Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 2
2 VlKINGURINN 77/ /esenda. íslendingar hafa jafnan verið og eru taldir bókhneigðir. f hlutfalli við mann- fjölda mun óvíða í heimi vera gefið jafn- mikið út af bókum, blöðum og tímaritum og hér á fslandi. Öll samtök, félög, flokk- ar eða starfsgreinar, sem hafa talið sig einhvers megnug, hafa ráðist í að koma sér upp málgagni, og lagt allt kapp og vinnu í viðhald þess. Þessi útgáfustarf- semi byggist á þeirri nauðsyn, sem talin er vera til þess, að kynna samtök og til- gang þeirra öllum almenningi, og til þess að auka þekkingu og einingu félagsmanna. Blaðakostur íslendinga er mikill, en við hann er tvennt að athuga í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi verður flest það, sem dagblöðin flytja, meira eða minna litað af stjórnmálum, og í öðru lagi eru dagblöðin mjög óhentug til flutnings öllu því, sem til sérþekkingar telst. Því er það, að fjöl- margir hópar manna, sem eiga sameigin- leg áhugamál, oftast bundin við sérstaka starfsgrein eða sérstaka þekkingu, hafa lagt í það, að gefa út blöð og tímarit. Það er óþarfi að ræða nánar þörf og tilgang slíkrar útgáfustarfsemi, því það hlýtur að vera hverjum manni ljóst, hvílík nauðsyn það er fyrir félagsskap eða starfsgrein, að eiga aðgang að einhverj um þeim vettvangi, er sameiginleg áhugamál og lífskjör verði rædd. Ein er sú stétt manna, sem þrátt fyrir brýna þörf, hefir ekki ennþá ráðist í að gefa út málgagn að staðaldri, áhugamálum sínum til framdráttar, en það er sjómanna- stéttin. Með tilliti til þess, hve hafið og þeir, sem sjómennsku stunda, er stór og sterkur þáttur í íslenzku þjóðlífi, má það nærri einstakt heita, að jafn lengi hefir dregist og raun er á orðin, að þessi þátt- ur þjóðlífsins eignaðist sitt eigið málgagn. Að vísu er það nokkur afsökun, að engin stétt á eins erfiða aðstöðu til þess að fylgj- ast með og til sameiginlegra átaka, eins og sjómannastéttin. En einmitt því frem- ur hefir verið þörf á málgagni, sem bein- línis væri til þess ætlað, að gefa sjómönn- um kost á því að fylgjast með, ekki sízt í málefnum, sem snertir þá sjálfa. Mörgum þeim, sem um þessi efni hafa hugsað, hef- ir verið það ljóst, að sjómannastéttin yrði fyrr eða síðar að fá sitt eigið málgagn, sem starfaði án sérstakrar stjórnmálaafstöðu og væri eingöngu helgað málefnum sjó- mannastéttarinnar. Því var það, að sá eini ópólitíski aðili, sem um var að ræða á þessu sviði, en það var Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, hófst handa í þessu augnamiði og kemur hér í fyrsta skipti, ávöxtur þess starfs fyrir almeun- ingssjónir. Því miður er þetta fyrsta eintak þessa blaðs ekki eins vel frá gengið að efnisvali og æskilegt hefði verið. Ber margt til þess. Fyrst og fremst vildu aðilar þeir, sem að þessu blaði standa, ekki láta það koma út á undan eða um l.íkt leyti og Sjómannadagsblaðið, til þess að spilla ekki fyrir sölu þess. Flestir þeirra, sem að blaðinu standa, voru meira og minna hlaðnir störfum vegna Sjómanna- dagsins og sýningarinnar og eru það enn. Því var upphaflega ætlunin að láta blaðið hefja göngu sína 1. ágúst og koma svo á hálfsmánaðarfresti fyrst um sinn. Vegna alveg sérstakra og raunar óvæntra orsaka, þótti bera nauðsyn til að láta blaðið koma út eins fljótt og auðið var. Verður það ekki rætt nánar að svo stöddu, en þess mun ef til vill verða minnst við tækifæri. Vegna þess að svo mjög þurfti að hraða útkomu blaðsins, vannst ekki tími til þess að ná til þeirra almennt, sem blaðið eiga í fram- tíðinni að rita, sjómannanna sjálfra. Blað þetta, sem nú og framvegis mun bera nafn- ið „Víkingurinn", er til orðið vegna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.