Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Blaðsíða 14
FRIÐRIK V. ÓLAFSSON, skólastjóri: Um útbúnað vélbáta Hrakningar og björgun áhafnarinnar af v.b. „Kristján" hafa vakið menn til nýrrar um-> hugsunar um útbúnað hinna mörgu fiskibáta vorra, sem sækja afla sinn á dýpstu mið á hvaða tíma árs sem er. Eðlilega verður mönnum fyrst hugsað til talstöðvanna, sem allir viðurkenna nú, að sé eitthvert allra-gagnsamasta bjargtækið, sem hægt sé að búa bátana út með, og sem hraða verður eins og unnt er að koma í hverja þá fleytu, sem á sjó fer, og sem haft getur slíkt tæki. En jafnvel þó slíkt tæki sé til, getur það verið í landi til viðgerðar eða í ólagi um borð þegar til þarf að taka, einkum meðan fram- leiðsla tækjanna og kunnátta í meðferð þeirra er hvorttveggja á byrjunarstigi. Hitt er þó veigameira, að eins og nú standa sakir, er það minni hlutinn af bátum vorum, sem fengið haf a talstöðvar, og meðan ófriðurinn stendur, er hætt við að úr því verði ekki bætt til hlítar, einkum þegar litið er á hinn mikla kostnað, sem er við öflun og viðhald tækjanna. Meðan svona er ástatt, liggur því næst fyrir að athuga hvernig bátarnir eru útbúnir að öðru leyti til að mæta margra daga hrakningi um hávetur, því að auðvitað geta svipuð tilfelli og ,,Kristján“ lenti í, komið fyrir hvaða bát sem er. Þegar vél bilar í bát, og ekki næst í skip til að draga hann til hafnar, verða bátverjar að treysta á seglin til að bjargast á til lands og á rekakkerið til að verja bátinn áföllum í aftök- um. Um þennan útbúnað eru sett fyrirmæli í reglugerð um skoðun skipa, og ber að sjálf- sögðu að ganga út frá að þeim sé hlýtt, og að formönnum sé bæði áhuga- og metnaðarmál að hafa þetta í lagi. En jafnvel þótt svo sé, bendir einmitt dæmið um „Kristján" manni á, að ekki sé þetta einhlítt bátverjum til bjargar. Bátur- VÍKINGUR inn var að hrekjast á hafinu í 12 daga og bát- verjar gátu lítillar hvíldar notið vegna þrengsla, kulda, óveðurs og stöðugs erfiðis við að hagræða seglum, ausa bátinn, eima vatn og viðhalda eldi eftir að eldspýturnar voru þrotn- ar. Ekki var að furða, þó nokkuð væri af þeim dregið þegar þeir loks náðu landi, og að þeir þættu hafa sýnt allmikið þrek í að láta ekki bugast né leggja árar í bát, þegar svo lítil von virtist um björgun og líðan þeirra var jafn ill og nærri má geta. Þó voru þeir svo heppnir, að bilunin varð ekki fyr en þeir höfðu dregið línuna, svo að þeir höfðu fisk til matar og gátu eimað vatn til drykkjar, nægilegt til að halda í sér lífinu með. Hvernig hefði nú farið fyrir þessum mönn- um, hefði matai’- og vatnsforði þeirra verið til eins dags, eins og altítt mun á þessum bátum, og hefðu þeir ekki getað náð í vatn eða fisk til matar? Er líklegt að þeir hefðu þolað 10—11 daga erfiði, vökur, kulda og vosbúð, matar- og vatnslausir, og leyft þó því af kröftum sínum, sem með þurfti til að sigla til lands og ná sambandi við fólk? Ég læt hverjum eftir að dæma þar um, en ég býst ekki við að neinum hefði þótt þar skemtileg aðkoma, sem fundið hefði bátinn eftir þann tíma og séð mennina, ef þeir hefðu þá verið innanborðs. Ég álít ekki að draga þurfi upp fyrir les- endum mynd af ástandinu á bátnum undir slíkum kringumstæðum, til þess að menn sjái að hér þarf umbóta við. Við þessu er líka hægt að gera með litlum kostnaði, og er í raun. inni furðulegt að svona tilfelli þurfi að koma fyrir, til þess að opna augu manna í þessu efni. Engu er kostað til að ráði, þó ávalt sé til í hverjum bát matarkassi með svo sem vikuforða af þurru brauði, niðursoðnu kjöti og eldspýt- 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.