Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 12
Þorsteirm Þorsteinsson „Víkingur" mun í framtíðinni, er tækifæri býðst, geta merkra manna úr sjómannastétt, fyrr og nú. Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri, búsettur í Þórshamri í Reykjavík, hefir, eins og mörg- um er kunnugt, verið sjómaður marga ára- tugi og lengst af skipstjóri, bæði á seglskút- um og botnvörpungum. Munu margir minn- ast erinda þeirra, er hann flutti í útvarpið nýlega um skútuöldina og togaratímabilið og þarf því ekki frekar um það að ræða. Allir þeir, sem Þorstein í Þórshamri þekkja, eða kynni hafa haft af honum, munu sam- mála um, að hann hafi verið fyrirmyndar maður í sinni stétt. Ég, sem rita þessar fáu línur, sigldi einu sinni með honum sem háseti á botnvörpung, er leigður var frá Aberdeen og hét „Loch Never“. Enda þótt langt sé um liðið, hefi ég ávallt fylgst með Þorsteini síðan og þekki ég hann því nokkuð af eigin reynd. Hitt mun og öllum landslýð kunnugt, að Þorsteinn hefir á síðari árum, eftir að hann hætti sjómennsku, manna mest og bezt starf- að að björgunarmáium, eða eftir að Slysa- varnafélag Islands var stofnað og þar tii nú og lagt þar fram mikla vinnu og fé. Væri það eitt ærið nóg, til þess að nafni hans væri á lofti haldi hjá íslenzku sjómannastéttinni og að hann hjá henni nyti verðugs lofs. Er þar með ekkert dregið úr þeim heiðri, sem öðrum ber og þar hafa lagt gott til málanna, Þorsteinn Þorsteinsson. ásamt honum. Er enn þá að koma fram, að starf Þorsteins fyrir Slysavarnaf jelag íslands, er að bera góðan ávöxt, enda þótt hann sé horfinn úr stjórn þess nú um stundar sakir. ■ Þeir sjómenn, er nú halda uppi merki stétt- arinnar hérlendis, munu ekki gleyma þeim, er unnið hafa þarft og mikils vert starf í þágu sjómannastéttarinnar, eða verið sínum stétt- arbræðrum til fyrirmyndar. Meðal þessara manna er Þorsteinn í Þórshamri fremstur í flokki. Stjórn F. F. S. í. og Sjómannablaðið Víkingur árna honum alls velfarnaðar. Á. S. VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.