Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 2
Grímur Þorke sson stýrimaður: Hornstrandir og vitamálin Ef við virðum fyrir okkur uppdrátt af ís- landi þá sjáum við að Hornstrandir eru norð- austurjaðarinn á skaga einum miklum, sem liggur á milli Húnafióa annarsvegar og Breiða- fjarðar hinsvegar. Ef okkur langar til að virða fyrir okkur Strandirnar og Strandafjöllin úr hæfilegri fjarlægð, fjarlægð, sem gerin fjöllin blá, þá er ágætt tækifæri að gera athuganir sínar af þilfari skips, sem komið er 20—30 sjómílur suðaustur frá Hornbjargi og er á leið inn á t. d. Ingólfsfjörð eða Norðurfjörð. Skyggni þarf að vera gott og veður stillt, þá sér maður alla strandlengjuna, allt frá Horn- bjargi og inn eftir öllum Húnaflóa. Við þekkj- um nokkra fjallatinda. Við sjáum sjálft Horn- bjargið blasa Við okkur í norðvestlæga átt. Geirólfsgnúp og Miðmundahorn í vesturátt. Lítið eitt sunnar eru Drangarnir, sem minna helzt á tennur í stórviðarsög, lengra inni í landinu skín sólin á beran skallann á Dranga- jökli, sem óefað dregur nafn sitt af Dröngun- um. I suðvestri er Kálfatindur á Krossnesfjalli og loks hin fagra og sérkennilega Reykjanes- hyrna. Við sjáum aragrúa af fjöllum og fjalla- tindum, en við þekkjum þau ekki nærri öll, en látum okkur nægja að kalla þau einu nafni Strandafjöllin. Einkennileg og kaldranaleg strandlengja þetta, þegar allt er á kafi í snjó um hávetur, en við förum að brjóta heilann um hvar við séum eiginlega stödd á hnettinum og komust fljótt að raun um, að Við erum hér norðurvið heimskautsbaug, norður á hjaraver- aldar, þar sem mætast tvö víðáttumikil og vold- ug heimshöf. Atlantshafið, menningarhafið mikla og þjóðvegur skipanna. Hafið, sem geymir sokkin meginlönd og gömul menning- arríki í djúpum sínum, er komið hingað alla leið sunnan frá Suðuríshafi og mætir hér við Hornbjarg hinu nístandi og menningarfjand- samlegaNorðuríshafi. Hér heyja þessi tvö stór- veldi í ríki náttúrunnar sína endalausu bar- áttu um yfirráðin. Hér geisa norðaustan storm- arnir oft dag eftir dag og viku eftir viku í skammdeginu. Þeir æða hér yfir brimsollinn sæinn, yfir flúðir og grynningar, sem ná langt út til hafs og upp að stórhrikalegum dröngum og háum fjöllum, sem ganga þverhnýpt fram í sjó. Norðuríshafið, haf kuldans, haf hinna miklu andstæðna, hins langa skammdegis- myrkurs og óviðjafnanlegu sumarnátta, fleyt- ir hingað upp að landinu uggvænlegum vá- gesti, þessi vágestur kemur oft eins og þjófur á nóttu, áður en nokkurn varir og fyllir alla voga og víkur á Hornströndum. Þetta er haf- ísinn, sem allir íslendingar kannast við, ekki sízt þeir, sem á haLnu ferðast. Öllum sjófar- endum er mein-illa við hafísinn, í fylgd með honum eru oft dimmviðri og þokur, sem byrgja alla útsýn. „Margt býr í þokunni", stendur ein- hversstaðar skrifað. Ekki þýðir að ætla sér að treysta á þokubendingartæki á þessum slóð- um. Þau eru jafn fágæt og epli og appelsínur — þau eru algjör bannvara. Á Hornströndum skerast margir fagrir firð- ir inn á milli hárra fjalla. Iiér er Þaraláturs- fjörðurinn, út af honum eru Þaralátursgrunn- in, þar fórst norskt vöruflutningaskip fyrir nokkrum árum. Það fórst með allri áhöfn. Ég man glöggt eftir þessu skipi, það lá á Greni- vík í Eyjafirði samskipa Súðinni, þar sem .jcg var þá stýrimaður. Við vorum á leið austur fyrir land í hringferð. Þegar við komum fyrir Langanes gerði harðvítugan norðaustangarð með fannkomu og gaddi. Þetta hrein ekki á okkur, við vorum komnir í landvar og höfðum liðugan vind, en vesalings „Olfur“ hinn norslci VÍKINGUR 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.