Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 23.10.1967, Blaðsíða 2
Mánudagsbiaðið Máiradagor 23 oktober W67 Jónas Jónsson frá Hriflu: Tveir merkir þjóðleiðtogar Tryggvi Þórhallsson og Jón Þorláksson Þessir þjóðleiðtogar áttu mik- inn þátt í að mynda og móta flokkaskipun á Islandi í sam- ræmi við lífsskoðanir og lífs- kjör fslendinga á ofanverðri tutt- ugustu öld. Er fordæmi þessara þingskörunga í mörgu lofsamlegt og á maf-gan hátt til fyrirmynd- ar samtíðarmönnum og eigi síður fyrir komandi ár. Ef þjóð- in ber gæfu til á ókomnum öldum að varðveita frelsi og þjóð- lega menningu þá verður þess- ara leiðtoga minnzt fyrir lof- samlega forgöngu þeirra við að takmarka áhrif bölvalda þjóð- arinnar, áhrif áfengiseitrunarinn- ar- Það gerðu þeir með misjöfn- um en áhrifamiklum hætti. Tryggvi Þórhallsson tók ungur þá stefnu að láta áfengi aldrei koma inn fyrir sínar varir og hann stóð við þetta æskuheit Reyndi þó meira á hann f þessu efni heldur en aðra menn hon- um samlenda. Tryggvi Þórhalls- son var forsætisráðherra í fimm ár, einmitt það tímabil þegar ’ gestkvæmara var hér á landi heldur en endranær. Það var árabil alþingishátíðarinnar miklu þegar nálega 40 þúsund gestir innlendir og útlendir gistu land- ið þar af þrjá daga við tjald- búðalíf á Þingvöllum. Tryggvi Þórhallsson hafði orð fyrir þeim ungmennafélögum sem báru fram á Alþingi óskina um hin miklu hátíðahöld allrar þjóðar- innar og fékk það mál sam- þykkt. Fulltrúar allra flokka unnu -að undirbúningi þessarar samkomu í 4 ár á 150 fundum. Allt það starf var ólaunað á- hugmannastarf. Alveg sérstak- lega reyndi Tryggvi Þórhallsson að hafa mikla reisnu fyrir innlenda og útlenda menn, sem voru flestir óvanir algeru bíndindi á manna- mótum- En engir dómhæfir menn, átöldu ráðherrann fyrir stefnu- festu sína og enginn vafi er að hin einlæga og óhvikula forseta Tr. Þ. í áfengismálinu varð hon- um og landinu til. sóma. Jón Þorláksson var áhrifamik- ill forustumaður um árabil sem flokksleiðtogi, borgarstjóri og for- o sætisráðherra- Hann lét hafa vín um hönd í opinberum veizlum en gaf ætíð það fordæmi að láta eingöngu lyfta glasi við skála- ræður eða samskonar kveðjur en ekki í staðinn fyrir drykkjar- vatn. Telja má að þessir tveir forystumenn hafi markgð tvær leiðir í stórmáli. Þær eru báðar færar og virðulegar. Fyrri leið- in er nokkuð erfið sumum Is- lendingum en jafnframt virðuleg og mjög til fyrirmyndar í þjóð- aruppeldi. Leið Jóns Þorláksson- ar er eini sómasamlegi vegur menntaðra manna þegar vin- notkun er talin óhjákvæmileg í samkvæmum f opinberu lífi. Fordæmi Tryggva Þórhallssonar er sem betur fer örugg heim- ilum og sumum mannamótum hugsjónafólks. Fordæmi J. Þ- er fyrirmynd . fjölmargra dugandi manna. Telja má að þriðji hver ráðherra í núverandi ríkisstjóm og fyrri ríkisstjómum síðan Tryggvi Þórhallsson lét af stjómarforystu fylgi línu J. Þ. Þegar sleppir tilgreindum undantekningum eru mörg dæmi óskemmtileg fyrir þjóðina. Kunn dæmi eru um ráð- herra, sendiherra og bankastjóra sem komu flugleiðis úr trúnað- arferðum fyrir þjóðina frá út- löndum en voru mjög ósjálf- bjarga svo að þeir þurftu hjálp áleiðis að og inn í bílinn. Þá vaknar efi um hvort þessir leið- togar hafi getað staðið vel fyrir málstað landsins á erlendri grund-. Hinar tíðu ferðir íslenzks liðsodda á norrænar samkomur hafa komið óorði á íslenzku þjóð- ina jöfnum höndum fyrir hið al- þekkta tilgangsleysi slíkra mann- funda og í öðru lagi fyrir drykkju- Iæti margra Islendinga í þessum tilgangslausu ferðum. Frægt er dæmið úr slarkveizlu á Þingvöll- um. Búið var að sýna gestum Sogsvirkjunina. Veitingar voru miklar en kveðja skyldi .fara fram £ Valhöll. Greindur en ölv- aður oddviti Islendinga stóð upp til að halda kveðjuræðuna en þá slitnaði sálarþráðurinn. Mað- urinn mundi að lokum eftir krist- indómi í sambandi við staðinn. Bað hann gestina þá að drekka skál Jesú Krists. Þá var veizl- unni lokið í það sinn. Drykkjuskapur svokallaðra heldri manna í landinu er háskalegt fordæmi. Jóla- og áramótafagn- aður á heimilum ölvaðra manna er víða sorglegur atburðyr. Hús- faðirinn dauðadrukkinn hrakyrðir konu sína og lemur bséði hana og börnin. Stálpuð böm hringja í lögregluna. Hún kemur á friði um stund en illindi halda oftast áfram. Þegar meirn er haft við, einkum um hvítasunnu eru yfir- FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJUP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurými miöaö viö utanmál.ryö- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. Vesturgötu 2 BALDUR JÓNSSON, Hverfisgötu 37. RATSJÁ, Laugavegi 47. — BÚSLÓÐ v/Nóatún. ölva ungmenni og eldra fólk i Hundraða eða jafnvel þúsunda tali á Þingvöllum, Þrastaskógi, Þjórsárdal, Laugarvatni, Bifröst í Borgarfirði- Eitt sinn komu fjögur þúsund óboðnir gestir til Þingvalla. Athugull læknir kast- aði tölu á lýðinn og taldi helm- ing gestanna lítt sjálfbjarga. Sumir voru að reyna að bíta gras úr flögum til að seðja hung- ur sitt. f Reykjavík og flestum kaup- stöðum og þéttbýlissveitum er drykkjuskapur eins konar inn- gangur að dansi. Þar sem löfi- regla er ekki til varðgæzlu má búast við áflogum og illindum Saga félagsheimilanna snertir áfengismál líðandi stundar. — Nokkrir bsendaþingmenn og leik- menntavinir i Reykjavík fundu upp það snjallræði að leggja skatt á’ lítt menntandi skemmt- anir til að styðja þjóðleikhús- byggingu í Reykjavík og fþrótta- og fundarhús í sveitum og kaupstöðum. Þetta hefir tekizt. Þjóðleikhúsið er perla í listalífi höfuðborgarinnar. Jafnframt hafa verið og er unnið að því að reisa fjölmörg stórmyndarleg félags- heimili í sveitum. Þessi fram- kvæmd hefur orðið mikill menn- ingarauki landinu- Leikmenntin stendur með miklum blóma í tveim leikhúsum í höfuðstaðnum og þessi listgrein er ein um hit- una að bjarga eldi og anda menningarinnar gegnum brim og boða dásvefnsins sem herjar víða um lönd frægar listgreinar. En skuggar hvíla því miður að veru- legu leyti yfir framkvæmd þessa máls víða um land. Fyrir nokkrum árum var ég staddur við vígslu félagsheimilis í sveit. Það var góður samkomustaður fyrir 400 gesti. Fór ein slik sam- koma þar fram með miklum myndarskap. Nokkrum vikum síðar var þar önnur samkoma mjög ólík þeirri sem fyrr er að vikið. Nú var öllum seldur að- gangur að húsinu til að afla fjár án áfengis. Allt var gróða- vænlegt. Dýr söugflokkur. — Margir höfðu birgðir áfengis í fórum sínum. Innan tíðar voru ofurölva hundruð manna- Áflog og riskingar, brotnir gluggar, hurðir, borð og békkir. Staður- inn allur í rústum nema vegg- ir og öflugir stigar. Hér var fólk við hyersdagslegan ölæðisdans og síðast áflog og húsbrot. Þetta hús var hugsjónabygging, dregið niður í sorpið með ölæði afvegaleiddra manna- Hér má benda á glöggar hn- ur í þýði n garmiklu þjóðmáli. Línu Tr. Þ. mun lengi minnst að verðleikum. Lína J.Þ. er verð- ur vegur þeirra sem vilja og geta notað áfengi eins og eld á is- lenzkum hlóðum án þess að neita siðmenningunni. Fyrir þá, sem eru of veikgeðja, brjóta húsgögn og siði mannfélagsins eru eins til lækningaleiðir fyrir utan stúk- una. Ég mun síðar í lítilli blaða- grein gefa þeim tvö vinsamleg heilræði- Ef mannfélagið ber gæfu til að nota heilræðin eftir þvi sem við má koma munu ó- gæfusöm böm aldred framar þurfa að biðja feður sína að hætta að misþyrma þeim og mæðrum þeirra. Auglýsið / Mánudags- blaðinu bera TVÆ R bragðljúfar sigarettur nafiiið CAM E L ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN Lí sjö og landi, sumar og veiur Ilmandi Camel- og allt gengur betur 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.