Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 04.09.1967, Blaðsíða 7
TVTámidagtir 4. september 1967 Mánudagsblaðið 7 Á OFBELDIAD RÁÐA? „Aldrei hafa svo margir, átt svo fáum jafn mikið að þakika'*. Eittihvað á þessa leið fórustWin- ston Ohurchill orð um þá er vörðu Engiland í síðasta striði, þegar ekki var annað séð en það félli þá og þegar í óvina- hendur. Enda þótt í þessum orð- um hans felist nokkurt ofmat á hsefileikum og getu brezkra Hvað er að gerast? MANN FYLGIST MEÐ í dáglegu starfi er hann háður þróun tímans — þeim öru bréytingum, sem géhást kringúm hann. ■ Plann ies Frjálsa Verzlun - því hann er maðurinn, sem fylgist með. Framhald at 1. síðu. í kirkjuna, heldur einskonar baðstofusúð upp í sperrukverk- ar. Mun það nú þykja hákirkju- legra að dómi biskups. I>ví að hinar aimennu hvelfinggr í kirkjum er sagt að hann nefni „braggahvelfingar“ — Sem sagt, hér er verið að byggja nýja birkju. Og ekki mun sú kirkia eiga að vera ljóslaus og köld: fyrir rafmagni er nú séð. Við kirkjugarðinn skammt undan séluhliði er hóll einn, merkiiegt og fagurt nóttúrusmíð sem forn helgi hvílir á og hefur frá 6- munatíð Mkst skipi á hvolfi. Fyrir nokkrum árum var þar x-eist styttan „Landsýn", engil- mynd er horfir til hafs. Nú hefur verið grafið inn i hól þennan svo norðurenda hans er kollbylt. Þar hefur verið steypt rafstððvarhús og salemi. Þýkir ýmsum nú, sem þama hafi ver- ið unnin náttúruspjöll. Hin nýja kirkja á nú að fá Ijós og hita frá rafstöð þessari. Séð er fyrir því að ekki þurfi að hugsa fyrir aðfengnu rafmagni í bráð og ekki munu hinir fáu baeir í Selvogi njóta góðs af þessum ljósatækjum kirkjunnar. Hár eru hliðstæðar aðferðir hafðar og með húsaupphitunina í Skól- holti. Fyrir nokkrum árum voru ráðamenn þar feomnir að þeirri niðurstöðu að hagkvæm- ast væri að leiða hverahitanr, frá Laugarási, sem er þar ó- þrjótandi, heim að Skálholti, að- eins þriggja kílómetra langa vegalengd. Þá hefði hin stóra Skálholtskirk j a og svonefnd „biskupsstofa" ásamt ráðsmanns- bústaðnum fengið ótakmarkaða upphitun og áreiðanlega ódýr- asta. En heyrzt hefur að biskup hafi sett sig eindregið upp á móti þessu. I þess stað laetrjr hann hita upp Skálholtsstað með hráolíu. Hve mörg tonn af henni fara þar til upphitunar á mán- uði á vetrum vita vist fæstir, en það «egja Biskupstungnamenn að í kirkjunni sé aldrei nægjanleg- ur hiti þegar kuldaveður em. Menn hafa spurt hvaða vald hefur biskup til þess að láta rífa niður kirkju sem hefði gtöt- að staðið öhögguð og óbrevtt um ókomnar aldir meðsæmilegu viðhaldi eins og Strandarkirkja var. Heyrzt hefur að sóknar- nefndin, sem ésamt söfnuðinum hefur ein framkvasmdarvald með sína sóknarkirkju hdfi, ekki ver- ið spurð ráða með þessar til- tektir. Heldur geri biskup þetta allt upp á sitt eindæmi. Strandarkirkja var að kom- ast á þann aldur að jeljast gamalt hús; hún var sem áður segir, sterk og vönduð bygging og átti því að fá að standa ó- breytt um ókomin ár. En biskup virðist á allt ann- arri skoðun. Hann lætur rífa þessa kirkju og byggja aðra sem minnir ekkert á þá gömlu. Hér er ráðizt á fomhelgar minjar og milljónum fjármuna sóað til einskis. í staðinn kemur eitt- hvert nýtízku tildur, sem ferða- mönnum og þó einkum útlend- ingum mun þykja lítið til komx. Margir dáðust að hinni gömlu kirkju og sögðu að hún í sínum einfaldleik hefði eitthváð það við sig, er þeir finndu ekki í öðrum kirkjum. I sumar kom sú fregp f Morgunblaðinu (frá biskupi) að nú færi fram viðgerð á Strand- arkirkju og einhver hefði af- hent allháa fjárhæð til hennar. Hét biskup þá um leið álands- menn að efla gjafir og áheit til kirkjunnar, sem mest þeir mættu, því að nú þyrfti hún mikils við. Þvílíkur hugsunarháttur! A sama tíma og hann lætur rífa niður kirkjuna, sem á 8 miljón- Íl’ 1 sjóði, getur hann hrópað á þjóðina að gefa henni meira. — Væri móske tilraun að gefa út syndakvittunarbréf á nafni Strandarkirkju og vita hvort að þjóðin hlypi ekki til. Nei, hér hefur verið framið óforsvaranlegt óþurftarverk. Og þó að hans herradómur Sigur- björn Einarsson hengi á brjóst séir biskupskross, setji upp hina margumræddu míturhúfu og iþylji máske graMarasöng við vigslu hinnar nýju Strandar- kirkju, mun hann eiga erfitt með að réttlæta gjörðir sínar. Þær vekja undrun flestra hugs- andi manna og gremju margra þeirra sem í heiðri höfðu hina gömlu Strandarkirhju. — E. I flugmanna, því það er vitað, að Þjóðverjar hefðu farið létt með að sigra England, ef þeir hefðu snúið sér eingöngu að því, þá er þetta spakmæli eigi að síð- ur táknrænt i sögunni, þegar svo stendur á, og á . í mörgum tilfellum vel við. Þessum orðum hins látna stjórnmólaskörungs má alveg snúa við, þegar í hlut á ofbeldi fárra manna gegn fjöldanum. Hér i okkar fámenna og fá- tæka landi er þetta alltaf öðru hverju að skjóta upp kollinum og það er ekki sjaldan se mof- beldið sigrar. Þjóðin hefur farið margra góðra hluta á mis vegna sigurs þess. Nýjasta dæmið um sigur of- beldisins er boðuð lokun sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavíkur- fllugvelli. Stjómmálalegt ofbeldi hefur löngum haft lag á því að höfða til þjóðarsálarinnar, æsa til skemmdarstarfa í skjóli þjóðhoU- hollustu og þjóðarmetnaðar. Tii fylgis við slíkan málstað er oft hægt að teyma marga auðtrúa sál og villla henni sýn á það sem að baki býr. Það er .látið líta sakleysislega út, þegar sagt er að yfirmaður varnarliðsins geri þetta af viðskiptalegum, á- stæðum. Þess er hins vegar vandlega gætt að geta þess hvergi hverjar þær viðskiptalegu ástæð- ur eru.' Eitt er þó alveg víst að hvaða sjónvarpsstöð sem ætlar sér að koma sjónvarpsefni til notenda um strengi eða línur i hverja íbúð verður með þvx að leggja í ærinn kostnað, hjá því að sjónvarpa um loftnet. Hinir frægu sextíumenningar, sem svo hafa verið nefndir, riðu á vaðið, sem kunnugt er, og heimtuðu að Keflavíkurstööinni yrði lokað af svökölluðum menningarlegum ástæðum. All- ir vita hvemig þessu brölti þeirra var tekið af almenningl. Óvéfengjanleg viljayfirlýsing yf- irgnæfandi meirihluta sjón- varpseigenda og annarra notenda um það að loka ekki stöðinm liggur fyrir. Andstæðingar sjón- varpsins hlupu til og söfnuðu undirskriftum til að fá stöðinni lckað en var svarað á eftirminni- legan hátt með tífalt sterkari undirskriftasöfnun. Úrslit þess- ara undirskriftasafnana hefði því átt að nægja til þess að sanna hver var vilji meirihlut- ans og málið þar með verið út af dagskrá.! Þegar svo er komið að of- beddið nær ekki settu markimeð áhlaupi, er byrjað að grafainn- anfrá og bak við tjóldin. Hug- myndin um „íslenzkt sjóhvarp" er kitluð. Margir „snolblbhanar*1 tóku að gæla við hugsanir uin feitar stöður við væntanlegt sjónvarp, og hugmyndin varð að veruleika, án þess að gera mii.nstu grillur útaf þvi bvað ,,króinn“ þyrfti á pelann úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Nú þegar, er svo komið, eftir fórra mánaða starfrækslu hinn- ar íslenzku sjónvarpsstöðvar að starfsiiði hennar er fjölgað um meira en 100%. Hver borgav brúsann? Eitt af áróðurstrompum of- beldismanna var að reyná að vekja aflhygli á skaðlegum glæpamyridum Keflavíkursjón varpsins. Það fór þvi einkar vei á þvi, að fyrsta kvöldið sem ís- lenzki „reifarstranginn“ opnaði augun og allir stóðu á öndinni af eftirvæntingu að sjá menn- ingárstraumana geisla úr augum hans, urðu vitni að einni svæsn- ustu glæpamynd, sem útilokað var að nokkru sinni hefði kom- izt til sýningar, án aldurstak- marks, framhjá myndaeftirliti tovikmyndahúsanna. Húrra, ls- lenzkt sjónvarp, — nú gátu öll börn Reykjavíkur og nágrennis fengið að sjá heim á eigin heim- ili það, sem þau heíðu aldrei fengið að sjá í kvikmyndahúsi — eiginmanninn í dulargervi gamallar keriingar leggja si>' alllan fram við að slátra eigin- konunni. Segið svo góðir hálsar að íslenzk menning sé enn þá í bamsskónum. Ég skal fúslega játa að margt af þvi, sem sýnt er í Kefla- víkursjónvarpinu er léttmeíi. enda ekki ‘ óeðlilegt, þar sem dagskrá þess er átta til fjórtán stundir á dag, alla daga ársins. Nú erum við frædd á því að í væændum sé fræðslusjónvarp á vegum íslenzka sjónvarpsins. I hverju þetta verður fólgið fylgdi ekki fréttinni. Með allri virð- ingu fyrir því tel ég útilokað, þó ekki nema sé af fjárhagslegum ástæðum, ef þær þá skipta nckkru máJli, að ætla að það komist nokkurntima á næstu áratugum í þvi efni með tærn- ar þar sem Keflavíku rsjónvarp- ið hefur hælana. Því er ekki mikið haldið að fólki opinber- lega að fræðssluþættir Kefla- ■vnkursjónvarpsins eru þeir beztu á heimsmælikvarða, enda fengn- ir hjá beztu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, sem hafa tekið þá saman upp úr alfræðibókinm Encyclopedia. Við höfum notið Keflavxlcur- sjónvarpsins, okkur algjörlegaað kostnaðarlausu. Hvað er það sem mælir á móti þvi að við > get- um það áfram. Þvi er fljótsvar- að. Það er ofbefldið, sem nærist á þvi.að sniðganga lýðræðislegar leikreglur manna. Ég æflla að nefna hér tvö dæmi um ofbeldi í íslenzkd bjóðhfi, sem hefur valdið þjóð- inni óbætanlegu tjóni. Snemma á árunum eftir styrj- öldina buðust Bandaríkjamenn til þess að leggja veg frá KeflavTc um Reykjavik til Hvalfjarðar, Islendingum að kostnaðarlitlu. Ofbeldi örfárra manna kom í veg fyrir það. Snemma á árinu 1956 höfðu Bandaríkjamenn ákveðið að byggja stórhöfn í Njarðvíkum. Þá var hér við völd samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks- ins. Þáverandi utanrikisráðhexra átti ekki tíðförult í ræðustól á aiþingi, enda ekki þingmaður. Þó brá svo við í febrúarmánuði það ár að hann kvaddi sér hlljóðs í þinginu. Tilkynnti hann þing- heimi að hann hefði þá nýverið gengið frá undirritun samnings við Bandaríkjamenn um bygg- ingu stórhafnar í Njarðvikum. Allt fé til framkvæmdanna kvað hann liggja fyrir, allar teitoning- ar fullbúnar og tæknilegir scr- fræðingar á leið til landsins og framkvæmdir hæfust. nasstu daga. Með miklum fjálgleik gat hann þess að hann hefði í leiðinni tryggt íslendingum fu/Xl afnot hafnarinnar með Bandaríkja- mönnum. Mér virtist hann þá telja þetta stóran sigur þjóð sinni til handa. 1 næsta mánuði — nánar sagt í marz 1956, sam- þykkti þrífóturinn á Alþingi (Framsókn, Kratar og kommún- istar) að reka vamarliðið úr landi. Allir vita hvað úr þvi varð og þekkja þá sögu. Hins vegar varð þetta að sjálfsögðu nóg til þess að Bandaríkjamenn. kipptu að sér hendinni og á hafnarmálið í Njarðvxk hefur aldrei verið minnzt siðan. Hversu lengi ætlar alþýða Is- lands að líða það, að henni. sé af ófyrirleitnum stjómmála- mönnxxm talin trú um að við lifum við hið fulllkomnasta lýð- ræði, á sama tíma sem ofbeldið er látið ráða ferðinni um mikil- vægustu mál hennar og skaða hana um milljónahundruð fyrir opnum augum alls almennings? Þeir eru stundum dýrir ráð- herrastilamir, ekki sízt þeima sem hafa að einkumnarorði: „Hvað varðar ckfcur um þjóð- arhag“. Þ. i HOTEL miEIÐIR VERIÐ VELKOMIN 108 gestaherbergi öll útbúin nýtízku þœgindum. Glœsileg innisundlaug og finnsk gufubaSstofa til afnota fyrir hótelgesti án endurgjalds. Þrír veitingasalir, Blómasalur, Víkingasalur og Caféteria meS veitingum viS allra hœfi. UmboSsmenn LoftleiSa og ferSaskrifstofur um allt land taka á móti herbergja- og farmiSapöntunum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.