Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 20
annan gáfust 4 af mönnunum upp og hurfu í hafið, fyrst matsveinninn, þá annar kyndar- inn og loks báðir vélstjórarnir. Eftir á kjöln- um voru þá, auk mín, tveir hásetar og vika- drengurinn. Hinum sjóhröktu mönnum er bjargað. — Endurfundir tveggja skipstjóra eftir tuttugu og tvö ár. Við fjórir, sem eftir vorum reyndum eftir megni að missa ekki kjarkinn. En eftir því sem ein klukkustundin leið af annari, án þess að nokkur von sæist um björgun, tók kjark- ur piltanna að bila. Við höfðum heldur ekk- ert til að hressa okkur á, hvorki mat né drykk. Einkanlega tók þorstinn að kvelja okkur og vildu piltarnir þá fara að drekka sjó að lina þorstann, en ég gat með fortöl-< um komið í veg fyrir það. Þegar þeir fóru að þreytast vildu þeir leggja sig útaf og sofna — en það þýddi ekkert annað en dauðann. Ég gerði því það, sem ég gat til að lífga þá upp svo að þeir héldu út þar til hjálp bærist. Um níuleytið á þriðjudagsmorguninn — um það bil 8 klukkustundum eftir að skipið hafði rekist á tundurduflið — komum við auga á skip, er skreið út úr þokunni í vestri. Hug- rekki okkar óx við þessa sýn og byrjuðum við að veifa og hrópa af öllum mætti, enda þótt við vissum, að til beggja vona gat borið með það, hvort til okkar heyrðist, vegna þess að köll heyrast svo skammt á sjó. Við skulfum af eftirvæntingu — yrði komið auga á okkur — eða--------? Biðin, sem ekki varaði nema nokkrar mínútur, fannst okkur næstum óbæri- leg. Svo heyrðum við skipið blása — og þá þóttumst við vissir um, að eftir okkur hefði verið tekið. — Eftirvæntingin, á meðan við biðum eftir því hvort björgunarvonin yrði að vissu, — eða brygðist, reyndist einum félaga minna um megn. Var það annar hásetinn, 18 ára piltur, sem allan tímann hafði staðið sig eins og hetja. Nú kom afturkastið — og féll hann í yfirlið. Þær fáu mínútur, sem liðu, þar til okkur var bjargað, varð ég að halda honum í fanginu. Skipið, sem kom okkur til bjargar, reynd- ist vera flutningaskipið „Leka“ frá Osló. Er skipverjar á „Leka“ höfðu hjálpað piltun- um mínum upp í skipið - því hjálparlaust kom- ust þeir það ekki — þá ætlaði ég að reyna að staulast á eftir þeim, og hélt að svo mikið væri eftir af mér, að mér tækist það hjálpar- laust. En það skjátlayðist mér alveg. Bæði hendur og fætur neituðu „vendingu" og all- ur líkaminn var alveg tilfinningarlaus. Hið fyrsta, sem ég sagði, er ég kom um borð og sá skipstjórann: „Hvað sé ég, ert það þú, Frithjof“? „Kemur heim, Harald. Skemmtilegt að þú skyldir þekkja mig aftur“! Við vorum gamlir kunningjar, en höfðum ekki sézt í 22 ár! Skipshöfnin á „Leka“ lét sér mjög annt um líðan okkar um borð, og fyrir góða aðhlynn- ingu hennar hresstumst við furðu fljótt. Hér lýkur frásögn Haralds Nyegaard skip- stjóra. Hann er 58 ára gamall og var þetta fyrsta ferð hans sem skipstjóra á „Manx“. Eitt loítnet fyrir mörg viðtæki, í'að eru víst ekki margir sem vita það að hægt er a'ð nota sama loftnetið við mörg útvarpstæki án þess, að afkast þeirra rninnki. Til þess að haf'a fyllstu not af útvarpstækjum hér á landi, er nauðsynlegt a'ð nota við þau góð útiloftnet. — I bæjum og kauptúnum, þar sem margir útvarpsnotendur eru í saina húsinu, er oft erfitt að koma fyrir mörgum loftnetum svo vel fari, og oftast nær vill verða úr því leiðinleg víraflækja, með ærnum kostnaði og viðhaldi. Ollu þessu er hægt að komast hjó, ineð því að nota sama loftnetið fyrir öll tækin í húsinu. Þegar loftnets- spennir ér tengdur þétt við hinn virka enda á góðu loft- VÍKINGUR neti, og leiðslurnar þar fró eru með jarðtengdri yfirhlíf, þá er í flestum tilfellum hægt að nota saina loftnetið fyrir allt að 10 viðtæki, án þess að þau dragi hvort frá öðru. Hvað sama loftnetið dugar fyrir mörg tæki, fer allt eftir því, hvað loftnetið er gott, hvað það er langt og hátt og hvað það er vel einangrað frá þakhrúnuin og hús- um í kring; sætti menn sig við eitthvað tap á afkasti, geta tækin verið ennþá fleiri. Rf nauðsynlegt er, að notast við sama loftnetið fyrir fjölda tækja, getur orðið nauðsynlegt að nota loftnets magnara til þess, en það er í flestum tilfellum betra og ódýrara, en að tildra upp svo mörgum loftnetuin. Hy. 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.