Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 21
er að verða veigamikill fcjáttur í atvinnulífi Islendinga
Framleiðsla og útflutningur á frystum fiski
er ein af þeim atvinnugreinum, sem mjög hefir
vaxið hin síðari ár. Eru nú horfur á, að þessi
starfsemi taki enn stórstígari framförum á
þessu ári, enda er þess full þörf, þar sem sú
verkun, sem áður var aðalatvinnugrein, nefni-
lega saltfisksverkunin, hefir stórlega minnkað
og þeir sem sjóinn stunda vilja, af undangeng-
inni reynslu um söluerfiðleika og taprekstur í
sambandi við saltfisksverkun, helzt komast hjá
að halda slíku áfram, ef nokkur von er um að
aðrar verkunaðferðir gefi meira í aðra hönd
jafnhliða minni áhættu.
Það er mjög eftirtektarvert að athuga hina
öru þróun í framleiðslu frysta fiskjarins hin
síðari ár. Sænsk-íslenzka frystihúsið í Reykja-
vík er fyrsta frystihúsið hér á landi, sem byggt
er eingöngu með fiskfrystingu fyrir augum (að
vísu mun frystihús í Vestmannaeyjum hafa
fryst lítilsháttar fisk til útflutnings fyrir ca. 25
árum, en sú starfsemi lagðist brátt niður). Það
byrjar starfsemi sína árið 1930 og er í raun-i
inni eina starfandi fiskfrystihúsið fram til árs-
ins 1935. Á þessu tímabili frysti frystihúsið all-
mikið af fiski til útflutnings, einkum fyrsta ár-
ið, en verðmætið var ekki að sama skapi og
mun þó meira talið á skýrslum heldur en það,
sem raunverulega fékkst fyrir fiskinn, því þessi
starfsemi mun hafa gefið stórtap. Fiskurinn,
sem byrjað var að frysta, var mest þorskur,
hauslaus eða í heilu lagi og verðmæti útflutts
kg. því mjög lágt og mun það ekki hafa bætt
um að fiskurinn var sendur úr landi óseldur.
Árin 1931—1934 dregur svo mjög úr útflutn-
ingnum að magni til, en verðmætið á kg. hækk-
ar aðeins, enda er þá byrjað að gefa meiri
gaum hinum verðmætari fisktegundum. 1934
eru þó ekki fluttar út nema 416 smálestir fyrir
97 þúsund krónur og meðaltalsverð þá 23 aur.
pr. kg.
Frá 1935 og til þessa dags hefir fiskfrysting-
in færst mest í aukana. Liggja til þess ýms
rök, t. d. það, að dragnótaveiðin eykst mjög
og landhelgin er víða opnuð þeim veiðum á
smærri báta, og sem fiska verðmætari fisk-
tegundm, en veigamesti þátturinn er sá, að
erfiðleikar saltfisksframleiðenda eru þá orðn-
ir mjög miklir vegna lágs verðlags og söluerf-
iðleika og menn fara að gera sér ljóst að sú
einhæfni, sem ríkt hafði í framleiðslunni, er
ótraustur grundvöllur og gat haft alvarlegar
afleiðingar fyrir þjóðma þegar harðnaði á
dalnum. Alþingi viðurkenndi þetía sjónarmið
og setti því lögin um Fiskamálanefnd, hagnýt-
ingu markaða o. fl., sem komu til framkvæmda
í ársbyrjun 1935. Eitt af þeim verkefnum, sem
Fiskimálanefnd hefir aðallega starfað að, er
íramleiðsla og útflutningur á frystum fiski og
má óefað fullyrða að það er að verulegu leyti
verk Fiskimálanefndar, hvað þessi atvinnuveg-
ur hefir vaxið glæsilega síðustu fimm árin. f
árslok 1936 eru frystihúsin þó ekki nema sex
talsins, en í árslok 1938 eru þau orðin 19. —
Þegar þetta er riíað eru starfandi fiskfrystihús
orðin 23 talsins og auk þess verið að undirbúa
breytingar á eldri frystihúsum og nýbygging-
ar, sem munu fjölga frystihúsum upp í 32 á
þessu ári.
Útflutningurinn hefir aukizt að sama skapi
bæði að magni, heildarverðmæti og verðmæti
pr. kg. og varð hann mestur á árinu 1939. Þá
voru flutt út: 2,585.950 kg. fyrir krónui'
2,815.460,00 og var meðaltalsverðmæti pr. kg.
þá kr. 1.09.
Fiskimálanefndin hefir stutt all-flest af
frystihúsunum með hagkvæmum lánum og
VÍKINGUR
21