Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 19.12.1967, Blaðsíða 8
UR EINU í ANNAO Sjónvarp —- Símahappdrætti — Dýrasta bókin — Jólaljós — Verðlag — Helgislepja Það. er ansi smekklegt af sjónvarpinu að skíra einn skemmti þáttinn sinn eftir þessum dálki okkar, sem hér hefur birzt í fimmtán ár undir sama nafni. Ekki að sjónvarpsþátturinn sé eins góður og þessi þáttur heldur hitt, að hann gerir tals- verða viðleitni, og væri enn betri, ef stjórnandi hans eða þula vaeri ekki- of tilgerðarleg. Hún ætti að vera alþýðleg, eins og við — og talandi um sjónvarp, þá er það einkar smekklekt, að eyða nú talsverðum gjaldeyri í Leonard Bern- stein-þættina — músíkk — sem við fengum frítt í Vallarsjón- varpinu. Að tarna er laglegur háttur til að spara gjaldeyri .. Vitið* þið hve margir verða Símahappdrætti fatlaðra og lamaðra sárreiðir, jafnvel ofsareiðir — vegna þess að þeir sjá'lfir gleymdu að taka þátt í happdrættinu, þegar síminn hringir. Sei, sei, nei, eri sannleikurinn er sá, að það er fjöldi manna, sem er sjálfum sér sár, pg þá ekki síður fyrirsvars- mönnum hapþdrættísins, fyrir að hafa gleymt að taka þátt í því. Skrítið er nú það, en þar sem um göfugt málefni og þarft er að ræða, þá ættuð þið ekki að gleyma því nú — enn er tími. SJÓNVARP REYKJAVÍK í í ÞESSARI VIKU Það væri gaman að vita hvaða lýsingar-----og hrifningarorð íslenzkir framámenn myndu nota ef þeir einhvern tíma lentu í bókmenntum, sem raunverulega væru mikils virði, listaverk á einn eða annan hátt. Mbl. hefur viðtal við helztu framá- m&nn okkar í bókmenntum og öðru í sambandi við Svetlönu hina rússnesku og hin plebiska hrifning og „stóru" orðin yfir sniilld hennar eru svo gífurleg, að ef til sannrar listar kæmi yrðu þessi sjení okkar að^sitja eftir orðlaus — algjörlega krúkk eða mynda ný orð, sem þeim er raunar ófært, vegna þess, að þau sem fyrir eru ná hámarki lýsinganna. Eða hvað er ofar „stórkostlegustu skrifum" — eins og eitt sjeníið orð- aði það. Ðýrasta bók ársins ku vera bréfa- og reikninga- og bók- haldssafn Friðriks Jörgensen, sem rannsóknarar hafa nú tekið saman og bundið í eina heild. Þetta merka safn er aðeins til í fjórum eintökum og kostar litlar 54 milljónir króna, e-ftir því, sem enn er komið fram. Jörgensen mun vera okkar dýr- asti höfundur og komast karlar eins og Kilijan hvergi nærri honum. Vissulega met á heimsmælikvarða. Jæja, Geir borgarstjóri kveikti loksins aftur jólaljósin í bprginni eftir tveggja ára jóla-„black-out", naut þar ágætrar samvinnu kaupmanna við Laugaveg, Austurstræti og Skóla- vörðustíg, en allar þessar götur þurfa nauðsynlega að Vera upplýstar mánuði fyrir jól og út þrettándann. Vonandi hefur borgarstjórnarmeirihlutinn séð sjónvarpsmyndirnar frá öðr- um höfuðborgum og þá miklar jólalýsingar þar. Ljós og skraut er ekki aðeins sómi fyrir borgina heldur er það líka „gott fyrir business" eins og kaupmenn segja. Húsmóðir skrifar: ........ „Verzlun ,er nú komin á það stig á íslandi, að kaupmenn hljóta að fara að gera greinarmun á t.d. ávöxtum. Hér eru seldar misjafnar teguhdir af appelsínum, súrar, sætar, safa- miklar og safalitlar, en ALLAR á sama verði. Þetta er mol- búakaupskapur, lítt bjóðandi fólki upp á slíka verzlunarhætti. Að vísu erum við kröfulítil þjóð enn, en því gera kaupmenn ekki, sém allt vita, greinarmun á þessum varningi, hafa mis- munandi verðlag eftir gæðum?, er þetta máske þessi mjög- rómaði kaupmannamórall hér á íslandi?" Skyldu nú siðferðisyfirvöldin hætta helgislepjunniá þeim dögum, sem AÐEINS á íslandi eru álitnir helgir dagar þ.e. 2. dagur jóla, Þorláksmessa o. s. frv.? Við erum orðnir að at- hlægi fyrir „messurnar" okkar á gervihelgidögum, töpum tugmilljónum í peningum á „frídögum", sem hvergi þekkjast í nútíma þjóðfélagi, en ríðum svo hnút á~ósómann með því að hleypa þjóðinni á skemmtistaðina með „böll" út um allt daginn fyrir almennan vinnudag. Og svo undrast menn lé- legar heimtum á vinnustöðum og fyllast umvöndunum vegna hegðunar almennings. GLEÐILEG JÓL! Sunnudagur 24.12.1967. Aðfangaðagur. 14.00 íþróttir. Efni m.a.: Tott- ehham Hotspur og Leicester City. 15.00 Jólaundirbúningur um víða veröld. Myndin lýsir jólaönnum í ýmsurn löndum, og börn svara spurningum um jólasveininn. Þulur og þýðandi: Tómas Zoega. 15.25 Á biðilsbuxum. Skop- mynd með Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke) í aðalhlutverkum. íslenzkur texti: Andrés Indriðason. 15.55 Drengjakór Kaupmanna- hafnar syngur. 16.25 Hlé. 22.00 Aftansöngur. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson prédikar og þjónar fyrir aldari. Dómkórinn í Reykjavík syngur. Organleik- ari: Ragnar Björnsson. 22.45 Helg eru jól. Kammerkór Ruth Magnússon flytur ióla- söngva og helgisöngva ásamt hljóðfæraleikurum Musica da Carnera. 23.15 Cancerto grosso eftir Cor- elli. Flutt af þýzkum lista- mönnuín (Þýzka sjónvarpið). 23.35 Dagskrárlok. Mánudagur 25. 12. 1967. Jóladagur. 17.00 Stundin okkar. Umsjón: Hinrik Bjarnason. Jólatrés- skemmtun í sjónvarpssal. Börn og unglingar úr Hafnar- firði og frá Selfossi syngja. Jólasveinninn kemur í heim- sókn. Barnakór syngur í Ak- ureyrarkirkju. Heimsótt hús sr. Mathíasar Jochumssonar. 20.00 Jólahugvekja. Séra Emil Björnsson. 20.10 Hátíð í borg og byggð. Dagskrá um .iólin, fléttuð við- tölum og svipmyndum úr skammdegisannríkinu. Um- sjón: Gísli Sigurðsson. 20.50 Fæðing frelsarans. Kvik- mynd þessi er helguð f æðingu frelsarans en að auki er brús;ðið upp rriyndum úr sögu . Gyðingaþjóðarinnar fyrir daga Krists. Sýndir eru ýmsir helztu helgistaðir Biblíunnar. Þýðinguna gerði séra Lárus Halldórsson og þulur með honum er Valgeir Ástráðsson, stud. theol. 21.40 Sönglög úr íslenzkum leikritum. Guðrún Tómasd. syngur. Til aðstoðar er söng- fólk úr Pólýfónkórnum og Ólafur Vignir Albertsson, sem annast undirleik á píanó. 22.00 Gullvagninn. (Le carrosse d'or). Frönsk-ítölsk kvik- myrid gerð af Jean Renoir árið 1952. Með aðalhlutverk fara Anna Magnani, Duncan Lamont, R. Rioli og O. Spad- aro. ísl. texti: Óskar Ingimars. 23.40. Dagskrárlok. Þriðjudagur 26.12.1967. Annar í jólum. 18.00 Kertaljós og klæðin rauð. Jólaþáttur Savanna tríósins. Áður fluttur á jólum 1966. 18.25 Vinsælustu lögin 1967. Hljómar frá Keflavík flytja nokkur vinsælustu dægurlög- in á þessu ári í útsetningu Gunnars Þórðarsonar. 18.40 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.15 Spurningakeppni sjón- varpsins. Að þessu sinni keppa lið frá bifreiðast. Bæj- arleiðum og Hreyfli. Spyrj- andi er Tómas Karlsson. 20.45 „Hér gala gaukar". Svan- hildur Jakobsdóttir og sex- tett Ólafs Gauks flytja skemmtiefni eftir Ólaf Gauk. 21.15 Valsadraumar. Óperetta eftir Oscar Strauss. F. Dör- mann og Leopold Jacobsen. Meðal leikenda: Ellen Winth- er, Susse Wold, Else Marie, Édith Foss, Peter Steen og Dirch" Passer. Danska út- varpshliómsveitin leikur und- ir stjórn Grethe Kolbe. Söng- fólk úr kór Konunglega leik- hússins aðstoðar. Óperettan er flutt samtímis á öllum Norðurlöndum CNordvision — Danska sjónvarpið). 22.35 Dagskrárlok. Blaójyrv alla Miðvikudagur 19. desember 1967 Miðvikudagur 27.12.1967. 18.00 Grallaraspóarnir. Teikni- myndasyrpa gerð af Hanna og Barbera. íslenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 18.25 Denni dæmalausi. Aðal- hlutverk Jay North. ísl. texti: Guðrún Sigurðardóttir. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennirnir. Teiknimynd um Fred Flint- stone og granna hans. ísl. texti: Vilborg Sigurðardóttir. 20.55 Björgunarafrekið við Látrabjarg. í þessum mánuði, nánar tiltekið 12. des. voru liðin 20 ár frá því að björgun- arafrekið við Látrabjarg var unnið. Slysavarnafélagið lét gera þessa I kvikmynd, sem vakið hefur athygli víða um héim, eins og björgunarafrek- ið gerði á sínum tíma. For- maður björgunarsveitarinnar var Þórður Jónsson, bóndi á Látrum. Óskar Gíslason tók myndina en þulur er Björn. Sv. Björnsson. 21.45 Listasafnið í Louvre. Tvinnuð er saman saga Louvre hallarinnar og hins heimsfræga listasafns þar og sýhd mörg listaverk. Leið- sögumaður er franski leikar- inn Charles Boyer. Þýðandi og þulur: Valtýr Pétursson listmálari. 22.35 Apríl í París. Bandarísk dans- og söngvamynd. Aðal- hlutverkin leika . Doris Day og Ray Bolger. ísl. texti: Ósk- ar Ingimarsson. (Áður flutt 23. des. 1967). 00.15 Dagskrárlok. Föstudagur 29. 12. 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 í Nýja íslandi. Kvikmynd gerð af ísl. sjónvarpinu í ná- grenni Winnipeg-borgar á sl. sumri. í myndinni eru m. a. viðtöl við nokkra Vestur-ísL Umsjón: Magnús Ö. Antonss. 21.10 „Riedaiglia". Ballett sam- inn fyrir sjónvarp af Alvin Ailey og dansaður af ballettfl. hans. (The Alvin Ailey Ame- rican Dance Theater). Tónlist: Georg Riedel. Stjórnandi: Lars Egler. Ballett þessi hlaut 1. verðlaun í Prix Italia fyrir skömmu. (Nordvision — Sænska sjónyarpið). 21.35 Guðrún Á. Símonar syng- ur. Á efnisskránni eru ísl. og erl. sönglög. Undirleik annast Guðrún Kristinsdóttir. 21.45 Dýrlingurinn. Aðalhlut- verk leikur Roger Moore, ísl. texti: Bergur Guðnason. 22.35 Dagskrárlok. Laugardagur 30. 12. 1967. 17.00 Endurtekið efni. 1. Með- ferð gúmbjörgunarbáta. Skipaskoðun ríkisins lét gera þessa kvikmynd. Hannes Þ. Hafstein erindreki Slysa- varnafél. flytur inngangsorð. Áður flutt. 28. 12. 1966 og 19. 3. 1967. — 2. Hornstrandir. Heimildarkvikmynd þessa gerði Ósvaldur Knudsen um stórorotið landslag og af- skekktar byggðir, sem nú eru komnar í eyði. Dr. Kristján Eldjárn samdi texta og er hann einnig þulur. Áður flutt 2. desember 1967. 17.50 íþróttir. Hlé. ' 20.30 Riddarinn af Rauðsölum. Framhaldskvikmynd byggð á sögu Alexandre Dumas. 3. þáttur: Genéviéve. ísl. texti: Sigurður Ingólfsson. 20.55. Frá heimssýningunni. Sjónvarpið hefur áður sýnt kvikmyndir, sem það lét gera á heimssýningunni í Montreal sl. sumar, en þessi mynd er kanadísk. Heimsóttir skál- ar ýmissa þjóða á heimssýn- ingunni, sem ber hátt í sögu þessa árs, sem nú er senn á enda. Þýðandi og þulur: Gylfi Gröndal. 21.45 Maðurinn í hvítu fötun- um. Brezk gamanmynd. Að- alhlutverk: Alec Guinness, Joan Greenwood og Cecil Parker. ísi. texti: Dóra Haf- steinsdóttir. 23.16 Dagskrárkvk. Bókfellsútgáfunn/ HAFÖRNINN eftir Birgi Kjaran. Bækur Birgis Kjarans, alþing- ismanns, eru löngu þjóðkunnar, enda Birgir mikill ferðamaður og náttúruskoðari, eins og Auðnu- stundir og Fagra land báru með sér. Nú hefur Bókfellsútgáfan gefið út enn eina bók eftir Birgi og nefnist hún Haförninn og fjall ar um hinn tignarlega en hverf- andi konung loftsins, en þessari tegund arna hefur fætkað um gjörvallt norðurhvel jarðar. Síð- asta talning arna leiddi í ljós, að a öllu íslandi er nú um 40 full- orðnir fuglar en 16 ungar, en sú talning fór fram s.l. sumar. í bók þessari, sem er í senn fræðandi og skemmtileg, leitast höfundur við að gera íslenzka haferninum nokkur skil, lífi hans og háttum. Hefur hann safnað frásögnum víðsvegar að af land- inu, einkum þar sem fólk hefur haft náin kynni og búið nálægt dvalarstað hans. Innver svo skot- ið ýmsum þjóðsögum og sögnum um haförninn, ásamt Ijóðum. Auk Birgis sjálfs, sem er aðalhöf- undur, ritar dr. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur . ýmis- legt fræðirit um örninn. Myndir eru fjölmargar bæði svartar og hvítar svo og litmyndir og eru sumar þeirra hreinustu listaverk. Er bók þessi hin eigulegasta, skemmtileg og fróðleg, 205 bls. MEfiKIR ÍSLENDINGAR Bókfellsútgáfan sendir nú frá sér Merka íslendinga, nýr flokk- ur, IV, en bækur þessar komu fyrst út árið 1962 og síðan eitt nýtt bindi á hverju ári. Bókaflokkur þessi hefur náð geysilegum vinsældum hjá al- menningi', enda hafa íslendingar jafnan haft gagn og gaman af æviágripum merkra manna, sem völdust til forustu á þeim árum, sem þjóðin var að vakna af alda- gömlum dvala. í þeim flokki, sem nú> lýkur hafa verið birt æviágrip 74 manna frá ýmsum öldum, flestra frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Eins og í fyrri bindum er það tímaröðin sem ræður mið uð við fæðingarár þess sem um er ritað. í þessu bindi er sú ný- breytni upp tekin, að birtar eru ævisögur tveggja kvenna, sem mikið komu við menningarsögu þjóðarinnar á þessari öld. Meðal ævisagna, sem hér birt- ast eru: Jósep Skaftason, læknir Naustum, Pétur Guðjohnsen org- anleikari, Einar Jónsson, Hoíi Vopnafirði, Sigurður prestur í Vigur Stefánsson, Bríet Bjarnhéð insdóttir, Jón Olafsson, bankastj., Magnús Sigurðsson, bankastj., Gunnlaugur Claesen ýfirlsekriir og fjöldi annarra merkra marina. Jón Guðnason, fyrrverandi skjalavörður bjó til prentunar og er allur frágangur bókarinnar skínandi góður, en hún er 280 síður. Svikulgagnrýnií bókmenntum Framhald af 4. síðu. ar og vilja sitja á friðarstóli og sáttir við alla menn. Slíkir menn eru búnir aS vera sem gagnrýnendur og byggja venjulega á þegjandi samþykkt: þú skrifar vel um mig og ég um þig. Við verðum að losa okkur við þessa gömlu fauska. Bók- menntir okkar fara vaxandi, skáldum fjölgar og verkin aukast. Ef ungu skáldin eru gerð að „efnismönnum" löngu áður en þau hafa þroska og reynslu til verka, þá er um leið vísað á bug allri von um að þau reyni að bæta sig. Þetta er nú bókmennta- stefnan í dag. VEKJARAKLUKKUR. LÓÐAKLUKKUR. SKÁPKLUKKUR. ELDHÚSKLUKKUR. MAGNÚS E. BALDVINSSON, Laugavegi 12^, sími 22804 Hafnargötu 19, Keflavík>

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.