Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 15
um, auk sérstaks vatnsíláts fyrir skipshöfnina,
enda er svona úíbúnaður í bjargbátum allra
skipa, sem eru í förum milli landa, og þykir
hann sjálfsagður.
Hitt er annað mál, að vegna tómlætis manna
yfirleitt um útbúnað skipa, annan en þann,
sem nota þarf daglega, er hætt við að slíkri
Björn Jörundsson, útgerðarmaður í Hrísey
og Jón Sturlaugsson hafnsögumaður á Stokks-
eyri, sem nú er látinn fyrir rúmlega tveimur
árum, eru þeir tveir menn, sem mér hafa virzt
einna líkastir, þeirra, er ég hefi kynnst.
Hjá báðum virtist mér tvö skapgerðarein-
kenni koma skýrast fram. Annarsvegar stál-
vilji, sem allt varð að þoka fyrir, og hins-
vegar barnsleg einlægni, sem hafði svo mikið
aðdráttarafl, að menn beinlínis langaði til
að vera í návist þeirra.
Björn Jörundsson, var á yngri árum sæ-
garpur hinn mesti og aflasæll formaður á
eigin skipi, en gerðist síðar athafnasamur at-
vinnurekandi á fleiri sviðum og var talinn
vel efnaður á tímabili.
Fyrir nokkru sendi hann Slysavarnafélagi
íslands 100 krónur að gjöf í rekstrarsjóð ,,Sæ-
bjargar“. Skrifaði ég honum þá nokkrar lín-
ur. í bréfi, er ég fékk til baka, segir hann
m. a.: ,,Því þrátt fyrir, „að auður er afl þeirra
hluta sem gera skal“, þá er andans friður og ró
hin dýrmætasta gjöf, sem lífið hefir að geyma
og um leið afleiðing annara dýrmætra gæða.“
Síðar segir: ,,Af mér er það eitt að segja, eft-
ir því sem fólk segir, geng ég hér um hús
mitt, sem fullsjáandi. Ef sjónina vantaði ekki
finnst mér ég gæti starfað og séð um heimili
mitt nokkuð enn. Til sannindamerkis um ytra
útlit mitt sendi ég þér hér með mynd af mér,
sem var tekin þegar mig vantaði þrjá mán-
uði upp á 80 ár“.
Ég hefi engu við að bæta. Þessar fáu setn-
ingar tala skýru máli.
15
breytingu verði ekki komið á almennt, nema
með íhlutun þess. opinbera. Mér finnst einnig
liggja beint við, að bætt verði inn í fyrirmælin
um eftirlit með skipum ákvæði um, að slíkur
útbúnaður skuli vera í hverjum bát, sem ferð-
ast á djúpmiðum. Vænti ég þess, að F. F. S. f.
beiti sér fyrir skjótri lausn þessa máls.
Bjöm Jörundsson.
Aðalsmanns-einkenni sumra eru svo skýr
og Ijós, að menn hljóta að veita þeim at-
hygli, hvar sem þeir búa, eða fara, hvort held-
ur þeir hittast í fámennum fiskiþorpum á fs-
landi, eða í glæsilegustu sölum erlendra stór-
borga. Björn Jörundsson hefur þessi einkenni,
þrátt fyrir háan aldur. Ég er þess full viss,
að allir vinir hans og kunningjar óska þess,
að „dýrmætasta gjöfin, andans friður og ró“
endist honum á ófarinni æfibraut. Bið ég svo
ritstjóra sjómannablaðsins, að lofa mynd
Björns Jörundssonar að prýða eina af blað-
síðum „Víkings“ að þessu sinni.
J. E. B.
VÍKINGUR