Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1939, Blaðsíða 6
6 VÍKIN GURINN völlur fyrir réttu vöruverði, þ. e. hóflegri álagningu. Útvegsmenn Vestmannaeyja hafa sett fordæmi um hvað gera þarf til þess, að halda olíuverðinu innan hæfilegra tak- marka. Það verð, sem útvegsmenn í Eyj - um verða að greiða fyrir oliuna, getur ef- laust verið nokkurnveginn mælisnúra fyr- ir verði almennt, því ekki er ástæða til að halda, að olíufélögin sæti óhagstæðari inn- kaupum, en hið litla samlag Vestmanna- eyja. Þar sem hlutaráðning er nú að verða al- menn á vélskipaflotanum, og talað jafnvel um að lögbjóða hana, er þetta jöfnum höndum hagsmunamál sjómanna og út- vegsmanna. Hér ættu því margar hendur að geta unnið létt verk. Almenn samtök beggja aðila þarf til þess að tryggja hið rétta verð. Það blandast engur hugur um, að olíu- kaupin eru stórmikið hagsmunamál fyrir útveginn. Jafnvel eins eyris lækkun á olíu- lítra, sparar tugi þúsunda á ári. Sailor. Víkingurinn er sammála greinar- höfundi um það, að þetta mál þurfi að yfirvega og færa í rétt horf, en til þess eiga sjómenn að beita mætti sínum til sam- taka. Víkingurinn mun fúslega veita viðtöku greinum, sem vekja athygli á ein- hverju því málefni, er snertir sjómenn og þeirra kjör, og úrbóta þurfa. Væri æski- legt að sjómenn létu til sín heyra um áhuga- og dægurmál, frekar en verið hefir. Ljósvarpa fyrír fiskiflotann. Almennt vita menn reyndar hvað ljós- varpa er. Hitt veit fólk minna um, hve gagnlegt tæki hún er á skipum. Því kynn- ast menn bezt af frásögnum um slys, er skip liafa orðið fyrir á dimmum storm- nóttum á rúmsjó eða við land. í mörgum þessara frásagna er ljósvörp- unnar getið í sambandi við björgun. Og mörgum skipbrotsmanni hefir verið bjarg- að við glanrpa ljósvörpunnar, af sökkvandi skipsflaki eða björgunarbátum,- er rekið hafa hjálparvana um ólgandi úthafið. I hinni skínandi sólkringlu ljósvörpunnar fundust þeir og varð því bjargað. Hugsi maður sér ennfremur hið erfiða starf hinna eiginlegu björgunarskipa, eða þá björgunarbáta slysavarnafélaganna, þá verður ljóst, að án góðrar ljósperu er björgun að næturlagi, hvort sem er við ströndina eða á rúmsjó, svo að segja ó- gerningur. Við sérhverja björgun eru skjótar framkvæmdir meginatriði. Nokkrar mínútur geta ráðið úrslitum um það, hvort björgunin heppnast eða ekki. Ef bíða þarf dagsbirtunnar, þegar svo stendur á, líða dýrmætar stundir, er auka raunir skipbrotsmannanna, og ríða oft baggamuninn. Hjálpartæki, sem ekki má án vera. Þessi reynsla hefir leitt til þess, að ljós- vörpurnar hafa verið settar í fjölmörg verzlunarskip fyrir löngu. Gagnsemi þeirra er og ekki bundin við björgun eingöngu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.