Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 7
gremju, og verður þá flestum fyrir að skella skuldinni á Veðurstofuna í heild eða á höfunda veðurspánna. Sums staðar erlendis er mikið veður oft gert út af því, hve veðurspár séu lé_ legar, en hér á landi hefir sjaldan til þess komið á opinberum vettvangi. Þessar árásir eru oftast byggðar á ókunn- ugleik og misskilningi. Margir standa í þeirri meiningu, að veðurspárnar séu reiknaðar út eftir ákveðnum lögmálum eða reikningsregl- um — formúlum — og að skökk spá stafi af röngum útreikningi, sem ætti að vera auðvelt að forðast. Margir hafa þó meira og minna glöggar hugmyndir um það, að skökk veður- spá stafi af ónógum upplýsingum um lægða- svæði og veðurlag umhverfis landið eða þá af því, að ekki séu þekkt til hlítar lögmál þau, sem stjórna veðri og vindi á jörðu hér. Og sannle.ikurinn í þessu máli er sá, að veð- urfræðin á engin nákvæm lögmál til hagnýt- ingar við daglegar veðurspár. Byggist veður- spáin því að nokkru leyti á áætlunum eða á- gizkunum, sem reynazt mismunandi réttar. En það eru fleiri vísindagreinar en veður- fræðin, sem hafa líka sögu að segja. Læknis- fræðin er ein elzta vísindagrein mannkynsins. Og þótt því verði ekki neitað, að afrek henn- ar séu dásamleg, þá er hitt ekki síður alkunna, að mjög oft nær þekking og geta læknanna helzti skammt. Og þeim skjátlast í spádómum sinum eins og veðurfræðingunum. Sjúklingar, sem þeir telja dauðans mat, ná fullum bata. Öðrum hnignar, þótt læknirinn hafi spáð þeim skjótum og öruggum bata. Um veðurspárnar og gildi þeirra er það að segja, að í þeim löndum, þar sem tækni og allur aðbúnaður eru þau fullkomnustu, sem tök eru á, er talið, að af öllum veðurspám reynist um þrír fjórðu hlutar alveg réttar, rúmur fimmti hluti réttar að hálfu leyti eða meir, en ein af hverjum tuttugu alrangar eða því sem næst. Hér á landi eru öll skilyrði hin verstu, svo að vafalaust er útkoman mun lakari hér. En um það hafa engar skýrslur verið gerðar. Hér á eftir slcal nú greint frá því, hvernig veðurspáin verður til, svo að mönnum megi skiljast, á hverju hún byggist. Er þess vænst, að þetta verði til að eyða þeim misskilningi, sem áður var getið, og auk þess ætti það að stuðla að því, að menn hafi meiri not veðar- spánna almennt. Framh. Verðmæti útfluttra siávarafurða árið 1939 Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar hafa íslendingar flutt út á síðastl. ári allskonar sjávarafurðir fyrir samtals kr. 59.393,280,00. Birtist hér á eftir sundurliðuð skýrsla um útfiutninginn og söluverðmæti hverrar teg- undar fyrir sig (talið í heilum krónum) : Saltfiskur, verkaður Saltfiskur, óverkaður Saltfiskur í tunnum . Upsaflök ............ Harðfiskur .......... Isfiskur ............ Freðfiskur .......... Fiskur, niðursoðinn . Síld (söltuð) ....... kr. 10.551.450 — 6.188.110 — 357.410 — 130.720 — 483.380 — 6.109.420 — 2.815.460 — 63.230 —- 11.660,580 Freðsíld, íssíld .. Reykt síld......... Lýsi .............. Karfaolía ......... Síldarolía......... Hvalolía .......... Fiskimjöl ......... Karfamjöl ......... Síldarmjöl ........... Hvalmjöl........... Hvalkjöt .......... Sundmagi .......... Hrogn, söltuð...... Rækjur, niðursoðnar Fiskbein .......... — 120.730 — 18.460 — 5.729.070 — 1.170 —- 6.296.960 — 463.820 — 1.531.640 — 305.200 — 5.358.030 — 96.560 — 113.260 — 72.550 — 761.080 — 140.890 — 24.080 VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.