Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 10
segja frá því, hvernig dagieg líðan og aðbúð bátsverja var alla þessa löngu og döpru daga og- nætur, sem þeir voru að velkjast á hafinu. Matarforðinn — nestið, — sem þeir höfðu haft með sér úr landi, var skroppinn upp eftir fyrsta sólarhringinn og neyzluvatnið eftir þrjá sólarhringa. — Kolin, sem þeir höfðu með úr landi til eldunar og hitunar á lúgarnum, ent- ust ekki lengur en 3 sólarhringa. Rafljósin í bátnum slokknuðu eftir 2 sólarhringa og eld- spýtnalausir urðu þeir eftir 4 sólarhringa. — Eftir það urðu þeir alltaf að halda eldinum við í ofninum í lúgarnum. Brenndu þeir öllu laus- legu, sem í bátnum var, svo sem stömpum, kössum, lóðabelgjum, kojum og ýmsu öðru, ásamt olíu, en af henni höfðu þeir nóg. Það, sem þeir aðallega lifðu á, var fiskurinn, sem þeir höfðu fengið í róðrinum, en hrogn og lifur borðuðu þeir fyrstu 3—4 dagana. En er útivistin lengdist varð fiskurinn eðlilega svo vondur, að þeir gátu aðeins tekið af honum munnbita og munnbita í einu. — Þeir gerðu tilraun til þess að veiða fugla sér til matar með þeirri aðferð, að draga öngla með beitu á eftir bátnum, en þessi veiðiaðferð mistókst alveg, fuglinn lét ekki ginna sig til að bíta á. En svo mjög sem hungrið svarf að þeim fé- lögum, þá lék þó þorstinn þá ver. Þó gerðu þeir allt, sem hugsast gat, til þess að reyna að draga úr mestu kvölunum af völdum þorst- ans. Þeir stóðu með opinn munninn á móti regninu, átu snjó, sem féll á bátinn, en hann var alltaf seltublandinn, þeir skoluðu á sér munninn með sjó, svo gómarnir límdust ekki saman og þeir klifruðu stundum upp 1 siglutrén og sleiktu af þeim vætuna, sem á þau settist. „Það var voðaleg æfi“, sagði formaðurinn í viðtali v.ið eitt dagblaðanna er í land kom. Til þess að reyna að slökkva sárasta þorstann út- bjuggu þeir tæki til að eima sjómn og freista með því móti að gera hanndrykkjarhæfan. Var það vélamaðurinn, Kjartan, sem útbjó þau. Fyrstu tækin sprungu strax er farið var að nota þau, en þau næstu komu að notum og var framleitt með þeim 3--4 flöskur af „vatni“ á sólarhring með því að halda alltaf áfram að eima. Var ,,vatni“ þessu svo skipt jafnt á milli manna. Var oft erfitt aðstöðu við eim- inguna, í sjógangi og náttmyrkri, — því eina birtan í lúgarnum, eftir að rafljósin slokkn- uðu — var bjarminn frá eldinum í ofninum. Af því, sem að framan hefir verið sagt, ma ráða, að líðan bátsverja hefir verið h.in skelfi- legasta. Og við matarskortinn og þorstann bættist svo óskaplegur kuldi og óslitin vosbúð. 1) lúgaranum var æfin ill, þar var alltaf fullt af reykjarsvælu, sem stafaði af því, er brennt var, einkum af olíunni og kuldinn þar var mjög mikill. Bátsverjar höfðu 5 klukkustunda vaktir, en þess á milli fleygðu þeir sér niður í lúgarnum, rennblautir af kulda og reyndu að blunda stund og stund. Um eiginlegan svefn var ekki að ræða, allan tímann og aldrei fóru bátsverjar úr fötum. Tvisvar á hrakningatímanum gerðu báts- verjar tilraun til að koma vélinni í gang en mistókst í bæði skiptin. í hvorutveggja sinnið tóku þeir vélina í sundur og höfðu af því mikið erfiði. Þeir ristu strigapoka í lengjur og létu lengjurnar, ásamt mikilli smurningsolíu og grænolíu inn í ,,krúmtappa“-legurnar og reyndu að fá vélina í lag með því móti. En þar sem gangþrýstiloftsgeymir vélarinnar var tómur, þá var ekki hægt að koma vélinni í gang nema með handafii, — en það varð þeim ofraun, svo máttfarnir voru þeir orðnir. Það, sem þó reyndi mest á þrek bátsverja og þreytti þá lang mest, var austurinn. Lak báturinn töluvert, en þar sem vélin var ekki í gangi, var ekki hægt að koma dælunum við, og urðu þeir því að ausa með fötum upp úr vél- arúminu upp í gegnum stýrishúsið. Voru menn- irnir svo þreyttir við austurinn, að síðasta sól- arhr^nginn höfðu þeir ekki við og tók þá sjórinn í lúgaranum þeim í mjóalegg. Þá skal aftur þar tekið til við frásögnina af ferðum bátsins, sem frá var horfið hér á undan, en það var þriðjudaginn 27. febrúar. Þann dag breytti um átt og gekk vindur til vesturs. Var það fyrst ekki nema kæla, svo að seglin aðeins stóðu, en brátt jókst hún í byr, sem bar þá til lands. Var nú bátnum siglt í átt- ina til lands allan miðvikudaginn og fimmtu- daginn og fram á föstudagsnótt. Voru þeir þá komnir það nærri landi, að þeir sáu ljósin á togurunum, sem voru að veiðum út af Garð- VÍKINGUR 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.