Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1940, Page 25
Snorri goði. segir ekki frekar af ferð okkar þar til við kom- um að Humberfljóti föstudagskvöldið 2. febr. og voru þá Lðnir 8 sólarhringar frá því, er við létum úr höfn í Reykjavík. Ekkert skip fær að fara um fljótið eftir að dimmt er orðið og urðum við því að bíða morg- unsins. Skipin eru ekki tekin inn í „dockurn- ar“ nema um flóð að degi til og fiskinum ekki landað nema þegar bjart er. Flóð var ekki fyrr en seint á laugardag og fiskurinn ekki los- aður fyrr en á mánudag og þriðjudag. Um dvöl okkar í Hull fjölyrði ég ekki, þar gætir þess lítið daglega, að þjóðin sé í styrj- öld, nema hvað alls staðar eru plögg uppi hangandi,, sem áminna menn um að hafa gát á tungu sinni svo óvininum berist éngar upp- lýsingar með gálausu tali manna. Borgin ligg- ur öll í myrkri eftir að dimmt er orðið, nema þegar loftvarnarliðið æfir sig með leitarljós- um, sem er mjög tilkomumikil sjón, þár sem Ijósgeislarnir skera náttmyrkrið með mjóum ljósræmum fleiri tuga metra í loft upp. Það er því óráðlegt að vera mikið á ferli þegar kvölda tekur, sérstaklegá geta „dockurnar“ verið hættulegar, ekki sízt þegar hálka er, éins og var í þetta sinn. Eitt kvöldið féllu þrír Hol- lendingar í stórskipa-„dockina“ og drukknuðu tveir þeirra. Miðvikudagsmorguninn héldum við frá Hull. Fimmtudagsmorgun fréttum við, að tundur- dufl væri á reki á þeim slóðum, sem við höfð- um siglt um nóttina áður. Ekki er gott að segja hvað „hurð hefir skollið nærri hælum“ í það sinn. Ferðin heim gekk ágætlega, veður var hið bezta alla leið. Sunnudagsmorguninn 11. febr. sáum við hvar okkar fagra Frón reis úr sæ. Tignarleiki þess og fegurð er kunn, en það mun vera fágætt, að ættjörðin fagni heim- komu barna sinna með því að( skreyta sig sumarskrúða í febrúarmánuði, en þannig virt- ist manni tilsýndar að sjá, þegar miðdegissól- in helti daufum geislum sínum á fjallshlíð- arnar sem í mikílleik sínum endurvörpuðu þeim í ótal litbrigðum. Hvergi sést hvítur blett- ur, nema á hæstu jöklum. Það er svo margt, sem er öðru vísi, en öll sanngirni bendir til, og einnig þetta hættum við að undrast —- við er- um aðeins ánægðir yfir því að vera komnir heim. 25 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.