Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 11
skag-a. En um það leyti fór vindur að verða
breytilegur og gekk meira til norðvesturs.
Aðfaranótt föstudagsms urðu þeir varir við
10—20 togara, en enginn þeirra sinnti bátn-
um að neinu, enda þótt kynnt væri stórt bál
á þilfarinu, og sá togari, sem hann komst næst,
slökkti öll ljós, er báturinn nálgaðist. Telur
formaður að togararnir, a. m. k. einhverjir
þeirra, hafi hlotið að verða bátsins varir. —
Klukkan 3 um nóttina lét formaður taka fokk-
una og leggja bátnum til með stórsegli og
„messan“ og beið svo þannig birtu. Klukkan
hálf sjö um morguninn fór að birta og sá þá
bæði Stafnes og Reykjanesvita. Yar vindur þá
rétt á norðvestan og gekk á með éljum. —
Bátsverjar voru nú komnir á sömu slóðir og
þeir voru á, þegar vélin bilaði og hrakningur-
inn byrjaði. En nú var eftir að ná til lands.
Formaður sá nú brátt að ekki varð kom.izt
fyrir Stafnes eða Skaga, enda fór veður nú
versnandi, svo að engin leið virtist opin nema
sú, að reyna að nauðlenda í Höfnum. Var
bátnum því siglt með fullum seglum til brots
í svonefndri Skiftivík, sem er milli Merkiness
og Junkaragerðis, en þar sýndist bátsverjum
tiltækilegast að taka land, enda er það talið
af kunnugum mönnum vera eini staður-
inn á þessum slóðum, sem mögulegt hefði
verið að bjarga bátsverjum, því veður var vont
og haugabrim.
Þar, sem bátinn bar að landi, var íyrir all-
margt manna úr Höfnum, undir forystu Vil-
hjálms Magnússonar formanns Slysavarna-
sveitarinnar þ?.r. Höfðu Hafnamenn, er þeir
komu á fætur um morguninn komið auga á
bát undir seglum skammt frá landi, og séð
þegar, að ekki var allt með feldu og að gera
þyrfti ráðstafanir til björgunar.
Jafnskjótt og báturinn kenndi grunns —
um 60—70 faðma frá landi — skaut Vilhjálm-
ur Magnússon af línubyssu út í bátinn og hitti
línan bátinn, en í sömu svifum hvolfdi honum.
Bátsverjar höfðu þá fleygt sér í sjóinn. Náði
einn þeirra í línuna og bjargaðist þannig í
land, en hinum skolaði brimið upp í flæðar-
málið og tóku Hafnamenn þar á móti þeim.
Sluppu allir menn í land ómeiddir og má þakka
Hafnamönnum það, enda gengu þeir vasklega
fram við björgunina og hlífðu sér hvergi. —
Var bátsverjum komið strax heim að Merki-
nesi, gefin þar heit mjólk að drekka og hlynnt
að þeim hið bezta. Hresstust þeir furðu fljótt
og ekki er vitað annað, en að þeir hafi nú
náð sér til fulls.
Hefir þá verið rakin hér í helztu atriðum,
hrakningasaga bátsverjanna á m.b. „Krist-
jáni“, og þarf hún engra skýringa við — hún
skýrir sig sjálf.
Mennirnir, sem á „Kristjáni“ voru og ham-
ingjan hre.if úr heljargreipum Ægis og skil-
aði aftur heilum til lands, voru þessir:
Guðmundur Bæringsson formaður, 34 ára
gamall, búsettur í Reykjavík.
Kjartan Guðjónsson vélamaður, 32 ára
gamall, búsettur í Ólafsvík.
Haraldur Jónsson háseti, 32 ára gamall,
búsettur í Reykjavík.
Sigurður Baldur Guðmundsson háseti, 20
ára gamall, búsettur í Reykjavík.
Sigurjón Viktor Finnbogason háseti, 32 ára
gamall, búsettur í Reykjavík.
Vélbáturinn „Kristján“, sem nú hefir borið
beinin í Skiftivík í Höfnum, var eign Gissurar
Kristjánssonar útgerðarmanns í Reykjavík. —
Báturinn var 15 brúttósmálestir, byggður úr
eik og furu árið 1923 af Daníel Þorsteinssyni
skipasmið í Reykjavík. Hét báturinn þá „Jón
Finnssson“ og var í eign Jóhannesar Jónsson-
ar útvegsbónda á Gauksstöðum í Garði, allt
frá því hann var byggður og til ársins 1939,
að hann var seldur Gissuri Kristjánssyni. Bát-
urinn hafði talstöð, en hún var ekki um borð,
og ætlaði formaður að taka hana til notkunar
síðar á vertíðinni. Báturinn var í vetur gerður
út frá Sandgerði, af Lúðvík Guðmundssyni,
útgerðarmanni þar.
Gerist áskrifendur að Sjómannablaðinu Vikingur.
Sími 2630. Box 425
u
VÍKINGUE