Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 7
7 VÍKINGURINN Við siglingar að næturlagi í höfnum og þröngum sundum eru þær ómissandi. I hinum mikla fiskiflota, var þó ljós- varpan til skamms tíma óþekkt. Nú eru all mörg þýzk fiskiskip búin góðri Ijósvörpu. Það er ánægjulegt, að fiskiveiðafélögin í Wesermiinde, er einnig voru fyrst til að nota bergmálsdýptarmælir, hafa nú viður- Ljósvarpa. kennt, að góð ljósvarpa er ómissandi ný- tízku fiskiskipi. Enda gert ráðstafanir til þess að setja þær í skip sín. Menn spyrja nú: Hvers vegna var þetta ekki gert löngu fyrr? Því verður aðeins svaraö á þá leið, að það tók einnig lang- an tíma, að kenna mönnum gagnsemi ann- arra nautiskra og tekniskra nýjunga, svo sem dýptarmæla, miðunarstöðva o. fl., þar Framhald á 10. síðu. Nauðsyn s/ysa varnastarfseminnar. Eins og kunnugt er, hóf Slysavarnafé- lag íslands starfsemi sína á öndverðu ári 1928. Mesta áherzlu lagði félagsstjórnin á það í fyrstu, að safna félögum og þar með fé til þess að geta útvegað nauðsynlegustu björgunartæki á þá staði, sem reynslan hafði sýnt, að slysahættan var mest. Sú starfsemi hefir borið viðunandi árangur eftir ástæðum, og skýrslur félagsstjórnar- innar sýna, að drukknanatala sjómanna hefir lækkað að verulegu leyti síðan félag- ið tók til starfa. Næsta sporið var að eignast björgun- arskip, sem sérstaklega var ætlað að vera skipum og bátum til hjálpar og aðstoðar á hafi úti. Kort það, sem hér með fylgir, skýrir betur en nokkur orð, hve þörfin er brýn fyrir slíka hjálparstarfsemi. Vonast fé- lagsstjórnin þess, að eftir næstu 10 ár, muni skiptöpum fækka svo, að næsta kort sýni augljósan mun, og að skipaeigendur og vátryggingarfélög finni til þess í minnkandi útgjöldum vegna skipskaða, að slík starfsemi hafi tilverurétt, og ef til vill sé þess vei'ð, að hún njóti einhvers styrks frá þessum aðilum í framtíðinni, eftir því sem ástæður leyfa. Það er von- ast til þess, að sjóvátryggingarfélögin og skipaeigendur hagnist á starfsemi Slysa- varnafélagsins, eins og slysatryggingin á að hagnast á því, ef drukknunum getur fækkað. Vé.' vitum, að sjómanuablaðið „Víking- urinn“ muni beita áhrifum sínum til efl- ingar slysavörnunum, sem öðrum áhuga- og menningarmálum sjómannastéttarinn- ar til gangs og gengis fyrir land og lýð. Þess vegna ber að fagna útgáfu slíks blaðs og árna því allra heilla, þegar það nú hefur göngu sína. J. E. B.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.