Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 5
greiðfærara og hættuminna að sigla þar upp
undir og á milli fjarðanna. Það, sem fyrst þarf
að gera, er að setja öflugan ljósvita á Selsker.
Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi.
Ef þetta þykir ekki ráðlegt einhverra orsaka
vegna, þá er Krossnesið næst bezti staður, en
þá þarf að sjá fyrir Ingólfsfirði aukalega. Þar
næst þarf að koma smávita, sem lýsir gegnum
sundið við Gjögur fyrir utan hina hættulegu
flúð Létthöfða, en innan við neðansjávarf jöll-
in Barm og Hornsálsflögu. Að leggja milljóna-
skip í slík sund, sem þetta, á næturþeli í næst-
um því hvernig veðri sem er, eins og nú er
gert, er hreint brjálæði, en þó má til að gera
þetta. Að fara út fyrir alla boða þykir ógern-
ingur, því það margfaldar leiðina. Sé á annaö
borð farið út fyrir alla boða, þá þarf að fara
hálfa leið út í hafsauga til þess að vera viss
um að vera frí af öllu, en sé farið sundið, þá
er þetta ekki nema steinsnar á milli Norður-
fjarðar og Reykjarfjarðar. Af þessum ástæð-
um þarf að koma smáviti til þess að lýsa þarna
í gegn.
Með tilliti til notkunar loftskeyta í þágu
siglinga á þessum slóðum vísa ég til grein-
ar eftir mig um það efni yfirleitt,
sem út kom í fyrsta blaði Sjómannadags-
ins í hitteð fyrra, undir fyrirsögninni: ,,Loft-
skeytin í þágu siglinganna“. Óþarfi er að taka
það fram, að allt, sem þar er gert að um-
talsefni, hefir verið algjörlega hundsað eins
og flest annað, sem frá sjómönnunum hefir
komið til þessa. En þar sem af ýmsu má ráða
að straumhvörf og stefnubreyting séu í að-
sigi, þá skal þess getið, að blaðið með nefndri
grein hefir fengist á skrifstofu Vjelstjórafé-
lags Islands, Ingólfshvoli, Reykjavík.
Ég er aðeins kominn á Reykjarfjörð með
.þessar lauslegu athuganir á landshluta þeim,
sem kallast Strandir eða Hoi'nstrandir, en þær
eru ekki þar með búnar Strandirnar, þær ná
nefnilega alla leið inn í Hrútafjarðarbotn.
Eftirmáli.
Eins og alþjóð er kunnugt, þá er nú komið
fram á Alþingi frumvarp um að allt vitagjaldið
renni til vitanna að stríðinu loknu. Sjómenn-
irnir munu fagna þessu frumvarpi af heilum
hug og fylgjast með gangi þess af óskiptri at-
hygli. Þeir eru þeim mönnum þakklátir, sem
frumvarpið flytja, sömuleiðis þeim, sem koma
til með að samþykkja það. Hvort réttmætt er
að bíða þar til stríðinu lýkur, skal enginn dóm-
ur lagður á hér. Það eitt er víst, að sjómenn-
irnir eru vanir biðinni. Þeir vita, að þjóðin á í
vök að verjast vegna stríðsins. Sjómennirnir
eru yfirleitt þjóðhollir menn. Þeim þykir vænt
um land.ð sitt. Þeim dettur ekki í hug að bera
fram óskir eða kröfur í þessu málum, sem ekki
eru í fyllsta máta sanngjarnar og nauðsynleg-
ar. Þeir munu því sætta sig við að bíða enn
um stund, reynist nauðsyn slíkrar biðar á rök-
um reist. Þeir munu ekki bregðast þeirri skyldu
sinni að sigla skipunum yfir ófr.ðarsvæðið til
bráðnauðsynlegra viðskipta, en þeir munu hins
vegar ekki vera ginkeyptir fyrir því, að hætta
lífi sínu í leit að erlendu efni, sem notað kann
að vera til vafasamra framkvæmda, meðan
þeirra málefni eru látin sitja á hakanum. Þeir
munu ekki fara eftir neinum krókaleiðum í
þessum málum eins og þrælborin þý. Þeir munu
ganga sína götu beina og bera fram rökstudd-
ar og sanngjarnar óskir sínar í heyranda
hljóði og leggja spilin á borðið frammi fyrir
alþjóð. Þessum óskum sínum munu þeir halda
til streitu hvað sem á dynur og ekki linna
látum eða slaka á klónni fyrr en sigur er feng-
inn, „óvinafjöldi þótt hörðum dauða hóti“.
Það er sjómannsins hlutverk að fanga fiskinn
úr djúpi hafsins og koma honum á markað-
inn; ennfremur það, að færa skipin heil um
höfin full af fólki og dýrum varningi. Til þess
að svo megi verða, þarf allt að vera sæmilega
í pottinn búið.
Grímur Þorkelsson.
Leiðrétting:
Lesendur eru beðnir að athuga, að falliö böföu niður
úr grein Grínis Þorkelssonar: „Lýðfrelsi og málefni sjó-
manna“, í síðasta blaði, nokkrar setningar, sem geta
5
valdið misskilningi. — Niðurlag fjórðu málsgreinar í
aftari dálki á 36. bls. átti að liljóða svo: „. .. sem er út-
hlutað viö miðaldaskilyrði og er af skornum skammti,
þrátt fyrir hina hœfustu hermara". — Greinarhöf. og
lesenduf era beönir velvirðingar á þessum mistökum.
VÍKINGUR