Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Side 4

Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Side 4
4 Mánudagsbtaðið Mánudagnr 4. scptember 1087 ÍUaðJynr alla Kemur út á mánudögum. Ver5 kr. 10.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasimi 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Þjóðarhroki Framhald af 1. síðu. / glæsimennsku Sfurlungaaldarinnar, misheppnuð skáld og auðvifað kommúnistar, undirrituðu mótmælaskjaL sextíu manns Efnið var að tak- marka sjónvarpið við Keflavíkurflugvöll. Þeir, sem vildu frelsi og rétt fil að skoða og hlusta á hvað sem þeir vildu, mótmæltu, 14 þúsund í allt. Tugir þúsunda voru tilbúnir að bæia við sínum nöfnum, en þess var ekki talin þörf, því í lýðræði myndi slíkur mismunur, sextíu gegn fjórtán þúsundum, þykja nægileg bending um vilja almennings. Hinn útreikninginn þekkjum við frá austantjaldsyfirráðamönnum. Enn var borið við ættjarðarást, þjóðarsóma og öðrum á- líka haldgóðum rökum. 0g enn gugnaði yfirvaldið. Fyrir rúmum mán- uði, reit yfirstjórn varnarliðsins, íslenzku „flótta- stjórninni" bréf og „kvaðst fara að óskum lands- manna". Sjónvarpinu lokað í september. Burt séð frá öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem í flestu eru góðar, þá er þetta einn aumasti flótti sem um getur. Það er engu líkara en nú ríki hér sama á- stand, í vissum skilningi, sem gilti um valdarán komma í ýmsum löndum Evrópu, þegar fámennar.. vopnaðar lclíkur hrifsuðu völdin, bönnuðu skoðana- frelsi og tóku af lífi eða hnepptu í fangelsi þá. sem móti mæltu. Nú er aðeins einn möguleiki til að halda áfram frelsi í þessum efnum. Sú nefnd, sem skipaði sér í forustu sjónvarpsáhugamanna, á nú að skera upp herör, leggja nefskatt á hvem þann, sem undirritaði áskorunina um að Keflavíkursjónvarpið yrði óskert, og halda svo til víga. Fyrir fé það, sem inn fæst, á að ráða tvo óvilhalla menn, ásamt fulltrúa frá hinu opinbera og gera ferð um allt Suðurland, og ganga fyrir hvers manns dyr og spyrja hvort sá vilji áfram það frelsi, sem ríkt hefur til þessa varð • ándi sjónvarp, erlent, og útvarp, erlent, og biðja hann að festa nafn sitt undir skjal því til staðfest- ingar. Hér er hvorki um að ræða skoðun á efni vamarliðssjónvarpsins né hvort það sé æskilegí. Málið er einungis um athafnafrelsi éinstaklinga á þessu sviði. Ef þjóðin er þannig úr garði gerð, að hún telur að sjónvarp, sent út frá Reykjavík, sem er yfir 80 prósent erlent að*efni, sé óskaðlegra en sjónvarp sent út frá Keflavíkurflugvelli, þá er sjálf- sagt.að hún njóti heimsku sinnar og fákænsku. Ef hún hinsvegar trúir á frjálst va\ og hæfni einstak- lingsins til að velja og hafna, þá skal ríkisstjórn- inni hógværlega bent á villu sína og síðan rætt við yfirvöld syðra um að ástandið yrði óbreytt. Við höfum engin efni á að kaupa dýr erlend „pró- gröm", og eins og kunnugt er er hið ýstofnaða ís- lenzkg sjónvarp nú þegar farið að endursýna fyrra efni. Vegamálin eru okkur töpuð fyrir atbeina komma. Það var ómetanlecfur skaði. Nú vega rauðliðar að frelsi einstaklinga til'að skoða það sem þeim sýn- ist án íhlutunar hins opinbera. Það er því miður oft hlutskipti ungra þjóða, nýsloppinna úr árauð, að tapa frelsi sínu, nýfengnu, til öfgamanna og of- beldissinna, sem trúa á einræði eitt sér til fram- dráttar. Ef því við réttum þessum Iýð litla fingur, á fslandi, þá er þess ekki langt að bíða að hann taki alla hendina. KAKAU SKR/FAR: í hreinskilni sagt Bankabyggingar og útláns-fé — Keypt og byggt — Templarahöllin og Seðlabankinn — 6- tímabær kaup — Fasteignir eða útlán — Siglingar og gjaldeyrir — Hví níðast fyrst á almenn- » / ingi — Misskilið hlutverk—Kostar minna en heima. Blaðafréttir herma, að Seðla • bankinn hafi fest kaup á gamla Thor Jensens-húsinu við Fríkirkjuveg fyrir miljón- ir króna, en setli síðan að reisa þar skrifstofubákn fyrir tugmiljónir króna. 1 ráffi mun vera að rífa húsið og flytja það á brott, en Iitlu mun skipta hvort verður fyrst húsið hverfur úr núverandi umhverfi. Munu Reykvi^ing- ar sakna þess og garðsins, en það er nú annað mál. Meðan Seðlabankinn gefur út yfirlýsingu eftir yfirlýs- ingu ufn fjárskort, almenn vandræði og aðra óáran, og aðrir banikar sýna í verki að hér er um staðreynd að ræða, þé finnst mörgum það helvíti hart, að „nauðsyn" krefjist þess nú, að þessi stofnun kasti miljónum, tugum midjóna í þvilík kaup og framkvæmdir. sem þarna virðast á döfinni. " Þykir flestum, sem fresta megi slíkum kaupum ogfram- kvæmdum unz betur árar, en nú lítur út. Annars eru kaup og byggingar peningastofnana rikisins orðin mörgum undr- unar- og reiðiefni, bankat byggja nú, samtals fyrir hundruð miljóna, stærri og veglegri hallir, bæði í Reykja- vfk og út um land. Þar virð- ist um engan fjárskort að ræða, enginn íburður sparað- ur og etokert gert annað, en það dýrasta og bezta. Um sama leyti bera blöðin með sér að stórlega er að draga saman í öíllum iðnaði, at- vinnuvegum og eðlilegum við- skiptum. Verðhætokanir þ. e. hætokun vamings á hinum al- menna markaði eru hvorki leyndar né hættar heldur á vitorði hvers mannsbams. Uúxusbrjállæði eins og þetta er ekki nýtt með nýríkriþjóð. Undanfarin ár, velgengnisár, hafa ýms fyrirtæki t.d. sum togara og útgerðarfyrirtætoi byggt eða leigt sér húsnæði sem í stærð og óhófi eru smekklaus og, sem alvarlegra er, þungur baggi á veinandi stétt. Að athlægi hefur lengi verið, að íslenzkir togaraeig- endur, sumir, með í mesta lagi 3—4 togara í úthaldi, höfðu stórkostlegar skrifstoí- ur, þegar kollegar þeirra f Grimsby og Hull, sem máske róku 10—20 slík skip, höfðu skrifstofur í smákytrum og eina vélritunarstúlku. Ekki eru mörg ár síðan útvarpið, i leiguhúsnæði, leigði þvih'kt bákn fyrir einkaskrifstofu út- . varpsstjórans, að gestir hans voru náilega vart í kallfæri er þeir komu inn fyrir dyrnar. Og lengi má telja ósómann. Það er að vísu ekki -étt, að gagnrýna bruðl einstak- linga svo lengi sem þeireyða sínu fé og eignum, ef þeir þá fara heiðarlega á hausinn þegar yfir lýkur. Það á að vera lögmál hinnar frjálsu samkeppni og menn verða að hlíta því. Á hinn bóginn er það ai- gjörlega ófyrirgefanlegt þegar þeir menn, sem annaðhvori fara með eignir og fé hins opinbera eða vinna á styrkj- um og gróðamöguleikum að- al-atvinnuvegs Iandsmanna, koma svo sínum málum að ekki má út af bregða ef ein- hver misbrestur er á fisk- veiðum eftir margra ára góð- æri — þá er allt í óefni. Það telja eflaust margir, aö það sé viturleg ráðstöfun bankanna og Seðlabankans að byggja og kaupa Ióðir og hús, setja fé sitt í fasteignir, sem hvorki rýrna né falla, eins og það er kallað. Eflaust er þetta rétt, og enginn láir einkafyr- irtækjum, hafi þau fé aflögu, að ráðstafa því þannig. Eti menn gái að því, að hér er um opinberar Iánastofnanir að ræða, hverra aðalstarf er útlán fjár, en ekki bygginga- brölt. Eátum vera, ef nú væri þaö algleymi I fjármálum, að eftirspum eftir lánum væri lítil, jafnvel hverfandi, og stórar upphæðir Iægju hreyf- ingarlausar í hólfum banka Þá mætti vel kaupa og byggja. En nú er ástandið ékki þannig, öðru nær. Mörg fyr- irtæki þurfa skjótrar fyrir- greiðslu til að halda lífi og flest geta þau gefið gulltrygg veð, tryggari en margir þeir, sem mest fá.. Hlutverk bank- anna er þó fyrst og fremst peningaútlán, cn ekki, í þess orðs venjulegu merkingu, fjár- og eignasöfnun um hóf fram. Sú skoðun, sem virðist hafa gripið suma banka hér, að bankastjórar séu eigendur bankanna, er ekki rétt, þeim er aðeins trúað til að reka þá með skynsemi- og að sinna hlutverki bankastarfseminnar. 1 stað bankastjóra eins ogþeir tiðkast erlendis, em banka- stjórar nú orðnir skurðgoð á stalli, óskeikulir í fjármálum, fremstir í listúm og sjálfsagð- Ir í öllum mciriháttar boðum og samkvæmum, líkt og kvik- myndastjömur f heimssam- kvæmum og brennivínsbrunn- um Rivierunnar, Miami Bc- ach, Rio de Janeiro og á öðrum glitrandi lindumsam- kvæmislífsins. Þetta er orðin óheillaþró- un, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Uppi er nú opin- ber spamaðaralda varðandi siglingar fólks og starfsemi ferðaskrifstofa. Eins og oft vill brenna við, þá er fyrst þrengt að þeim minnstu. Lúx- usflakk nýríkra. er þjóðinni hvimleitt en flestir munu þó eyða eigin fé enn sem komið er. En almenningur, fjöldinn, sem siglir suður í sól, er hvorki nýríkur né til veru- legs ósóma. Þetta fólk eyðir vart í siglingar sínar meiru en það eyðir í sömu lrfs- þörf hér heima. AðaHöndin. sem til ef siglt eru ódýrustu ferðamannalönd heimsins, Mallorca, Spánn, eða dvöl á skipum, sem sigla Miðjarðar- hafið, heimsækja hafnir og síðan heim. Og flest af þessu fólki siglir í stórreisu einu sinni á æfi, sumt skreppur út í sumarfrí og eyðir þar minnu en ef það tínir upp kartöflu- og kjötsjoppurnar út um Ianð og dvclur í þeim hreysum, sem uppnefnd epu af lands- Iýð „HOTEL". En samt er það ósk hins opinbera, að þessum ferða- Iögum sé hætt — hætt vegna kostnaðar. Það er enn nokk- uð langt í Iand þar til jafn- vægi næst I bönnum á fs- landi. Við erum fljót að banna og þjóðin er fljót að éta ofan i sig öll bönn, fá- ránleg sem sanngjörn. Þetta er nefnilega eðli nýlendná, sem skyndilega er gefið frelsi. Þetta er Iíka á sinn hátt, heppni þeirra ríkisstjóma, er við taka. Fyrstu áratugina er allt lagt upp úr þjóðemi, föð- urlandsást, ættjarðarstolti og öllum þeim fögm, en mikið til úreltu hugtökum, sem mest var hvíslað um meðan þjóðin var í ánauð og for- ustumenn um frelsisbaráttu bæði ortu og rituðu af „eld- heitri ættjarðarást" — eins og það var kallað. Islendingar hafa hvað mest allra þjóða grætt á þessari ættjarðarást, svo ekki sé nú talað um stoltið, menninguna og þóttann. A þessum fáu ámm hefur okkur tekizt að Ieika svo af okkur að ekki mun aðeins kosta tugmiljónir heldur hundmð að ,bæta fyrir glappaskotin og þjösnaháttinn. sem hræddir forustumenrr hafa skapað landsmönnum upp til hópa. Hér vora mögu- leikar að eignast nýtízku þjóðvegi, sem lagðir hefðu verið undir stjóm sérfræð- inga, jafnvel af erlendu vinnu- aflí, sem var f landinu hvort eð var. Slíka möguleika hef- ur hver þjóðin á fætur ann- arri nýtt sér, nema Islend- ingar, sem nú hafa hlotið þá vafasömu vegtyllu að vera skemmst á veg komnir í vegagerð, en vegagerðer okk- ar stærst nauðsyn vegna að- stæðna í landinu. Til skamms tima var jafnvel nær ófært á bífreiðum í forsetabústað- inn, sem er þó á næstu grösum við hðfuðstaðinn, 10 til 15 mín. akstur. Það er munur að þjóðarstoltinu. Og allt þetta má þakka klækjum komma, sem spiluðu á ætt- jarðarástina og kölluðu alla hjálp landráð og hræðslu, og mannleysi þeirra, sem með völdin fóra. Nú er veinað um að taka stórlán, lán, sem er sérlega heppilegt ef síldin ætlar að bregðast og afurðir okkar sílækkandi á heims- markaði. En Islendingar geta allt. Og ennþá Ieikur hamingju- hjólið við okkur. Ein þjóða á Norðurlöndum höfum við tækifæri til að hlusta á frem- ur lélegt, en þó oft snilld- arlega skemmtilegt amerískt sjónvarp, ásamt því íslenzka. Þannig að við erum öfundar- efni kotríkjanna hinna, sem næst okkur standa. Krafta- verkið ) „íslenzkt sjónvarp" hefur séð dagsins Ijós hjá 190 þúsund manns. Það er að vísu 80% erlent, en þó furðu- lega gott, það skammt sem það nær. Gæfuleysi okkar í þessum málum .nálgast mest gæfuleysi Sólons okkar ís- Iandus, sem Hjálmar í Bólu orti um. Vegna nokkurra gamalmenna, komma og menningarlubba, er nú sú heppni um garð gengin til að bjarga íslenzkri menningu, þegar alþjóða sjónvarp — Telstar — er á næstu grösum, hvar allar þjóðir verða þátt- takendur og geta hlustað og og skoðað að vild. Og almenningur, að venja sefur, lætur þessa minnihluta- pjakka kúga sig og hlægja að sér, hristir góðlátlega höf- uðið, Iíkt og ringlaður kálfur sem fyrst er hleypt út á vor- in. >

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.