Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 8
Hrakningasaga
Enda þótt alþjóð manna sé saga þess vel
kunn, þæði af frásögn dagblaðanna og út_
varpsins, þá þykir tilhlýðilegt og sjálfsagt að
sjómannablaðið ,,Víkingur“ flytji einnig
nokkra frásögn um þá aðdáunarverðu þrek-
raun, er skipverjar á m.b. ,,Kristjáni“ leystu
af hendi í þeim 12 sólarhringa löngu hrakning-
um, sem þeir hrepptu á vélvana fleytu hér
lengst vestur í hafi, matarlitlir og vatnslausir.
Er sagan talandi vottur um karlmennsku,
þrautseigju og æðruleysi hinna íslenzku sjó-
manna, og fer vel á því, að hún sé sem víðast
sögð í blöðum og tímaritum og þannig varð-
veitt frá gleymsku, íslenzkum sæfarendum til
ævarandi hróðurs.
Fer sagan hér á eftir í stórum dráttum, og er
þar stuðst við frásögn dagblaðanna í Reykja-
vík að mjög miklu leyti.
Vélbáturinn ,,Kristján“ lagði af stað í róður
frá Sandgerði kl. 1 eftir miðnætti þann 19.
febrúar s.l. Veður var gott, austan kaldi. —
Lagði báturinn línuna 8 sjóm. vestur af Sand-
gerði og gekk allt vel þar til verið var að
draga síðasta bólfærið; þá stöðvaðist vélin.
Hafði hún brætt úr „krum.tappa“-legum og
fékkst ekki í gang eftir það. Er þetta skeði
var klukkan um hálf fjögur um daginn. Var
nokkru áður farið að hvessa allmikið af austri,
en rétt í því er vélin stöðvaðist, skall á svarta
bylur. Settu bátsverjar þá upp segl og drógu
samtímis upp neyðarmerki, flagg og kúlu í
aftursiglu.
Eftir stutta siglingu sáu bátsverjar bát fram-
undan. Báturinn, sem þeir ekki þekktu, var
að ljúka við að draga línu sína. Bjuggust báts-
Mótorbáturinn „Kristján“.
verjar við, að bátur þessi tæki eftir þeim, og
kæmi þeim til hjálpar, en sú von brást og hvarf
báturinn þeim í bylnum eftir stutta stund.
Bátsverjar freistuðu nú að sigla upp á
Hafnaleir og tóku því „slag“ með stefnu í suð-
austur. Eftir stutta siglingu sáu þeir togara og
fylgdist hann með bátnum á hægri ferð nokk-
uð á aðra klukkustund. En þar sem tekið var
að dimma kynntu bátsverjar bál á þilfari báts-
ins til þess að draga athygli togarans að þeim.
En allt kom fyrir ekki. Togarinn sinnti þeim
ekki neitt og hvarf þeim svo von bráðar út í
náttmyrkrið.
Um kvöldið mældu bátsverjar dýpið og
reyndist það vera 40 faðmar. Þótti formanni
of mikið dýpið til þess að láta akkeri falla og
tók því það ráð, að halda sama striki til lands.
Um kl. 1 um nóttina höfðu bátsverjar rétt sem
snöggvast landkenningu af Reykjanesi. Mældu
þeir þá dýpið og reyndist það þá mikið meira
en þegar lóðað var fyrr um kvöldið. Töldu
VÍKINGUR
8