Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Qupperneq 22
hefir auk þess haft nær alla söluna á hendi. Hefir nefndin jafnan selt fiskinn fyrirfram, að undanteknum tilraunasendingum á nýja markaði, og má því segja, að framleiðslan hafi verið áhættulaus fyrir frystihúsin og hefir það sölufyrirkomulag vafalaust örvað fram. ieiðsluna frá því sem annars hefði orðið. Fiski- málanefnd hefir leiðbeint með framleiðsluna og jafnan haft fagmenn frá neyzlulandinu til leiðbeiningar um verkunina. Lang þýðingarmesta atriðið er þó það, að síðustu árin hefir nær eingöngu verið fluttur út flakaður fiskur og með því móti orðið veru- leg atvinnubót að frystihúsunum á þeim stöð- um sem þau starfa. Má svo heita að frystihús- in séu langstærstu vinnuveitendur í ýmsum þorpum landsins. Á undanförnum árum hefir Fiskimálanefnd gert margar og allvíðtækar sölutilraunir í ýms- um löndum sem kostað hafa mikið fé. Ýmsar þessar tilraunir hafa mistekist í bili, en þær hafa allar borið þann gleðilega árangur að sanna neyzluþjóðunum ágæti íslenzka fiskjar- ins og vafalaust eiga þær eftir að bera árangur í framtíðinni, þó að af ýmsum óviðráðanlegum orsökum hafi ekki tekizt að afla markaða strax nema í sumum löndum. Stórt atriði, sem frystingin hefir fært með sér, er nýting ýmsra þeirra fisktegunda, sem áður voru lítils eða jafnvel einskis virði. Má þar tilnefna karfa, steinbít, smáskötu, lang- lúru o. fl. Þess er að vænta, að framtíðin eigi eftir að sanna, að með frystingunni séum vér á réttri braut í verkun fiskjarins og hin mikla aukning sem orðið hefir í þessari atvinnugrein hér á landi hin síðari ár, bendir ótvírætt til að svo sé. Á Fiskimálanefnd þakkir skilið fyr- ir það starf, sem hún hefir unnið á þessu sviði. Nýr tiskibátur Skipið er byggt á skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi. Yfirsmiður, Eyjólfur Gíslason, skipasmíðameistari, Reykjavík. — Stærð: Lengd 65,8 fet. Breidd 17,1 fet. Dýpt 8,8 fet. Rúmmál 61,41 smálest brúttó. Djúp- rista án farms 7 fet, fullfermt 10 fet. Byggð- ur úr eik. Innrétting: Hásetaklefi með 14 hvílum, lestarrúm, vélarrúm, skipstjóraklefi með 2 hvílum. Aflvél: Alpha dieselmótor 140 /160 ha. Burðarmagn skipsins ea. 75 smá- lestir. Kostnaðarverð 115 þúsund krónur. — Styrkur frá Fiskimálanefnd kr. 21,350.00. Eigendur: Bergþór Guðjónsson skipstjóri og Sigurður Þorvaldsson vélstjóri, báðir ung- ir og efnilegir menn, til heimilis á Akranesi, fæddir og uppaldir þar. VÍKINGUE Sigurfari, Akra-nesi. Báturinn stundar nú þorskveiðar með línu, í venjulega 7—8 daga veiðiferðum. Ætlar að stunda síldveiði á sumri komandi. Svo er og hugsað til að fá ,,troll“ útbúnað á bátinn og ef til vill fleiri tegundir veiðarfæra, ef heppni leyfir og tilefni gefast. ,,Víkingur“ óskar eigendunum til hamingju með bátinn. — 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.