin sömu eins og þau voru þá. Á Stömg var megin byggingin 20 metra löng og 10 metra viðbygging út frá öðrum gafli. Að baki megin- byggingarinnar var eldhús og geymsla. Síðan kom langurskáli, langeldur, borð setbekkir, rúm- stæði. Nýbyáginguna getur þjóðin reist mjög auðveldlega undir forssjá sinna kunnáttumarma. Hér væri um að ræða nýja deiid i Þjóðminjasafninu íslenzka. Og fátt væri hægt að gera á þeim vettvangi sem betur væri fallið til að bregða birtu yfir menn- ingu og hetjulíf íslendinga á söguöldinni. Þá mundi þessi Leifs-borg verða frægur heim sóknarstaður sumargesta, bæði eriendra manna og innlendra. Þetta minnismerki yrði einskon- ar framhaldsútgáía af hinum skráðu frásögnum um landnám íslenzkra manna í vesturvegi. Minningarheimili Leifs heppna í Dölum mundi bregða ljóma yf- ir fortíð þjóðarinnar og tengja saman fortíð og nútið í hug- um sannra Islendinga. Ingólfur Amarson fyrsti borgari Reykjavíkur og samtíð- armenn hans sem reistu byggð- ir óg bú um alUt landið gerðu þessa réðabreytni af hugsjónaá- stæðum. Þeir hurfu frá byggðu landi með margvíslegum menn- ingarverðmætum til landnáms á auðu og nokkuð fjariægu land', þar sem allt varð að skapa með nýjum hætti. Þessi ráðabreytni fjölmargra dugandi manna, karla og kvenna var fómargjald þeirra á altari frelsisástarinnar: Þess- um mönnum tókst að skapanýtt þjóðveldi, hið eina sem til var um langa stund í hinum vest- ræna heimi. Landnámsmennim- ir sóttust eftir lífi í frjálsu landi. Þeir gerðu með landnéminu ali- ar þær ráðstafanir sem varð að gera til þess að láta óskadraum-. inn rætast. Vegurinn var oft grýttur á þúsund ára ferð, en eftir langa og oft harða baráttu býr þjóðin nú við fullkomið persónulegt og þjóðlegt frelsi. Þetta frelsi er enn mjög tak- markað í flestum löndum nema þar sem þjóðir af stofni Engil- saxa og Germana móta líf og háttu borgaranna í landinu. Islendingar mynduðu frjálst lýðveldi með átaki tveggjaland- námskynsllóða. 1 þrjár aldir bjuggu borgarar hins forna lýð- veldis við hið eftirsótta stjórn- frelsi og viðskiptafrelsi gagnvart grannþjóðunum. Nú eru blikur á' lofti í Norðurálíu: Þar er byrjað grimmt tollmúrastríð. Stórríkið gerir harðar en eiri- faldar kröfur. Ef Islendingar vinna sér það til lífs að ganga í þann félagsskap, verða þeir að opná allar dyr. Atvinnurétt og vafld yfir náttúmgæðum bæði til iands og sjávar yrði fengið út- lendingum til jafns við lands- menn sjálfa. Tollar í Stórrikinu yrðu hóflegir fyrir þá Islend- inga sem lifðu í nýjum sið við þau þrælabönd sem einokunar- húsbændurnir lögðu á fólkið til að fá efni 1 greifahallimar fs- lenzku í anda stórrikisins. : Eftir tólf ára sókn tókst á- hugamönnum á Islandi að tiyggja landsmönnum varnarlið gegn siðlausum ófriðarseggjum þeim sem bjuggu til mörg lepp- ríki fyrir Stalín, eftir seinna heimsstríðið. 1 skjóli þeirrar vemdar geta Islendingar notið fullkomins stjórnfrelsis. Til eru grunnfærnir Islendingar, sem telja vöm Bandaríkjanna háska- lega veika fyrir hið unga þjóð- veldi. Samt vita hugsanlegir innrásarmenn að vald hinsvest- ræna lýðveldis stendur að baki hinum fámenna Jiðskosti í Keflavik. Margar stórar ogvold- ugar þjóðir eru alltaf uggandi Það eru komin sjö ár síðan hann Kalli kvennagull dó áund- arlegan og dularfullan hátt. Það er reyndar svo að lögreglan er ekki í neinum vafa um það, hvemig dauða hans hafi bórið að höndum. Hún er sannfærð um, að hann háfi verið myrtur, og hún þykist líka vita upp á víst, hver morðinginn sé. Hið eina sem hún hefur ekki getað fundið út er hvernig hann var myrtur. Og óvissan um þetta varð til þess að sá maður, sem allir eru sannfærðir um að hafi framið morðið, slapp við refs- ingu, það er að segja refsivönd laganna. Reyndar má nú segja að hann hafi fengið nóga refs- ingu á annan hátt, greyið. Lækn- amir sem rannsökuðu þetta dauðsfall, hallast líka að þeirri skoðun að Kalli hafi veríð myrt- ur, en að morðinginn hafi á eínhvem hátt skákað læknavís- indunum, svo að ekki sé unnt að sanna hvernig morðið var framið. Hann kalii var tuttugu og sjö ára, þegar hann dó. En þó að hann væri ekki eldri en þetta var hann orðinn hálfgerð þjóð- sagnapersóna héma 1 borginni. Hann var vist ekki nema sautj- án eða átján ára, þegar hann fékk Xdðumefnið kvennagull. Og það var svo sannarlega réttnefni. Það var eins og enginn kv$i- maður stæðist honum Kalla snúning, hvorki ung né gömul. Og hann notaði sér þessa kven- hyili sína óspart. Ég er viss um að þær kcmur em hann stóð í sambandi við hafa áður en flauk verið famar að skipta hundruð- um. En eins og oft vill verða um fengsæla menn f kvennamái- um þótti hann heldur laus 1 rás- inni. Han-n varð fljótt leiður á viðhöldunum sfnum og viidi breyta til, prófa eitthvað nýtt, og svoma gekk þetta koll af kolll. Þær væru víst orðnar ófáar kon- urnar, sem Kalli fevennagull um heimsfriðinn. Þannig hafa Bretar 25 þúsund afbragðsflug- þermenn í herbúðum nærri Lon- don. Þeir eru búnir til flug- taks með augnabliks fyrirvara. Þó að Þjóðverjar, einhver vask- asta herþjóð, sem hefir búið her sinn ad nýju, vilja þeir hafa bæði amerískan og enskan land- her í Rínarlöndum, til eflingar heimavömum. Flestir leiðtogar minni og stærri landa teljastór- ófrið hugsaniegan innán tíðar og hyggnir menn vilja vera við öUu búnir í viðsjálli veröld. Greindir menn líta svo á að samningsbundin hervemd Vest- manna til öryggis gegn skyndi- árás á sjálfstæði Islands munt vera öruggasta leiðin til varnar sjálfstæði landsins. Við sem unnum í tólf ár að þeirri ákvörðun Islendinga að biðja Vestmenn um tímabundna hervernd, verðum að hefja nýja sckn í viðskiptamálum. Við verð- um að koma með vel undirbúna sókn, líka þeirri, sem Bretar beita fyrir sínum mállum dð stórrikið. Hér á ég ekki við að leggja valdamönnum landsins hafði sparkað frá sér. Og sumar þeirra voru í sárum lengi á eft- ir, þær gátu ekki gleymt Kailla, þó að hann hefði komið svona fram við þær. Þrátt fyrir þessa ástríðu var Kalli að ýmsu leyti bezti strák- ur. Ég get borið um þetta, því að við höfðum verið vinir frá því við vorum smápattar, og ég þekkti hann löngu áður enþetta ástafar byrjaði hjá honum. Ég tók alltaf svari hans, þegar ég heyrði folk segja, að hann væri bulla og skítakarakter, en þær fullyrðingar heyrði ég oft. Þó var það eitt við Kalla, sem mér fannst blettur á honum. Það var það, hve gaman hann hafði af að spilla hamingjusömum trúlcfunum og jafnvel hjóna- böndum. Ef hann sá hamingju- söm kærustupör var hann ekki i rónni fyrr en hann var búinn að taka stúlkuna á löpp, og það tókst honum oftast, sex-appeal- inn hans Kalla lét ekki að sér hæða. Hann var búinn að leggja margar trúlofanir og hjónabönd í rúst. Og það er áreiðanle'ga margt fólk, bæði karlar og kon- ur sem bar til hans heiftarhug út af þessu óhugnanlega bram- bolti. Þetta keyrði þó um þverbak þegar hann eyðilagði trúlofun- ina hjá Jóni og Tótu. Jón Áma- son var vélvirki og þótti mesri efnismaðúr. Hann er vel greind- ur og flínkur í sínu fagi. En andlitið á honum Jóni er þung- ur kross fyrir hann. Þó aðhann væri ekki orðinn þrítugur var andlitið eins og á eldgömlum karli. Það var líkast því, aðþað væri úr þurru og sikorpnuðu skinni. Og út á andlitið hafði hann fengið uppnefni, semhann tók ákaflega nærri sér; Skorpni Jón. Og þetta festist við hann, og stundum voru prakkarastrák- ar að kalla þetta á eftir honum á götunni. Það er nú einu sinni svona með Jónana. Það eru svo orð í munn, en minna aðeins á nokkur almenn grundvaUarat- riði. Við eigum ekki að byggia óskir um frjálsa verzlun á Vesi- mannalandnámsfrægð Leits heppna, þótt það sé verulegt al- riði í menningarmáium. Ekki ber heldur að mæla með toil- hlunnindum af því að við erum svo fámennir en mótaðilinn stór og vel efnum búinn. Það erkost- ur við Vestmenn að þeir þjást ekki af peningahroka. Hann ftór ekki burgeisum Evrópu vel. Við verðum að fá úrlausn um tolla- málin gagnvart Vestunheimi með því að finna úrlausn á fullkomn- um jafnréttisgrundvelli. 1 Það er aðeins ein röksemd sem rétt er að beita og það sem fyrst í þessu efni. Það er yfirlýsing Bandaríkjaforseta frá 1923 um að Vestmenn múni aldrei þoia erlendum þjóðum að ná stjórn mála og fjárgróðavaldi í Amer- íku með þrælatökum. Nú getur reynt á gamalt heitorð. Stórrik- ið hefir handbært handjámkúg- unarinnar til framdráttar rang- látu fégnæðgismáli. margir Jónar til á íslandi að það er freistandi að grípa tU einhverra ráða tU að aðgreina' þá, og uppnefni eru ákaflega handhæg 1 þvi efni. En þrátt fyrir andlitið var Skorpni Jón vinsæll og vel látinn af þeim sem þekktu hann vel. Og svo fann hann hamingjuna, þó að hún yrði nú ekki langæ. Hann trúlofaðist myndarlegri stúlku vestan af Fjörðum. Hún hétÞór- unn, og fyrst á eftir svifu þau bæði um í einhverri hamingju- víma, það var eins og þau kæmu varla við jörðina. En svo komst Kalli kvennagull í sipilið. Hann gat ekki á sér setið frékar en fyrri daginn. Hann tók Tótuhans Jóns með áhlaupi. Hún sá ekk- ert nema Kalla og henti trúlof- unarhringnum í Jón. En áuðvit- að fór þetta eins og það • alltaf gerði hjá Kalla. Hann varð lei(ð- ur á Tótu og rak hana frá sér. Og nokkrum dögum seinna dó Tóta í svefni, hún hafði tekið inn of stóran skammt af svefn- pillum. Það var talið víst, að hér væri um sjálfsmorð aðræða. Þetta fékk ekkert á Kalla, svo að séð yrði. Hann var búinn að fá sér nýjan flamma og naut lífsins eins og ékkert hefði i skorizt. O, já, það var þykkt á honum Kálla skinnið, hann lét ekki hlutina fá mikið á sig. En það var önnur saga um Skorpna Jón. Hann féll alveg saman. Hann, sem hafði verið manna reglusamastur, fór að leggjast í drykkjusikap og vanrækja sín störf, sem hann fram til þessa hafði rækt af mikilli prýði. Að lokum var hapn rékinn úrvinn- unni og fór að halda sig með rónum á Amarhóli og þar í grénnd. En jafnvél rónunum þótti hann leiðinlegur. Hjá Jóni komst ékki nema eitt að: hatrið á Kalla kvennagulli. Hann gat ekki um annað talað en það, að hann ætlaði að hefna sín og Framhald á 5. síðu. TOYOTA C0R0LLA 1100 Bíll sem allir geta eignast Innifalið í verði m.a. Riðstraumsrafall, (Alternator) rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða miðstöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o.fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan Ármúla 7 sími 34470 - 82940 Mystícus: „SK0RPNI

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.