Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Side 24
leið er venjulega farin á þremur sólarhringum í sæmilegu veðri. Þegar komið var í Norðursjóinn hélzt enn sami suðaustan stormurinn, en þar við bættist blindbylur, svo að ekki sást til lands nema endrum og eins, og mynti sú sjón okkur á Hornstrandir um hávetur.því hvergi sást dökk- ur díll, nema þar, sem landið var skógivaxið og vindurinn hafði feygt snjónum af trjánum. — Það vakti því ekki litla undrun okkar, þegar skip fóru að tilkynna, að þýzkar flugvélar væru að gera loftárásir á þau. Við vorum ekki meira inn í styrjaldarmálum en það, að við bjuggumst við, að þessi hættulegu hernaðar- tæki héldu kyrru fyrir í sínu föðurlandi í slíku veðri og vakti það því, að vissu leyti, aðdáun okkar á áræði og kjarki þeirra, sem með stjórn þessara manndrápstækja fóru, en óhjákvæmi- lega skýtur þeirri hugsun upp í huga manns, að betur hefði mátt nota þessa karlmennsku og til þarfari verka, en þarna var um að ræða. Þarna vorum við milli tveggja elda. Norður af okkur varð skip fyrir loftárás á þeim slóð- um, þar sem við höfðum verið fyrir rúmum fjórum tímum og annað skip suð-austur frá okkur um 50—60 mílur. Undarlegar tilfinning- ar, sem gera vart við sig undir slíkum kring- umstæðum! Mitt í ógnum grimmdarinnar og miskunnarleysisins, getum við ekkert aðhafst nema hlustað á lýsingu viðureignarinnar, sem skipin senda frá sér, enda eru tilraunir til að- stoðar af okkar hálfu þýðingarlausar, því hér þarf skjótari viðbragða við, en við getum í té látið. Landsstöðin ,,Wick-radio“, er önnum kaf- in. í langan tíma hefir ekkert heyrst í skipinu, sem er fyrir norðan okkur. Skipsverjarnir hafa líklega yfirgefið það og reynt að bjarga sér í björgunarbátana. Skipið, sem er suð- austur frá okkur, hefir enn samband við landsstöðina. Loftskeytamaðurinn skýrir frá því, að flugvélin hafi hæft skipið, sem er oiíu- flutningaskip, að aftanverðu, og enn hæfir hún með eldsprengju. ,,Wick-radio“ tilkynn- ir, að hraðskreiður torpedóbátur sé lagður af stað til hjálpar. Skipverjar olíuskipsins verða nú að yfirgefa skipið og gefa sig á vald hinna smáu og veikbyggðu björgunarbáta í stormi og stórsjó. ,,Wick-radio“ óskar loftskeyta- manni og öðrum skipverjum alls hins bezta og þá er þeun viðskiptum slitið. Allt í einu heyrum við hvin mikinn úr lofti og sjáum við hvar flugvél kemur þjótandi frá landi og flýg- ur með geysihraða rétt yfir siglutoppanna á skipi okkar og stefnir hún á árásarstaðinn. Aðra flugvél sáum við einnig halda í sömu átt. Síðar fréttum við, að þarna hafi lent í loft- orustu milli hinna þýzku og ensku flugvéla og að ein þýzk var skotin niður. Einnig fréttum við að björgunarbátum olíuflutningaskipsins hafi hvolft áður en hjálpxn kom, og 27 menn drukknað. Þetta sama kvöld rakst danskt flutningaskip á tundurdufl, sem var suður af okkur, en þrátt fyrir að annað danskt skip kom bráðlega á vettvang, drukknuðu margir. Þannig hefir nálega enginn dagur liðið til enda, síðan styrjöldin hófst, að atburðir líkir þessum hafi ekki gerst. Menn eru hætLr að reka upp stór augu yfir slíkum fréttum, þeim venst maður einnig, sem og öðrum sorglegum viðburðum þessa tíma. Klukkan 16,00 þennan sama dag urðum við að leggjast við akkeri undir Kinnard-head vegna byls og storms. Þarna lá einnig fjöldi skipa, sem treystust ekki til að halda ferð sinni áfram, þar sem sigla verður í vissri fjar- lægð frá landi, en það er ógjörningur í slíku veðri, enda logar ekki á neinum vita, sem hægt er að átta sig eftir, þegar myrkrið skellur yfir. Laust fyrir miðnætti urðum við varir við undirgang mikinn, var líkast því, að eitthvað strykist með miklum hraða aftur með skipinu. Varð mörgum hverft við og þutu sumir upp á þiljur, en þeir sem uppi voru sáu ljósblossa, sem lýsti upp himininn, en ekki var hægt að greina úr hvaða átt hann kom. Hér hefir verið um einhverja sprengingu að ræða, ef til vill hefir tundurdufl sprungið í fjörugrjóti töluvert langt frá okkur, því engan hvell heyrðum við, en skruðningar þeir, sem fyrr er getið, munu hafa verið hljóðbylgjur frá sprengingunni, er bárust neðansjávar. Við urðum' einskis varir eftir þetta. Morguninn eftir var akkerið dregið inn og haldið af stað, en við urðum fljótlega að snúa við aftur vegna dimmviðris og storms. Næsta morgun er svo haldið af stað í annað sinn og VÍKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.