Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 4
sem ísland ber nafnið land miðnætursólarinn-
ar, með rentu. Norður af Ströndum sézt sóliti
yfir hafsbrún í hánorðri klukkan 12 á lág-
nætti, en þetta stendur ekki lengi. Smám sam-
an fer nóttin að gera vart við sig aftur, vinnu-
tími sjómannanna fer að smá styttast. Hann
er ekki lengur 24 klukkutímar á sólarhring. í
myrkri veður síldin ekki og þó hún gerði það,
þá væri ekki hægt að kasta fyrir torfurnar,
þær sæust ekki. Þegar kemur fram í miðjan
september fer síldin venjulega að tregðast.
Skipin fara að týgja sig til heimferðar og fólk-
ið fer að fara, — hver heim til sín. Þá dofnar
yfir öllu, aðeins nokkrir menn hafa þar vetur-
setu til þess að sjá um verksmiðjuna og aðrar
eignir Djúpuvíkur. Þar á meðal er Guðmundur
Guðjónsson verkfræðingur og frú hans, bæði
frá Reykjavík. Þau hafa komið sér notalega
fyrir þarna inni á milli fjallanna og virð-
ast una vel hag sínum. Þar sem mönnum líður
vel, þar er gott að vera, fjarri öllum ys og þys
og yfirborðshætti.
Það sem einkennir Strandirnar einna mest
er það, hve þær eru afskektar og fjöllóttar,
samgöngur eru því mjög erfiðar á landi, miili
bæja, fjarða og byggðarlaga. Sjórinn er hér
lífæðin sem fyrri.
Yzt við Reykjarfjörðinn að norðan stendur
Gjögurvitinn. Hann er þarfasti þjónninn fyrit'
siglingar um Útstrandirnar. Úti fyrir nesinu,
sem Vitinn stendur á, er fullt af boðum og
blindskerjum. Þetta eru fjöll, sem rísa upp af
mararbotni á miklu dýpi. Þau skjóta kollinum
upp undir yfirborð sjávar, en eru vandlega
hulin þegar gott er veður og sjór sléttur. En
hvessi hann upp af norðlægri átt breytist um-
hverfið skjótlega. Vindurinn æsir upp öldurn-
ar, þær stækka og stækka og grafa æ meira
um sig, unz þær kenna grunns á þessum neðan-
sjávarfjallatoppum. Um leið og þær kenna
grunnsins, sem verður þeim að fótakefli, þrýst-
ist vatnsmagnið upp á við, þær rísa upp, svo
við himinn ber, í ofsa reiði og brjóta af sér
öll bönd. Þær slíta sig úr tengslum við stall-
systur sínar, hinar öldurnar, sem nóg hafa dýpi
og olnbogarúm. Að síðustu hafa þær reist sig
svo hátt, að þær vantar stuðninginn. ,,Ber er
hver að baki nema bróður sér eigi“. Fjalla-
topparnir, sem rísa upp af mararbotni, hafa
brugðið fyrir þær fæti. Örlög þeirra eru inn-
sigluð, þær hljóta að falla, en ferleg eru fjör-
brotin. Hæsti og þynnsti hluti öldunnar bognar
fram á við og síðan bognar öll aldan niður
eftir, þangað til úr verður við mesta mein-
vætti, sem kallast holskefla. Hundruð þúsunda
eða miljónir smálesta af vatnsmagni bruna
áfram með ofsa hraða og falla samtímis niður
úr mikilli hæð; allt, bæði dautt og lifandi,
sem fyrir þessum fjanda verður, mölvast og
malast mélinu smærra á svipstundu. Það er því
um að gera að forðast þessa óheillavænlegu
staði ems og pestina. Út á það gengur sigl-
ingafræðin og sjókortin meðal annars og skip-
in þurfa að vera sterkbyggð og með miklu
vélarafli til þess, að geta boðið óveðrunum
byrginn. Siglingatækin eru ómissandi hjálp-
armeðul. Vegmælirmn, áttavitinn, lóðið, en
þessi tæki eru dauðir hlutir, sem getur skeik-
að. Þau taka auk þess strauma, afdrift og
krókótta stýringu ekki með í reikninginn. Það
er því ekki hægt að reiða sig á þau nema
upp að vissu marki og alls ekki á þröngum sigl-
ingaleiðum í námunda við land. En hvað er
það þá, sem varar sjófarendur við hættum og
vísar þeim leiðina, þegar augun fá ekki notið
sín? Sé náttmyrkri um að kenna, þá vinnur ljós-
glæta frá ákveðnum stað í landi þetta þrek-
virki, en sé það þoka eða dimmviðri, þá eru
það hljóðbendingar eða merki frá loftskeyta-
tæki, sem vinnur verkið, en sérstakan útbúnað
þarf til þess að hægt sé að notfæra sér hið
síðast nefnda.
Þar sem skipaferðir eru miklar og siglingar
eins og á sér stað úti fyrir Hornströndum, þarf
að koma einhverju af þessum tækjum, helzt
öllum, á fót, til þess að vara sjófarendur við
hættunum, vísa þeim leiðina, létta þeim störf-
in og fiýta fyrir ferðum þeirra. Þetta hefir ekki
verið gert á Ströndum norður nema að litlu
leyti, enn þá sem komið er. Strandamenn þui'fa
mikið á skipakomum að halda. Allur þunga-
vöruflutningur verður að fara sjóleiðina, sömu-
ieiðis fólksflutningar frá og til annara lands-
fjórðunga. Síldarverksmiðjan á Djúpuvík hefir
aukið þörfina gífurlega. Strandamenn þurfa
því að beita sér fyrir því, að skipum verði gert
VÍKINGUR
4