Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Síða 23
GUÐMUNDUR EGILSSON, loftskeytamaður: // // á hættusvæðinu ,,Víkingur“ hefir beðið mig, að láta blaðinu í té ferðalýsingu síðustu Englandsferðar okk- ar og mun ég reyna að verða við þeirri beiðni, ef einhverjum lesenda léki hugur á að kynn- ast slíku ferðalagi á þessum tímum eyðilegg- ingar og öryggisleysis. Það mun mála sannast að gangi kraftaverki næst, að svo giftusamlega hefir gengið fyrir okkar íslenzku skipum síðan í stríðsbyrjun, að ekkert tjón hefir af hlotist. Frændþjóðir vorar munu ekki hafa ástæðu til að fagna sömu vel- gengni, eins og öllum mun kunnugt vera. Um kvöldið 25. janúar kveðja skipverjar á „Snorra goða“ vini sína og vandamenn. Kl. 21,00 leggjum við af stað í fjórðu Englands- ferð okkar, eftir að stríðið braust út. Veður var hið versta, suðaustan stormur og stórsjór, enda urðum við þess áþreifanlega varir þegar farið var fyrir Reykjanes. Menn fóru bókstaflega í loftköstum í „kojum“ sínum og varð lítið úr svefni hjá flestum þeirra, sem annars áttu að soía. Það virtist lítið hafa að segja, hvort kroppurinn var þungur eða léttur, alhr tóku þátt í dansinum, enda var sáran kvartað um beinverki og aðra vanlíðan morguninn eftir. Þótt lætin væru ekki eins mikil það sem eftir var ferðarinnar, eins og í Reykjanesröst- inni, var öðru'nær að þeim væri lokið. Svo má heita, að sama veður héldist alla leiðina til Hull og er mér óhætt að fullyrða, að skipverj- ar höfðu fengið meir en nóg af þeim negra- dansi. Menn venjast þó furðanlega þessum lát- um, sem öðrum og ekki þurfti mikið að lægja Guðmundur Egilsson. veðrið síðari hluta ferðarinnar, þegar menn fóru að hafa orða á því, að nú væri komið „bezta veður“, þó sannleikurinn væri sá, að breytingin væri lítil. NótUna áður en við komum í Pentlandsfjörð, sást allt í einu kallað á okkur með ljósmerkj- um. Við svöruðum án þess að geta greint skip- ið í myrkrinu, sem þó var skammt frá okkur. Skip þetta spurði á ensku, hvert ferð okkar væri heit.ð og hvaða farm við hefðum innan- borðs. Sögðum við eins og rétt var um það mál og virtist skipið, sem líklega hefir verið enskt eftirlitsskip og oft eru á sveimi um þessar slóð- ir, vera ánægt með þau svör, því við urðum þess ekki varir eftir það. Næsta morgun, þriðjudaginn 30. janúar, fór- um við í gegnum Pentlandsfjörð og höfðum þá verið fimm sólarhringa frá Reykjavík, en þessi 23 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.